Spegillinn - 01.08.1947, Page 12

Spegillinn - 01.08.1947, Page 12
130 SPEGILLINN Sumar í Siglufirði Sumar í Siglufirði, sólskin og veðrið blítt, í Reykjavík regnið streymir, allt rennandi blautt og skítt. Þótt höfuðstaðurinn bafi hrifsað mjög völdin til sín, þá ræður liann engu ennþá um það hvar sólin skín. Sumar í Siglufirði, sjást þar á götunum bópar við bópa ganga, af lirífandi kvenmönnum. Þær eru á öllum aldri, þetta allt frá sextugu, þó eru þær yngri flestar, langt innan við tuttugu. Sumar í Siglufirði, seiðandi kvenmannsbros, truflun á taugakerfi, á trúlofanir kemst los. Sézt, að bin gamla saga sannleikur er hreinn, sem vissu menn vel þó áður, í verinu ei giftur er neinn. Sumar í Siglufirði, síldar- og grútarlykt, ástir og ævintýri, allskonar þukl og fikt, dans og draumfagrir hljómar, dillandi mjaðmavagg, gónt er gráðugum augum gegnum hvert klæðisplagg. Sumar í Siglufirði, syngur í vélunum, sem áfram eru knúnar í ótal verksmiðjum. Það er nefnt „Áka-víti'-1 bili eitthvað í 46. Svo er annað ákavíti, sem orsakar slagsmál og pex. Sumar í Siglufirði, síldin er nokkuð treg, bregðist aflinn með öllu fer allt til fjandans sinn veg. Rússinn þá ríkið gleypir, rauð verður íslands þjóð, Sýningar Nú streyma menn með ákefð út í Orfirisey, frá útlöndum þar eru komin apagrey. En aðrir fara annan veg og aðra braut, á landbúnaðarsýningu og sjá þar naut. Já, hér er ekkert orðið lengur eins og var, og nú er komin samkeppni um sýningar. En samkeppnin hún hefur allt á liærra stig. í öðrum löndum ísiendingar sýna sig. Grímur. þá fer sem eldur um Einars æðar, hans norræna blóð. ,s. m. 20./7. 1947.

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.