Spegillinn - 01.08.1947, Blaðsíða 10
136
5PEGILLINN
Krónuvandræöi
Margar breytingar, sem verða í lífi voru og viðhorfi, eru
hægfara, þokast stig af stigi eða þróast, eins og það er
stundum kallað. Stundum er þróunin örari en annars, en
öðrum þræði verður hennar tæplega vart. Svo getur það líka
komið fyrir, að hún taki stórt stökk, komi mönnum alveg
að óvörum og óviðbúnum, sem oft kemur sér ákaflega illa,
því ekki eru allar breytingar 'til batnaðar, eins og hefur verið
fundið út fyrir löngu síðan.
Upp á síðkastið var farið að bera minna á Blindskers-
hjónunum, en á velmaktardögum þeirra var. Ekki má þó
skilja þetta svo, að velmakt þeirra væri þrotin, eða farin
Veg velflestra innstæðna. Hún lét bara minna yfir sér, enda
er slíkt hollt og heppilegt, þegar önnur eins tíðindi og eigna-
könnun standa fyrir dyrum, þetta sjaldgæfa fyrirbrigði, sem
leiðir ýmislegt óvænt í ljós, og þar á meðal áhyggjuleysi
fátæktarinnar, hvað sem það kann nú að vera. En svona
geta öfugmælin orðið að veruleika á umbótatímum.
Hjónin lifðu fremur einföldu lífi, héldu fáar veizlur en
góðar, lásu blöðin og fóru þangað sem eitthvað var um að
vera, jafnvel þótt kalt væri og rigning, og ræddu svo málin
á kvöldin. En svo kom óvænt frétt og ill að þeirra dómi,
sem raskaði sálarrónni í bili. Ég ætla nú samt að neita mér
um að segja frá þessu strax, því að hið sérstæða form smá-
sögunnar færi þá sennilega út um þúfur, en á því má ég vara