Spegillinn - 01.10.1947, Side 4

Spegillinn - 01.10.1947, Side 4
162 SPEGILLINN í GÓÐU BLAÐI lesum vér, oss til uppbyggingar, eftirfarandi glefsu: „Beinlaus koli. Norskur sérfræðingur hefur þegar gei-t árangursríkar tilraunir til að ala upp beinlausan kola — fisk framtíðarinnar". Já, margir eru nú uppeldisfræðingarnir góðir, en þessi mun þó taka flestum fram, og sennilega hefur hann byrjað á því að stofna til hneykslanlegrar sam- búðar milli rauðsprettu og marglyttu, og svo smám saman fært sig upp á skaftið. Ekki þar fyrir, að þessi fiskur mun reynast hinn mesti óskaréttur um það leyti, sem mannkynið er orðið tannlaust. Munum vér því fylgjast með þessum tilraunum með eftirtekt og ánægju, svo lengi sem mannfjandinn tekur ekki upp á því að fara að ala upp fiskabollur. KVIKMYNDAFÉLAG í danmörku, „Dansk Kulturfilm", ætlar nú með aðstoð fornfræð- inga og hollívúddsérfræðinga að fara að kvikmynda Fornaldarsögur Norðurlanda og byrja á Ragnars sögu Loðbrókar. Hefur verið gerður út leiðangur til Grænlands, til þess að fá eitthvað almennilegt í brók Ragnars. Hefur félagið þegar fengið margar áskoranir um að taka næst fyrir Bósa sögu og Herrauðs. KAUPMAÐUR EINN hér í höfuðstaðnum tók upp þá nýjung fyrir nokkru að loka hjá sér „vegna sólskins“, en annars eru nokkrir farnir að loka vegna vöru- skorts. Brátt var þetta tekið til eftirbreytni af Ríkinu á Akureyri; það neyddist til að loka, er hin ágæta síldarvertíð var fyrirbí, vegna þess að hjá því var of mikið „sólskin í hverjum dropa“. DAGBLAÐ EITT fræðir oss um það, að heili mannsins minnki stöðugt, eftir að hann hefur náð 20 ára aldri. Ekki er þess getið, hvort hann á hér við mann- inn eða heilann, en annars getur það gert fjandans mismun, þar sem dæmin eru deginum ljósari um ískyggilegt miseldri manna og heil- anna, sem í þeim eru. MENNINGARSJÓÐUR, eða bókaútgáfa hans, sem Þjóðvinafélagið er jafnframt skrifað fyrir í sparnaðarskyni, auglýsti einhverntíma verðlaun fyrir skáld- sögu. Bárust útgáfunni fimm handrit, en einmitt þegar sparnaðar- skrafið var í algleymingi, og hlaut því engin sagan verðlaun. Hins- vegar ku útgáfan vera að hugsa um að taka þær fyrir venjuleg rit- laun og gefa þær út í nýjum flokki, sem á að kalla „Fimm beztu“. BLÖÐIN hafa það eftir brezkum þingtiðindum frá því snemma á stríðsárun- um, að einn daginn fór meiri hluti tímans í að skeggræða um endingu gamalla rakvélarblaða -—■ hvernig lengja skuli. Var brezku þjóðinni hi'ósað fyrir að nota tímann þannig. Nú fer að reka að þessu sama hjá oss, þegar þingið er búið að átta sig, og sést árangurinn af því að hrópa niðui' rakvélablöð Stefáns Jóhanns, sem sennilega hafa verið íyrsta flokks, bæði að verði og gæðum. Verður væntanlega uppbyggi- legt að hlusta á þær umræður Skegg-Broddanna á Alþingi voru. THOR THORS hefur nýlega verið skipaður sendiherra í Könödu, til viðbótai' fyrra umdæmi sínu, en ekki hefur vei'ið tilkynnt, hvort hann á að afhenda pappíra sína þar vestra eða Bretakóngi sjálfum. Gefur þetta tilefni til að athuga, hvort það væri ekki tilkippilegt að stækka eitthvað um- dæmi sendiherra vorra á Norðurlöndum — og fækka mönnum um leið, ekki sízt ef þeir fara að gera mikið að því að halda aukaræður í kóngaveizlum, steikinni til spillingar og niðurdreps og reglulegum ræðumönnum til afkortunar og leiðinda. SÆNSK DAMA hefur kalsað það við Gústaf konung' sinn að mega breyta fæðingar- ári sínu úr 1899 í 1909, vegna þess, hve ungleg hún sé ásýndum. Vér höfum hugsað oss að mæla með þessu við Gústaf, þó með þeirri breyt- ingu, að ártalið verði 1939, og förum þar eftir unglegheitum sálai'- innar í kvenmanninum. BREZK BLÖÐ (og Tíminn reyndar líka) hafa lofað sýningu Ásgeirs Bjarnþórs- sonar hástöfum. Þegar þess er gætt, að brezk blöð eru afskaplega rúm- lítil nú um stundir, sökum pappírsskorts, köllum vér þetta gott. Hver veit líka nema svo dragi úr heimsfréttum á næstunni, að þau fari að lofa septembersýninguna líka.

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.