Spegillinn - 01.10.1947, Blaðsíða 7

Spegillinn - 01.10.1947, Blaðsíða 7
SPEGILLINN 165 F erðapistill Það var orðið svo langt um liðið síðan ég hafði séð kóng, að ég brá mér á dögunum til fyrrverandi sambandsþjóðar. Þeir hafa að vísu ekkert nema nýjan kóng, nokkurskonar stríðsframleiðslu, en það er þó alltaf einhvernveginn meiri upplyfting í því en að hafa Bjarna Ben. og Stefán Pétursson sífellt fyrir augum á götum Reykjavíkur. Náttúrlega fór ég fljúgandi. Það er ekki lengur orðið hægt að segja frá því eftir á, að maður hafi farið eða komið með ,,Drottningunni“ eða „Brúarfoss“. Það væri svipað og að segja, að maður hefði farið ríðandi eða gengið við fót. Ég kom í Keflavík. Þar léku sér Ameríkumenn eins og lömb á bala, stökkva þeir þar upp um alla bekki, skvetta úr sér og hrista úr klaufunum. Ég spurði náttúrlega eins og kurteis ferðalangur, hverju þetta sætti. — Nú, eitthvað verða þeir að hafast að, sagði aðspurður, einn af fáum þarlendum, sem skildi íslenzku. Einn var þar amerískur, sem virtist ganga ógnarilla að skilja mál mitt, er ég sneri mér kumpánlega að honum og sagði: — Miklir eruð þér borði, Vestmenn, og eigi alllitlir sundurgerðamenn í klæðaburði. Svaraði hann því til einu, að taka upp klukku sína og benda á hana, svo sem hann vildi hafa klukkuskipti, eins og við gerðum heima í Skagafirði í gamla daga. Ég dró þá jafn- skjótt upp mitt úr, helvíta mikinn hjall, sem pantaður var eftir verðlista frá Importören í gamla daga, en þar eð hann sýndi sig eigi líklegan að láta af hendi úrið, dró ég upp kut- ann minn til að gefa í milli, hvað ekki nema rímilegt var. En þá hrópaði hann: „Ónóg — ónóg!“ og hljóp á braut, og þótti mér það engin kurteisi, ég hefði sjálfsagt boðið meira i milli. Nú, og svo stía þeir okkur af eins og í fjárrétt, eftir að hafa forvitnazt í töskur manns. Það hef ég nú aldrei gert um mína daga — ekki svona um hábjartan dag. Nú, og svo fer maður að fljúga, og viti menn — við leggjum af stað í foss- andi rigningu og beljandi illviðri, en strax og maður kemur upp í himininn er þar glaðasta sólskin. Ja, slíkt og þvílíkt. Skýin undir manni voru skjannahvít eins og nýfallin mjöll. Ekki undrar það mig, þótt ófærðin sé mikil fyrir þá, sem ferðast til himnaríkis. Nú, og svo er maður allt í einu kom- inn til Danmerkur í kolaniða myrkri og sjóðandi hita —■ og svo tala þeir um kulda þar. Ekki sá ég betur en Danir væru á sínum stað — allir með tölu, en ekki kunnu þeir mikið í íslenzkunni frekar en endranær. Alveg gleymdi ég að segja skák á kónginn, þegar ég fór að kynna mér lífið og skoða borgina. Sem ég er lifandi veit ég ekki, hvernig þeir fara að því að lifa þar í landi. Ekki hafa þeir tóbak til að reykja, — ekkert almennilegt vín að drekka — og engar stelpur að —. Nei, ekki ætlaði ég mér að tala af mér. Og stúlkurnar finnst mér, hvað sem hver segir á íslandi um danina, alveg eins skapaðar og þær heima. Þær bera það einhvernveginn með sér. Langt eru danirnir eftir okkur með dýrtíðina, því að ekki tíma þeir að láta ríkið gefa með atvinnuvegunum. Mér finnst satt að segja hálfgerð skömm að því, að greiða ekki nema 20 kall fyrir heila brennivínsflösku. Nei — það er ekki von að danirnir græði, því að til þess að halda niðri prísun- um í landinu, þá selja þeir allar sínar afurðir til útlanda eins háu verði og þeir geta þrælað út úr Englendingnum, því að það skaðan engan t— nema þá helzt Englendinginn. Og svo kaupa danirnir sömu vörurnar frá útlandinu aftur,

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.