Spegillinn - 01.10.1947, Page 8

Spegillinn - 01.10.1947, Page 8
166 SPEGILLINN Sá, sem getur útvegað jnjer tvegg.ia til þnggja 'herbergja íbúð til leigu með sanngjörnu verði. get ur fengið gefins 3 stk.. lágskolandi ensk W C.- tæki með öllu tilheyrandi, Sá hinn sami á einnig kosí a þremur rúllum af fyrsta flokks gólfdúk fyrir ,,nor malt" verð. (AV> Cj I i M b 1 ) J'/óíí orn um að sitja innan um skríl. Á Borginni sat ég að sumbli í kvöld — ég sit þar að jafnaði einn. — Þarna var allt saman eintómur skríll, — af því ég þekkti ekki neinn. til þess að þurfa ekki að grefa eins mikið fyrir þær. Nei, herrar mínir, á þessu getur enginn efnast — og betra er að láta peninginn ganga til sinna eigin landa heldur en ein- hverra og einhverra útlendinga. — Vorkenni þeim, liggur mér við að segja, þegar þeir kvarta um peningavandræðin. Nær að læra svolítið af gam- alli sambandsþjóð, hvernig menn auðgast þar hver á öðrum bæði á frjálsum og ófrjálsum (svörtum) markaði. Já, þar geta menn meira að segja snuðað hvern annan, þangað til ríkir almenn velmegun í landinu. Undarlegt þótti mér það, að engir skamma Þjóðviljann þar í landi og þykjast þeir þó vera íhaldssamir þar eins og annarsstaðar. Ég færði svona í tal við marga háttsetta, hvað þeir héldu um Laxnesbúið, en enginn vildi gefa neitt út á þetta mitt hjal. Á því skildist mér, að hlutabréf Búkollu standi ekki hátt þar í landi. Ekki þótti mér pólitíkin þeirra upp á marga fiska. Þeir kunna ekki almennilega að rífast, nema að þeir séu allir saman heiðarlegir menn, sem mér þótti þó næsta ótrúlegt. Nema hvað eftir blöðum þeirra að dæma virðast lygarar, landráðamenn, pólitískar fótþurrkur erlends stórveldis, vera miklu sjaldgæfari fyrirbrigði þar í landi en á voru. Einn Stefán Jóhann eiga þeir þar að vísu, — er hann það, sem þeir kalla „vinstri maður“, en vinstri menn eru einnig þar lengst til hægri. Eins og allir Stefánar Jóhannar gerir þessi það, sem honum sýnist. Þegar ríkisstjórnin þar í landi kem- ur saman eins og aðrar ríkisstjórnir til að ræða um hið „al- varlega ástand í verðlagsmálum“, sem mun þýða það sama og á íslandi, nefnilega, hvort allt sé komið í nógu mikið öng- þveiti til þess að hún verði að segja af sér, þá ferðast Stefán Jóhann danski á Oxfordþing til Sviss og fleiri landa til að bæta sitt hugarfar. Ættu það allir Stefánar Jóhannar að gera og myndi það koma í veg fyrir marga hverja stjórnar- kreppuna, sem stafar alla jafna annaðhvort frá syndum spilltu hugarfari eða vondum maga. Ekki kunna danir að auðgast á Svartadauða. Láta þeir hann standa frammi í hverri búðarholu, svo að menn fá hundleiða á honum til daglegrar hressingar, til mikils tjóns fyrir ríkiskassann og almenna velmegun, svo að ekki sé minnzt á bílstjórastéttina, sem ég veit ekki, hvers á að gjalda hér. Enda hef ég það fyrir satt, að engin lítil bílstöð beri sig hér í landi. Og eru leigubílar yfirleitt óásjáleg farartæki, sem Uer ljósan vott um niðurlægingu bílstjórastéttarinnar, t. d. rakst ég hvergi á luxus Packarda, rauðskjótta með gler- húsi fyrir bílstjórann, á neinni bílastöð. En eitt hafa danir, sem ekki fæst í Ameríku, sem sé sumar og sólböð. Þeir hafa að vísu orðið að borga fyrir blíðviðrið til þessa um miljarð í dönskum krónum, en rigningarnar hafa líka kostað dálítið á íslandi. En ekki þýðir að tala um viðskipti á þessu sviði frekar en öðru, því að ef við hefðum getað verzlað með rigninguna, hefðu samningarnir verið skilorðsbundnir og landinn notað tækifærið til að losna við okkar ágæta ársgamla rollukjöt. Og nú hafa þeir dönsku fundið kjarnorkusprengjur í Grænlandi, þ. e. a. s. náttúr- lega voru það Ameríkumenn, sem fundu þær, og þykjast danir nú sem von er færir í flestan sjó, og lýst mér þá ekki á nýja samninga um handritamálið og forngripina, ef dönsk herskip liggja á meðan full af kjarnorku út á Reykjavíkur- höfn. Nei, ég segi fyrir mig — því þá ekki að senda Jón Dúason og láta hann nema Grænland, áður en það er orðið Manni getur þá gramizt við allt, já, gramizt við sjálfan sig: að sitja innan um eintóman skríl, — sem ekki kannast við mig. SVB. of seint? Ef við eigum ekki að verða aftur úr öllum — eins og skíðamenn vorir í Osló — í kapphlaupinu um kjarnorku- sprengjuna, þá verðum við nú að grípa til skjótra ráða og tryggja okkur strax Grænland eða þá a. m. k. — Keflavíkur- flugvöllinn. Á danagrund í september 1947. Álfur úr Hól.

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.