Spegillinn - 01.10.1947, Síða 11
SPEGILLINN
169
Kvœðið
um kóngsins (e8a kannske forsetans) lausamann
Hér kemur lítið kvæði um einn
kóngsins lausamann,
sem ungur fór að læra lög
og lengi frægð sér vann,
sem Iionum fannst þó heldur smátt
í henni Reykjavík,
og ástir tók við íþróttina:
Islenzk pólitík.
A pólitískum liandahlaupum
hann hljóp í mark „með glans“.
Og Stefán Jóliann Stefánsson
er stolta nafnið lians.
Þegar kóngsins lausamanni leiddist
lausamennskan þó,
og vildi fara í fasta vist
ef fengi liann kaupið nóg.
Svo réði liann sig í fríðan flokk
— af flestum þar hann bar —
þó að þar væru afarmargir
efnis-foringjar.
I pólitísku stangar-stökki
var styrkur þessa manns.
Og Stefán Jóhann Stefánsson
er stolta nafnið lians.
Hann brauzt þar skjótt til valda og vegs
og var í engu sljór,
því laglegur og laginn var
og líka á þverveg stór.
Hann barðist eins og berserkur
og beitti afli og hrekk,
er jörðu óð liann upp að linjám
svo allt úr skörðum gekk
í pólitísku kiilu-kasti
við kommúnista-fans.
Og Stefán Jóhann Stefánsson
er stolta nafnið lians.
Svo lagði hann í lokaför
— en Loki er slyngur karl —
og ótal þjóna á hann sér,
sem ætla honum fall,
er glímu við liann þreyta þeir
með þrælataki og grikk,
en fimur alla fellir hann
á fínum mjaðmarhnykk.
Nú þreytir hlaupió víóavangs
með von um sigurkrans,
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
hefur látið hafa það eftir sér, að allmikil brögð hafi verið að óráð-
vendni hjá gestum þess, einkum hvað snertir teppin, sem félag'ið hef-
ur af góðmennsku sinni látið vera í sæluhúsum sínum, til þess að auka
á sæluna. Samt hefur félagið enn á ný bætt við teppum í sæluhúsin,
öll nema í Þjófadölum, og er sú undantekning skiljanleg. Er ói'áð-
vöndum mönnum því bent á að vera ekki að eyða erlendum gjaldeyri
í benzín þangað.
NORSKIR VÍSINDAMENN
hafa fundið það út, að fiskgengd á nyi-ztu miðum, svo sem við
Bjarnarey, hafi stórminnkað vegna minnkandi sjávarhita, sem aftur
stafar af auknu jökulbráði í Grænlandi og víðar. Stingur nú fiskur-
inn sér svo djúpt, að hann næst alls ekki. Vér sjáum ekki annað fært
en gera út leiðangur i Norðurhöf, sem sé vel birgur af hitaflöskum,
til að kasta í sjóinn, en til baka gæti hann flutt nokkra ísmola til að
kæla hjá síldinni okkar, sem vill ekki veiðast vegna hita.
og Stefán Jóhann Stefánsson.
er stolta nafnið lians.
Hann hleypur skolli vel, og skratti
er skemmtilegt að sjá,
hann fljúga yfir foldina
með flokka sína þrjá.
Með „undandrátt4 í eftirdragi
og annað svipað dót,
það dregur ekkert af lionum
og aldrei mæðist liót.
En livað sem þessu líður, lifir
lengi í liuga manns,
að Stefán Jóliann Stefánsson
var stolta nafnið lians!
Ingimundur.
(Með þökk til M. Ásg. fyrir láuið').