Spegillinn - 01.10.1947, Page 15
SPEGILLINN
173
SEPTEMBERHRIFNINGIN
— Þú mátt svei mér vera mér þakklátur, Hálfdán minn,
fyrir þessa hrifningarstund, sem ég veitti þér með því að
tosa þér á sýninguna, sagði frú Blindskers við mann sinn.
— Aldrei hefði ég getað látið mig dreyma um jafn sæt lista-
vex-k og aðra eins fegurð samankomna á einum stað, og það
í borg, sem ekkert listasafn á. Og svona stefnu leyfir hann
Orri sér að bendla við ófrjósemi. Kemur hann virkilega ekki
auga á fegurðina?
— Fegurð er reikult hugtak, sagði Hálfdán, sem var dá-
lítið stuttur í spuna og ólíkur því, að hafa fengið snert af
hrifningu. — Ekki veit ég hvað allt þetta á að vera, en mér
er þá alveg sama.
— Það gat nú verið að þú kæmir með þennan gamla og
útjaskaða misskilning, sem ætlar alveg að gera út af við
okkar ágætustu listamenn. Þetta eru málverk og hreint ekk-
ert annað, en það er líka nægilegt, því að þetta eru verk, sem
Jifa sínu eigin lífi, alveg eins og náttúran lifir sínu.
— Það er þá líka líf, sagði Hálfdán.
— Þér er alveg óhætt að trúa því, sem ég segi. Listamað-
urinn skapar náttúru, en líkir ekki eftir þeirri, sem fyrir er.
— Það er þá líka náttúra, sagði Hálfdán.
— Mér er alveg sama þó að þú reynir að snúa út úr orð-
um mínum, eða berja höfðinu við steininn, en það sýnir bara
að andleg þróun hefur ekki fylgzt með þeirri vélrænu hjá
þér, fremur en öðrum. Og veiztu, hver afleiðing þess er?
Blátt áfram niðurbældur persónuleiki, sem þorir varla að
láta á sér kræla, nema, ja nema----------
— Nema hvað? spurði Hálfdán dálítið forvitinn.
— Nema á kendiríi, sagði frúin hikandi. — Ég held áreið-
anlega að þetta sé rétt með farið hjá mér.
— Mér þykir það ákaf lega sennilegt, sagði Hálf dán. — Per-
sónuleikinn er ekki vanur að fara í felur undir svoleiðis
kringumstæðum. En ég vil heldur niðurbældan persónuleika
og gamaldags náttúru en þetta strástólaefni, sem þessi Jó-
hannes hefur fengið að láni hjá einhverjum Picasso.
— Ég veit svo sem að þú ert sólginn í að telja fingurna á
málverkunum, eins og hann Guðmundur. Það kallið þið heil-
brigða skynsemi, en gætið þess ekki, að það er myndflötur-
inn, sem öllu máli skiptir. Og svo er það þessi gamaldags nátt-
úra, sem þið viljið að listamennirnir okkar séu alltaf að
stæla, en því getið þið ekki komið í hausinn á ykkur, að það
er óframkvæmanlegt og ólistrænt. Ekki kemst Vífilfell í eina
stássstofu, hvað þá Esjan, en stæling á náttúrunni er óhugs-
anleg, nema í fullri stærð.
— Enginn gleypir sólina, Hallbjörg mín, sagði Hálfdán.
— Það mætti kannske komast af með dálitla vasaútgáfu eða
smámodel á borð við modelið af Höfðakaupstað, sem fór til
Parísar á sýningu og þótti gott.
— Þú ert eins og smásauður í prófíl, sagði Hallbjörg.
Það var ekki um að villast, að frúin væri orðin nokkuð
æst og máske betra að skipta um samtalsefni.
— Þetta getur allt lagast, þegar ástandið í fjárhagsmál-
unum batnar, sagði Hálfdán, sem ekki gat látið sér detta
annað í hug.
— Hvað ætli að lagist? Og þegar allt er komið í hönk, þá
er fjárflóttamönnunum kennt um allt saman, einu mönnun-
um, sem kunna með fé að fara. Það ætti þér að vera kunnugt
um. Er ekki sjálf nýsköpunin að stoppa, eða ekki virðist hún
eiga að ná til sjálfs mannfólksins, þar sem fæðingardeildin
kemst ekki í gang vegna fjárflótta, ég meina f járhagsvand-
ræða. Og með ökuhraðann á Hafnarfjarðarveginum er eins
og með fegurðina — allt á reiki, þar sem ýmist á að keyra
40 km eða 35 miles.
— 0, það eru ljósir punktar innan um. Nú á að setja 39
ljósastaura í Skjólin, og ekki tókst okkar mönnum illa að
gera garðinn frægan á Norðurlandamótinu. Það mætti víst
finna fleira af því, sem betur má fara, ef vel væri leitað.
— Þú meinar líklega það, sem er til bóta, sagði Hallbjörg,
sem nú var aftur að ná jafnvægi. — En afrek íþróttamann-
anna ætti heldur að ýta undir fæðingardeildina en hitt, því
að ekki er ólíklegt að einhverjir slíkir menn kunni að fæðast
þar í framtíðinni. Þýðing íþróttamanna vorra verður með
hverjum degi deginum ljósari, og svo er það landkynningin,
sem aldrei má gleymast, því án þeirra verður landið senni-
■ lega ókynnt erlendis, eða að minnsta kosti illa kynnt. En nú
man ég ekki í svipinn, hvert ég ætlaði að fara mér til skemmt-
unar. Skemmtanalífið er orðið svo fjölbreytt í seinni tíð, að
maður ruglast í ríminu, og svo er það að verða ólíkt heil-
brigðara en áður, þar sem Víkverji er að vinna sigur í sínu
mikla áhugamáli, að allir fari í háttinn klukkan 2 eftir mið-
nætti.
— Ég ætla líka að fara út og ná mér í nokkra happdrættis-
miða, svo að ég hafi sæmilegan sjans til að ná í „De Soto'V
sem er, eins og aílir vita, eftirsóttasti vagninn á heimsmark-
aðinum.
— Ágætt. Og nú man ég mitt erindi út. Það var að hlusta
á erlendan listamann, sem hermir svo dásamlega eftir kúm
í fjósi.
— Prýðilegt. Þú ert ekki eins abstrakt eins og þú lætur,
því að annars mundi þér þykja mest til þess listamanns
koma, sem baulaði eins og engin kýr baular.
Og þar með hafði Hálfdán síðasta orðið að þessu sinni.
Bob á beygjunni.
dCfóÉb
orn
um að láta sér liSa vel.
Líði manni vel
eins og liðið getur,
vill maður láta sér
líða betur.
SVB.