Spegillinn - 01.10.1947, Page 18
176
SPEGILLINN
Mér hefur aldrei verið fullkomlega Ijóst, hvað skeði á eftir, og
minnið í Oggu er nú alveg eins og þokuhnöttur. Ég man eftir löngu
kjallaraherbergi með trégólfi, þar sem var mikil rakalykt og birtan
kom frá nokkrum blaktandi gasljósum. Á miðju gólfinu var auður
blettur, nema hvað þar var skuggalegur maður, snöggklæddur og með
Tyrkjahúfu og græn axlabönd, og þessi maður dansaði aleinn — ein-
hvern einkennilegan dans, sem var aðallega stapp í gólfið, eftir hljóð-
falli trumbu. Ég man líka eftir hljómlistamönnunum, sem voru þrír
og úti í horni; einn blés í einskonar skógarflautu úr reyr, annar var
með hálslangt hljóðfæri, sem líktist gítar, sem er að reyna að stæla
zither, og svo var trumbuslagarinn, sem jafnframt raulaði með lokuð
augu, en sló jafnframt í takt á sauðskinn, sem var strengt yfir ein-
hverja koparskál. Yið þrjá veggi salarins voru löng borð með vaxdúk
á, en lítil sýrlenzk stúlka var að undirbúa hátíðahöldin með því að
sópa upp hnotskurnum, ösku og bjórflöskum, án þess að gefa gestun-
um nokkurn gaum.
Allt um kring með veggjunum, balc við raðir af bjórflöskum, föt
með banönum og diska með hrárri lifur, stóðu karlmenn, móeygðir
Sýrlendingar, með skjallhvítar tennur, svart hór, sem var límt niður,
og gúmmíflibba — lágróma, kurteisir Austurlandabúar, sem komu
nú fram hver af öðrum og heilsuðu okkur með handabandi og neyddu
ofan í okkur bjór, hnetum og hrárri lifur.
Agga reyndi að tala milli hnerranna og gegnum raulið og trumbu-
sláttinn, og hallaði sér að eyra mér. „Maður er bara kominn til Aust-
urlanda", sagði hún með mikilli hrifningu. ,,Ó, Lisa, heldurðu ekki,
að ég gæti fengið keypta trumbu, til að punta með heima hjá mér?“
„Til Austurlanda!" snuggaði Tobba og hóstaði um leið. „Ég ætla
að minnsta kosti að fara út og taka lykilinn úr bílnum mínum. Og svo
vildi ég, að hann Kalli frændi væri kominn“.
Það þýddi ekkert þó að við minntum hana á það, að Sýrlendingar
eru fjárhirðaþjóð og aulc þess ættaðir úr landi biblíunnar. Tobba leit
kringum sig með voðasvip.
„Ég sé nú ekki betur en þetta sé bara ræningjahópur", snuggaði
hún. „Og í svona brúðkaupum er alltaf framið morð. Og hér er eng-
inn kvenmaður nema við“.
Tobba var sem sagt ekki málum mælandi og nú fór líka að fara um
okkur Öggu. En þegar Túfik bar okkur glös á stærð við fingurbjargir,
með einhverju mjólkurlituðu í, og fullvissaði okkur um, að konurnar
væru bara að búa brúðina, urðum við rólegri aftur. Svo sagði hann,
að samkvæmt siðareglunum yrðum við að drekka úr glösunum.
Tobba var treg. „Er nokkur vínandi í því?“ spurði hún.
Túfik skildi þetta ekki, en sagði, að það væri alveg skaðlaust og
væri gefið ungbörnum, en meðan við vorum að hugsa okkur um, þef-
aði Agga af því.
„Það lyktar eins og verk-og-vindeyðandi dropar, Tobba“, sagði hún.
„Ég er viss um, að það er alveg skaðlaust".
Við drukkum' úr glösunum. Þetta var sætt og kryddað á bragðið
og Agga sagði, að það stöðvaði í sér hnerrana samstundis. Það var
eins og eitthvert bragðgott meðal. Við drukkum tvö glös hver og Tobba
sagði, að hún ætlaði ekki að hugsa um lykilinn að bílnum. Hann var
líka þjóftryggður.
Skömmu síðar sagði Agga, að þegar hún var lítil, hefði hún lært
að dansa jig og sagði, að ef þeir bara vildu spila svolítið hægar, þætti
sér gaman að reyna, hvort hún væri búin að gleyma dansianum. Tobba
heyrði þetta ekki — hún var að tala við Túfik og andartaki seinna
stóð hún upp og gekk út.
Agga hafði ákveðið að biðja spilamennina að spila dálítið hægar,
og ég hafði nóg að gera að fá hana ofan af þessu; þess vegna þarf
ekki að lýsa skelfingu minni, þegar ég heyrði bílinn settan í gang og
gat séð út um kjallaragluggann, að þau Tobba hurfu fyrir hornið. Ég
þaut upp, en þá var Túfik kominn til min, brosandi og buktandi.
„Fröken Tobba fór eftir brúðinni", sgði hann lágt. „Bíllinn kom
ekki. Prestur kemur bráðum — mikil skömm — brúðurin ekki kom-
in. Fröken Tobba móðir mín — gleði hjarta míns“.
Þegar Öggu varð það ljóst, að Tobba var farin, vai'ð henni hverft
við, því að hún getur yfirleitt illa verið án forustu Tobbu. Hún fékk
sér því eitt glas til af mjólkurhvíta vökvanum, til þess að hressa sig
upp.
Ég var farin að verða dálítið óróleg, þar sem Tobba var hvergi
nærri og komið sólsetur, en auk þess var komið inn með meiri bjór
— og það enda þótt mennirnir þarna væru mjög siðlegir og Túfik
væri hjá okkur. En Agga fór að verða dálítið skrítin og hélt því fram,
PÁIL SKÚLASON
ZJeÍKnarar :
HALLDÓR PÉTURSSON o9 TRYGGVI MAGNÚSSON
Smaragöfu 14 . Reykjavík . Sími 2702 (kl. 12-13 dagl.).
Argangurinn er 12 fölublöd - um 240 bls. - Áskrifiaverð: Lr. 30,00 i ári.
EinstöL Ibl. Icr. 4,00 . Áskriflir greiðisl fyprfram. • Árilun: SPEGILLINN,
Póslbölf 594. Reykjavíls • Blaðið er prenlað í ísafoldarprenlsmiðju h.f.
að maðurinn með sauðskinnstrumbuna væri að gefa sér auga og að
höfuðið hringsnerist á hálsinum á henni. Og þegar svo einir tíu ungir
Sýrlendingar fóru í hring, styðjandi höndunum hver á annars axlir
og sungu einhvern sorgaróð og stöppuðu í gólfið, grét hún af ein-
tómri viðkvæmni.
„Ha-hú-ta-ta-ta!“ sungu þeir einraddað, en Túfik hallaði sér að
okkur og augu hans ljómuðu.
„Þetta eru fjárhirðar og fjárhirðasynir frá landinu helga“, hvísl-
aði hann. „Svona kallar hirðirinn á hjörðina. í mínu landi eru margir
fjárhirðar. Kannske komið þið þangað einhverntíma með mér og þá
getum við heyrt hirðinn kalla á hjörðina sína: „Ha-hú-ta-tata!“ og
hjörðina svara: „Meeeh“.
„Ó, þetta er svo fagurt“, tautaði Agga. „Maður er bara kominn til
landsins helga. Og við hefðum aldrei séð þetta, ef þú hefðir ekki ver-
ið, Túfik“.
I þessu bili klappaði einhver þeirra, sem við dyrnar voru, höndum
saman og allur hávaði þagnaði. Þeir, sem standi voru, settust niður.
Litla stúlkan sópaði öllu ruslinu undir einn stólinn og setti kústinn út
í horn. Músikin færðist nú í aukana og varð æðisgengin.
Agga hallaðist að mér. „Mér er að verða illt, Lísa“, stamaði hún.
„Þetta hefur verið eitur, sem ég drakk. Ég verð að fá frískt loft“.
Ég tók í annan handlegg hennar, en Túfik í hinn og létum hana svo
setjast út á eitt dyraþrepið. Hún var blágræn í frman og hvítan í aug-
unum gul. En ég gat ekki verið að stumra yfir Öggu, því að nú greip
Túfik i handlegg' mér og benti.
Bíll Tobbu var að koma eftir götunni. Við hliðina á Tobbu sat
brúðurin, íklædd hálstrefli Öggu, með bómullarhanzka og knipplinga-
gluggatjald yfir höfðinu. Hún grét hástöfum. f aftursætinu var brúð-
armær hennar, ung sýrlenzk kona með ungbarn á handleggnum og
fjögur önnur svarteygð börn kringum sig. En þar með var samt ekki
allt upptalið. Fyrir framan vagninn gengu — hægt og virðulega —
þrír alskeggjaðir karlmenn, tveir í frökkum og einn í röndóttu vesti,
og blésu í einkennilegar tvöfaldar flautur, sem gáfu frá sér ýlfrandi
hljóð. Og allt um kring var hópur af konum og börnum, sem báru
blikkpönnur og pappirspoka fulla af þurrkuðum baunum, sem þau
köstuðu frá sér allt hvað af tók.
Frh.
---\