Spegillinn - 01.11.1953, Side 11
SPEQILLINN
167
Fiskinum var nú ekið upp á
markaðstorgið, ekki þó af
því að Doson byggðist við
neinni sölu, lieldur til að
stríða útgerðarmönnunum,
ogreyna þolrifin í fisk-heild-
söluniun, en enginn þeirra
þorði að kaupa nema einn,
sem heitir Wright og sagðist
þá vera að drepast, hvort sem
væri. Honum verður svo reist
standmynd í Grimsby, þegar Doson er orðinn einvalds-
herra. Kössunum var nú von bráðar hvissað upp á bíla,
og ekið áleiðis til London, en áður náðum við rétt að gefa
heilbrigðisfulltrúanum langt nef, en hann hafði reynt að
tefja okkur eins og liann gat.
Leiðin til London er eins og frá Revkjavík norður á
Hvammstanga, en mín vegna hefði það eins mátt vera
Blönduós, svo vel fór um mann í lúxusnum hjá Doson.
Rétt eftir að lagt var af stað, varð mér það á að geispa;
þá var Doson samstundis kominn með dragon að hella
ofan í mig. Eftir það geispaði ég oft.
Eins og höfðingjar áður plöguðu í kaupstaðarferðum,
urðum við viðskila við fisklestina, þegar til London kom,
því að Doson sagðist þurfa að sýna okkur skrifstofuna sína,
og hún reyndist líka sannarlega frnmleg. Þar voru sem
sé engar mublur nema eitl
skrifborð. Sjálfur settist
Doson upp á borðið en við
hinir í hring á gólfið. Flutti
liann þar tölu mikla, en af-
sakaði það við okkur, liann
væri nú annars vanari að
láta verkin tala fyrir sig, og
átti þar sýnilega við járna-
ruslið. I skemmstu máli sagt,
kvaðst hann ætla að skaffa
þjóð sinni almennilegan fisk og jafnframt gera endi á pínslu
togaraeigenda á almúganum. Var þessi ræða öll hin álirifa-
mesta og á eftir gaf Doson okkur dragon, sem hann hafði
falið í skrifborðinu.
Daginn eftir vorum við aftur komnir til Grimsby, en þar
hafði sumt af fiskinum orðið eftir, og var það flakað í
fiskiðjuveri Dosons. Þar hitti ég merkastan mann, Sullivan
flakara, og þurfti ekki nema stutt viðtal til þess að sjá,
að maðurinn var einlægur Islandsvinur, en svarinn fjand-
maður togaraeigenda. Þó skal því ekki neitað, að mér varð
tíðar litið á blómarósirnar við vinnuborðin, en þær voru
allar í sloppum, sem á var
letrað Dawson Fisli. Mann-
skapurinn fékk þarna allur
ókeypis mat og aðrar veit-
ingar, og eftir flökunina var
slegið upp balli. Allar vildu
meyjarnar dansa við mig, en
hvort það hefur verið að
þakka persónulegu sexappíli
eða nælunni með myndinni
af Bjarna, skal ósagt látið.
Þegar heim kom, flýtti ég mér á fund Bjarna.
— Nú, hvurnig gekk? spurði Bjarni.
— Eins og þú sérð, svaraði ég, brosandi út undir eyru.
— Hvernig er stemningin lijá Bretanum?
— Alveg lista . . . að vísu tókst einni Grimbýblók að
mölva úr mér tvær tennur, en Doson sagði nevermænd
og lofaði að gefa mér heilan garð í staðinn, ef ég vildi. En
annars er ég hérna með ferðareikninginn. Hann er ekki
hár, eins og þú sérð; ég vildi gjarna gefa gott fordæmi þeim
til eftirbreytni, sem ferðast á vegum ríkisins.
— Nei, þetta virðist vera hóflegt, sagði Bjarni.
Já, hann getur bölvað sér upp á, að reikningurinn er
hóflegur. Ég skrifaði h ann sem sé í fjórum eintökum, og
nú fer ég til hinna ráðherranna með hin þrjii.