Spegillinn - 01.11.1953, Page 14
170
5PEQILLINN
Er vetur nálgaðist var Díalín enn ókomin heim úr utan-
förinni, sem ekki var samkvæmt áætlun, svo frú Hallbjörg
var farin að undrast um hana og óskaði, að hún væri komin
og bar margt til. Hún settist því við að skrifa henni og eru
eftirfarandi kaflar úr því bréfi:
— Kæra Díalín mín. Sumri liallar, bæði í ríki Rósin-
kransar og ríki náttúrunnar, en það er nú máske ekki svo
undarlegt. En mér finnst einhvernveginn að víðar halli og
það gerir mig órólega, jafnvel að sumri menningarinnar
halli, eftir því sem ég hef litið á þá árstíð. Það er eins og
ýmislegt rótgróið sé að raskast, svo þú gerðir fóstru þinni
mikinn greiða með því, að koma heim, henni til styrktar
í baráttunni. Mér finnst að sjaldan liafi jafn margt gerzt
hér á jafn skömmum tíma og það veldur mér líka kvíða.
Þú mannst liversu oft ég lief farið lofsamlegum aðdáun-
arorðum um hann Ríkharð okkar, sem vorn allra snjall-
asta myndhöggArara. Eg hef sko talið mig alveg örugga með
það, þar sem liann hefur alltaf verið með þeim allra efstu
við jötuna, ég meina hlotið háan styrk til iðkunar listar-
innar, sem ætti að vera nokkuð öruggur mælikvarði á gæði
hennar. Ég ætlaði því að gera mér bílferð norður á Arnar-
stapa og hafa ánægju af að sjá eitt af beztu listaverkum
hans, vörðuna hans Stephans G. með sín listrænu tákn í
eir og grjóti, þar sem myndir af skáldinu vita í þrjár höfuð-
áttir, en þær eru sennilega ekki fleiri í Skagafirði. Fyrir
þessum heiðursvotti við minningu skáldsins stóð ágæt nefnd
og bað Ríkarð að hjálpa sér. Þetta fannst mér rétt hugsað.
En nii kemur Björn Th. og finnst þetta allt forkastanlegt,
varðan, ræðurnar, listamaðurinn og pönnukökurnar. Má
hann nú biðja fyrir sér, að rekast ekki á listamanninn við
vörðurnar, því bratt eV austur af Vatnsskarði. Mér fannst
bresta hlekkur í menningarkeðjunni, því maður þolir svo
illa að blakað sé við þeim verðmætum, sem mest eru metin.
En þetta er ekki eins dæmi nú á tímum.
Svo átti dr. Páll afmæli og þá var nú mörgu, ég meina
margt fallegt og rétt sagt, en þá steig liann Jón minn Leifs
upp á sinn tind og kompóneraði eina Burlesku í Tímann
og var tóntegundin frábrugðin. Svo var að skilja á Jóni,
að meiri menn mætti- auðveldlega finna í bransanum, því
þar séu ekki allir miðlungsmenn, lieldur sumir í 3. flokki
Teichmúllers. Ég býst við að slíkra afburðamanna sé eink-
um að leita innan Tónskáldafélagsins, þar sem Leifs er og
Helgi og Siguringi og fleiri. Utvarpið tók þetta til athug-
unar og flutti skjótlega Sögusinfóníuna, en þá birti yfir
borginni, er rafstraumurinn rann ekki lengur til útvarps-
tækjanna, heldur allur til Ijósanna. Það er erfitt að átta sig
á ýmsu, Díalín mín, en við megum samt aldrei gugna við
menningarmálin.
Þá er það eitt tímanna tákn, að nú þykist liver meiri
maður en áður, sem blakað getur við gúðtemplurum og
telja eftir þeim allan fjárhagslegan stuðning, til þess að
hreyfa hvorki horn né skál. Ég held að þetta sé skakkt.
Og leyst hafa þeir af myndarbrag hótelvandamálið á fjöl-
farinni leið við Elliðavatn. Ég er á móti bjórnum, því ég
kýs mér heldur bragðbetri vín og kröftugri og er þar á
sama máli og gúðtemplarar, sem enn hafa forðað oss frá
honum með neitunarvaldi sínu. Hvað eigum við líka að
gera við bjór, þegar svartidauðinn flæðir yfir allt eins og
gúmmímálning, jafnvel inn á svæði, sem þurrkuð eru með
héraðabanni. Þá finnst mér það líka andmenningarlegt að
hnýta í liann Freymóð, sem vinnur svo markvisst að því,
að skapa innlenda dansmenningu, enda þótt það bitni á
málaralistinni. Svo er liann líka málvöndunarmaður og
fyrir það ættir þú að vera lionum þakklát, þótt afskipti
hans af þér væru kannske sár í svipinn. Nú má því gera
ráð fyrir, að hann fari að ítreka það við Eirík Hrein,
hvað kalla mætti polka og rumbu á máli Egils og Snorra.
Ekki er þó allt neikvætt, sem betur fer. Þannig er nú
sinfónían komin í örugga liöfn undir handleiðslu Villijálms
okkar og má því vænta skjótra og ákveðinna aðgerða,
tónlistarmenningunni til framdráttar. Var einn ákaflega
góður hljómleikur haldinn nýlega og vitanlega útvarpað
beina leið. Sagði Baldur að honum loknuin, að annað eins
hefði ekki fyrr heyrst og er ég tilleiðanleg til að trúa þeim,
sem bezt mega vita þar um. Þetta gladdi mig. Þó vil ég
ekki missa Jón minn, sem sérfræöilegan ráðunaut.
f myndlistinni hefur margt skeð, sem allt spáir góðu um
framtíðina. Uppi varð fótur og fit er það kvisaðist, að
reisa ætti Vatnsberann á svo háum stalli, að Gunnar í
ísafold næði ekki til hans og mátti telja þetta eins og brot