Spegillinn - 01.11.1953, Page 17
SPEGILLINN
173
Vb. Öddur ab íara til Frakklands með 40-50
tonn af hvalskíðum} sem notuð eru í lífstykki
aftur og éta innilialdið. Sem sagt: maður getur næstum
því unnið fyrir sér með því að éta kartöflur! Á þessu geta
menn séð, hvað framsókn er útsjónarsöm og glúrinn, þegar
hún tekur á því. Nú spyrja kannski einhverjir, hver borgi
mismuninn á niðurgreidda verðinu og liinu verðinu. Þannig
eiga menn helzt ekki að *spyrja, það gæti litið út eins og
tortryggni í garð stjórnarvaldanna. En ef menn langar
mikið til að vita þetta, þá verður náttúrlega að segja eins
og satt er, að neytendur borga mismuninn sjálfir. Það er
margt skrytið í kýrhöfðinu, og þarf raunar ekki kýrhöfuð
til, — eins og sagt var áður, er niðurgreiðslufyrirkomulagið
uppfynning framsóknar. Nú getur það komið fyrir, að
fyrrnefnd Grænmetisverzlun geti ekki keypt af nærri öllum
kartöfluframleiðendum, sökum ónógs húsrýmis og annara
óviðráðanlegra orsaka. Þá ganga framsóknarbændur hvar
sem þeir eru á landinu, fyrir öðrum, en síðan koma fram-
sóknarkartöfluframleiðendur í kaupstöðum. í slíkum til-
fellum borga l’ramleiðendurnir, sem ekkert er keypt af
hinum framÍeiðendunúm uppbót á sína framleiðslu. Þetta
heitir að sýna þegnskap og þykir mikil dyggð og göfug.
Nú ber að geta þess, sannleikans vegna, að ennþá er ger-
samlega ósannað mál, hvort niðurgreidd kartafla er á nokk-
urn hátt betri en óniðurgreidd; hafi t. d. meira næringar-
gildi, eða sé vænlegri til undaneldis. Vonandi tekur Gísli
þessa hlið málsins fvrir í næsta búnaðarþætti sömuleiðis
telja fróðir menn ekkert því til fýrirstöðu, að niðurgreiddar
kartöflur geti verið bæði myglaðar og stöngulsjúkar engu
síður en óniðurgreiddar, og fer málið þá að vandast til
muna. Ef til vill væri reynandi að spyrja forstjóra títt-
nefndrar verzlunar um reglur fyrir því, livaða kartöflur á
að greiða niður og hverjar ekki; en hann talar sem sagt
eins og hann sé að hvísla hernaðarleyndarmáli að frétta-
ritara Tímans, eða öllu lieldur eins og hann sé í þann
veginn að kingja niðurgreiddri kartöflu.
Kartöfluframleiðandi.
Kartöflusálmur
I vor var í jörðina jarðeplum sáð,
og jarðeplin fóru strax að spretta.
Og frömuðir ýmsir og Framleiðslurað
fóru nú að stúdera þetta.
Þau sögðust hafa vitað og séð að þciS var hœgt
að setja hér upp geysimikla kartöflurœkt,
því að importa kartóflur allan ársins hring
það er hin mesta svívir'Sing.
En nú vita sjálfsagt allir hve voðalegur er
vandi milli skers og báru að sigla.
Og hvaS sem öðru líður er í kartöflurnar hér
komin bœði hniiSorrnur og mygla.
Og löggiltir matsmenn fara löngum bunum í
að leita uppi skynsamlega orsök fyrir því.
En kartöfluframleiðendur koma með sitt pund
á kartöflumatsmanna futul.
Og síðan verður ályktun mörg og markvís gerð,
og mikiS er ]>dS jui fallegur siSur,
að gefa fyrir kartöflurnar geysimikiS verS
og greiSa þœr svo kurteislega niSur.
A kartöfluframleiSendur líta í líkn og náS
löggiltir matsmenn og FramleiSsluráS.
Og stjórnarvöldin dreymir bœSi nótt og nýtan dag
um niSurgreiSslufyrirkomulag.
Dóri.