Spegillinn - 01.11.1953, Síða 18
174
SPEGILLINN
Vatnsberinn” reistur bráðlega
en leynd yfir staðsetning lians
ii
35 gráður frá lóðréttu
Ég veit ekki, hvort þið skiljið þessa fyrirsögn; liún er
nefnilega táknræn, eins og abstrakt-málverkin.
Og hver skilur abstraktmálverk?
Jafnvel þótt þau séu hengd upp á vegg og látin liallast
35 gráður frá lóðréttu, þá skilur þau engin að heldur, nema
Björn Th. Nú má ekki skilja þetta svo, að vér séum að
bera Birni Th. á brýn neinar sveiflur frá lóðréttum
skilningi, heldur nefndum vér þetta sem dæmi upp á, að
35 gráðu halli frá lóðréttu dugir ekki í öllum tilfellum
til að gei'a lárétt liugsandi mönnum hlutina skiljanlega.
Ef einhverjir skilja ekki hugtökin lóðrétt og lárétt, má
geta þess, að staurarnir, sem lialda uppi umferðarmerkj-
unum standa yfirleitt lóðrétt áður en búið er að keyra
þá um koll, eftir það eru þeir láréttir. Þar sem lóðréttur
staur og láréttur mætast, heitir 90 gráðu horn, en hallist
lóðrétti staurinn eitthvað, breytist gráðutala hornsins í réttu
hlutfalli við halla staursins frá lóðréttu. Sama máli gegnir
um lárétta staurinn. Annars geta menn lesið um þetta í
Ólafi Dan. Nýlega fór u liér fram stórkostlegar heræfingar
á sjó. Kaninn ákvað að gera heiftþrungna flotaárás á Horn-
bjarg og ganga á land þar og lieilsa upp á þessar fáu hræður,
sem ennþá hafast við í kjördæmi Sigurðar frá Vigur.
Æfingarnar tókust með miklum ágætum að sögn útvarpsins,
en landgangan í Hornbjarg mistókst vegna þess, að skipið,
sem flutti landgönguliðið, hallaðist 35 gráður frá lóðréttu.
Þannig getur hallinn haft víðtæk áhrif á gang heimsmál-
anna, því ef skipið liefði skilað landgönguliðinu lóðréttu í
land á Hornbjarg, þá væri óttinn við Rússann sennilega
ástæðulaus í bili.
McConnick stjórnaði æfingunum úr dráttarbátnum
Magna, en þess er ekki getið, hvor þeir (dráttarbáturinn og
generállinn) hölluðust frá lóðréttu eður ei. Líklegt þykir
oss þó, að þeir hafi hallast, þótt vér vitum ekki gráðutalið
á hallanum. — En svo vér snúum oss að liversdagslegri
hlutum og því sem næst láréttum, þá skal þess getið, að
Fegrunarfélagið hefur fengið Hallbjörgu Bjarnadóttur til
að punkta upp á selskapinn, eins og það er kallað á láréttri
dönsku, sem kennd er í Gaggóunum. Einhvern tíma hefði
maður ekki trúað því að Hallbjörg og Fegrunarfélagið yrðu
nefnd bæði í sömu andránni, en hvað er það, sem ekki
getur skeð, þegar lóðréttir hlutir og láréttir leggja saman?
Fegrunarfélagið er sem sé ósköp lárétt og lítilsiglt félag,
en Hallbjörg hins vegar allt að því lóðrétt, a. m. k. meðan
hún er að syngja þótt vitanlega sé ekki loku fyrir það skotið,
að hún geti liallað sér eins og 35 gráður frá lóðréttu, ef þörf
gerist. Þannig mætti skrifa endalaust um lxinar lóðréttu
og láréttu hliðar mannlífsins, meðan skattpíndir þegnar
ganga þungum skrefum liinn lárétta veg hversdagsleikans,
en stjórnarskútan hallast a. m.k. 35 gráður frá lóðréttu.
N. N. cand. phil.
FÆREYINGAR
fengu fyrir nokkru heimsókn af uppstroknum offísera, dönskum, sem
vildi fá þá til að stofna heimavarnarlið í samlögum við dani. Afþökk-
uðu þeir boðið, en gátu þess jafnframt, til að stríða danskinum, að þeir
mundu verða tilkippilegir að stofna slíkt lið með Bretum, sem eru góð
viðskiptaþjóð þeirra og hafa aldrei sett á þá neitt löndunarbann. Ef úr
þessu verður, er það ekki í fyrsta sinn, sem frændur vorir hirða það,
sem vér erum búnir að fleygja.