Spegillinn - 01.03.1970, Blaðsíða 5
Stúdentspróf ætti
inntökupróf
í Kvennaskólann
Sjálfvirkar þvottavélar,
uppþvottavélar og gerfí-
bleyjur hafa óneitanlega
skapað konum sérréttindi,
sem segja nú æ meira til
sín í þjóðfélaginu. Þessi
réttindi hafa einkum verið
fólgin í:
A. Líknarmálum: Hjúkrun
sjúkra og farlama, hirð-
ingu gamalmenna, kirkju-
sókn og safnaðarlífi, al-
mennri fótsnyrtingu, upp-
eldi föðurleysingja, setum
á áhorfendapöllum alþing-
is.
B. Uppeldismálum: Önn-
ustu ótímabærra ungbarna
(vöggustofur), önnustu
tímabundinna heimilisleys-
ingja (barnaheimilin), í-
troðslu (allt frá sex ára
bekk ísaksskóla upp í
ijórða bekk Kvennaskóla),
barnavernd, hunda- og
kattavernd, kvikmynda-
eftirliti, og almennu vel-
ferðareftirliti í gegnum les-
endadálka dagblaðanna.
C. Annarri önnustu: Al-
mennri bankaönnustu,
símaönnustu, einkaritun,
allri almenningskaffíhitun
og súpusölu, fatafellingum
og skúringum.
Öll þessi sérréttindi krefj-
ast að sjálfsögðu aukins
náms. Það er lögmál, sem
jafnvel þingmenn okkar
viðurkenna flestir. Fyrsta
skrefið er að sjálfsögðu að
leyfa Kvennaskólanum að
útskrifa stúdenta. Og skal
menntunin að sjálfsögðu
miðast við framangreind
sérréttindi kvenna. Enda
hafa allir ábyrgir aðilar
þessa máls viðurkennt, að
sá væri starfsgrundvöllur
skólans. Næsta skref hlýtur
svo að vera að ikrefjast
stúdentsprófs inn í skólann
Yrði það gert með sama
hætti og í Kennaraskólan-
um, þannig að þeir, sem
útskrifast úr skólanum eftir
fjögur ár, taka þá um leið
inntökupróf í hann. Slíkt
kerfí ætti raunar að taka
upp við alla skóla og sér
að vera
hver heilvita maður, hvers
konar hagræðing það yrði
og raunar ágæt lausn á
yfirvofandi niðurskurði
stúdenta.
Þær menningarpútur, sem
þykjast vera að greiða kven-
réttindabaráttunni rot-
högg, slá beint út í vindinn
með því að ráðast gegn
sérréttindanámi kvenna.
Kvennaskólinn stendur
ekki jafnvel til höggsins
eins og allar þessar Fjel-
stæður og Ásdísir hafa vilj-
að vera láta. Spjótasend-
ingarnar munu lenda í
Kynferðislegur
fasismi I
(konan sigrar)