Spegillinn - 01.03.1970, Blaðsíða 3
LetÓart
Hið norrœna bros breiðist með hraða sólargeislans út
í þjóðlífið gegnum gjörvalla fjölmiðlun landsins. Hin
samnorrœna víma, sem breiddist út frá þinginu í norrœna
leikhúsinu núna á norrœnu dögunum, er hafin yfir alla
timburmenn. Kokteillinn, sem drukkinn var, hafði
að vísu hugrœn áhrif á þinggesti eingöngu. Efnahags-
lega hlýtur þó tilurð kokteilsins að verka mjög örvandi
á hvert vinnandi mannsbarn í landinu.
Við eigum að leita eftir samvinnu við frœndur okkar á
grundvelli hins samnorrœna andrúmslofts (veizlu-
skandinavismans) eingöngu. Fáránlegt vœri að eyði-
teggja hið góða samstarf, sem náðst hefur á þessu
sviði, með því að impra á verzlunarjöfnuði, gagnkvœm-
um lendingarleyfum flugrellna og öðrum slíkum hvers-
dagshlutum, sem engu máli skipta.
Ekki telja frœndur vorir eftir sér að brauðfœða þriðj-
ung íslenzku þjóðarinnar í sœnskum skipasmíðastöðv-
um ellegar á dönskum pensjónötum. - Er þá ofverkið
okkar að kaupa þrisvar sinnum meiri vöru af þeim en
þeir kaupa af okkur ? Ó ekkí.
Samkvœmt okkar frábœru aðlögunarhœfileikum œttum
við að geta gengið bœði í Nordek og Nordkult, þegar
tímar líða fram og okkur hefur tekizt að tileinka okkur
skandi-naivismann.
Okkur er Ijóst, að sundrað og dreift, fiskvœtt bœnda-
þjóðfélag eins og við á nokkuð langt í land að sam-
lagast hinum háþróaða skandinaviska kratisma, bœði
listrœnt og peningalega. Rithöfundar okkar œttu þó
ekki að þurfa meira en hundrað ára aðlögunartímabil
(miðað við fólksfœð) og ef til vill skemmri tíma, ef
slys bœri að höndum í íslenzku valnefndinni, sem
kúltúrgreinir íslenzkrar bókmenntir fyrir Norðurlanda-
ráð.
Unga kynslóðin hér á landi er eins og allir vita mjög
bráðþroska, enda er hún þegar farin að laga sig að
hinni skandinavisku fyrirmynd og reykir nú orðið
drjúgan skerf af hass-ópíum innflutningi dana, sem hafa
gefið dópið frjálst bœði fyrir sig og þá um leið fyrir
okkur frœndur þeirra hér norður á hjara veraldar.
Spegillinii
Spegillinn kemur út 10 sinnum á
árinu 1970. Áskriftargjald er greitt
í tvennu lagi, 190 krónur í hvort
sinn og greiðist fyrirfram, í
janúar og júlí. I lausasölu kostar
blaöið 50 krónur með söluskatti.
Samvizka þjóðarinnar
Ritstjóri: Jón Hjartarson
Aðalteiknari: Ragnar Lár.
Filmusetning og prentun:
Lithoprent
Afgreiðsla, áskrift: Sími 10461
Pósthólf 594, sími 42035.
5 Stúdentspróf ætti að
vera inntökupróf í
Kvennaskólann.
9 Meinhornið.
10 Andlitij^ níu.
11 Spegils-auglýsingar.
12 Samvinnutryggingar
hinar nýju.
13 Hæli fyrir rukkarana.
15 Bonanza, fræknir feðgar
í Selárdal.
20 Samnorræn andremma
21 Lesið milli lína.
22 Peningaveskið.
hans Gylfa Þonn.
24 Atvinnuleysisstyrkurinn.
26 Vessar: Blankholts
áætlunin.
28 Bókavaka.
29 Psálmur af pressunar
vélræðum.
30 Stjörnuspá.
31 Geggjaðasta persóna
landsins.
í næsta tölublaði Speg-
ilsins verður væntaniega
viðtal við 1. þingmann
Spegilsins, Björn ríka á
Löngumýri. Einnig er ráð-
gert að fjalla þar nokkuð
um undirbúning væntan-
legra borgarstjórnarkosn-
inga. Ef vér verðum í góðu
skapi, kemur kannski eitt-
hvað um trúðinn og
mannapann og um hlaup
frá Pontíusi til Pílatusar.