Spegillinn - 01.03.1971, Qupperneq 12

Spegillinn - 01.03.1971, Qupperneq 12
hversu garnir rekjast. Ég spái mjög í ilsig og tá- för og sé ég í þeim örlög stjórnmálamanna. Skipt- ir þar mjög sköpum, hversu fóturinn snýr, aftur á bak, áfram eða út á hlið. Mest sé ég þó í gegnum fingur við menn. Álfur þurfti er hér var komið að sinna börnum sínum, sem hann á mörg, og öll ung, en eigin- konan er mislit til fótanna og vinnur úti. Því næst féllst Álfur á að spá fyrir Snápi Spegilsins. Snáp- ur fór þvínæst í loftköstum inn á næsta bar. Til hans hefur ekki síðan spurzt. Sagt er, að æðstu valdamenn þjóðarinnar hafi standandi einkatíma hjá Álfí einu sinni í mánuði. Munu þeir og taka meira mark á niðurstöðum hans en niðurstöðum misvitra nefnda, svo sem kjararannsóknanefnda. ’t***•iWi .*•*♦*•*. 4i/i •*. 4Vdl .*•*•*•*. iWi •»*•*•*. ii /i ••***•*. U/k *•*•*•*. ii/k .••*♦*•*. Við leyfðum honum - Já, sko, það vorum við Bisted, sem upp- götvuðum Helga Tómasson og kenndum honum ballet, sko. Bisted er sko einn sá bezti, sem við höfum haft, sko. Hann stofnaði sko ballet á íslandi með mér. Já, já, og árangurinn er sko alveg frábær eins og sjá má á Helga Tómassyni. Sko, Bisted kenndi honum að dansa á sumrin úti í Tivolí, svo dansaði hann hérna hjá mér í Þjóðleikhúsinu á veturna, svo fékk Helgi að dansa með Jerome Robbins, og svo fékk hann að fara með honum til Bandaríkjanna, sko. Við leyfðum honum það fúslega, við Bisted, af því að hann var svo góður, sko. Svo leyfðum við honum að verða einn af þeim beztu. Svo leyfðum við sko Helga Tómassyni núna um dag- inn að koma fram í sjálfu Þjóðleikhúsinu, sko, eins og hann hafði lengi langað til. Gulli. 12

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.