Spegillinn - 01.03.1971, Page 11

Spegillinn - 01.03.1971, Page 11
Snápur: Þér spáið mikið? Álfur: Já, ósköpin öll. Snápur: Hefur þú - þér nokkurn tíma spáð fyrir dauðra frægs fólks. - Til dæmis stjórnmálamanna ? Álfur: Ja-á, allra þeirra. . Snápur: Hafa þær spár rætzt? Álfur: Þær munu rætast. Snápur: Hefur þú spáð fyrir næstu kosningum? Álfur: Já, þaheldég, ja-á, já! Snápur: Hvernig fara þær ? Álfur: Þær fara illa. Snápur: Akkúrat. Álfur: Það er sagt, að vegurinn til vítis sé varð- aður góðum áformum. Þess vegna sigra þeir, sem gefa flest kosningaloforðin. Að kosningum lokn- um éta þeir aftur oní sig öll loforðin, líkt og væru þau hákarl í trogi. Svo munu þeir fara i stríð við sjálfa sig og landið. Ríkið verður gjaldþrota. Snápur: Hvernig mun flokksforingjum reiða af? Álfur: Illa. Þeir munu fara hinar mestu hrakfarir. Ekki mun Framsókn takast að losa sig við Óla Jóh. Hins vegar mun þeim bætast annar Ólafur. Hann er Björnsson. Verða miklir fagnaðarfundir með þeim nöfnum og ræða þeir „haftastefnu Framsóknar“. Hafsteinn mun koma hrakinn mjög úr kosningum og af honum týnt liðið mestallt, það sem var honum fylgisspakast. Mun Geir þar mestu illu valda, og Gunnar og Albert, sá sem hundarnir ílaðra upp um. - Ég spái, að Björn á Löngumýri muni setjast í forsæti að kosningum loknum, því að hann er mestur skörungur á þingi og hefur þann kostinn, að ógerningur er að sjá, hvar í flokki hann stendur, enda er hann þingmað- ur Spegilsins. Vinstrasamstarf mun leiða til slíkra kærleika milli þeirra Magnúsar og Gylfa, að þeir munu saman stofna nýjan flokk báðir, sitt í hvoru lagi og verður þá enginn flokkur jafnbrotinn og vinstra flokksbrotið í landinu. Hannibal mun áfram líta á sig sem vinstri mann og verður það hans ógæfa. Snápur: Hefurðu nokkuð spáð fyrir náttúruham- förum ? Álfur: Já, mikil ósköp, ég spáði fyrir menguninni frá álverinu. Ég spáði líka fyrir sprengjunni miklu við Mývatn og þeim náttúruverndarkrampa, sem nú skekur alla Þingeyinga. Ennfremur spáði ég fyrir því, er kálfurinn drapst í fjóshaugnum aust- ur í Vorsabæ á Skeiðum. Snápur: Hvað um fiskirí? Álfur: Ég sá fyrir, hvað Jakob Hafstein dró marga laxa upp úr Jóni á Laxamýri. Ég sá það líka fyrir, að laxinn villtist upp í Kollafjarðarstöðina í sum- ar. Ég sé líka fyrir mér mikið kúttmagastríð. Munu landsmenn allir fara að veiða kúttmaga og verður það ofveiði. Snápur: Hvenær hafðir þú fyrst pata af því, að þú hefðir spágáfu ? Álfur: Það mun hafa verið, þegar ég var á sjötta ári. Þá hengdi ég kött - og vissi þá þegar, að ég yrði hýddur - hvað og rættist. Snápur: Heyrir þú nokkurn tíma raddir? Álfur: Einungis, þegar ég er þunnur, sem er sjald- an. Ég er fyrir löngu hættur að taka mark á þeim. Snápur: Spáir þú nokkurn tíma fyrir sjálfum þér? Álfur: Einu sinni. - Það hef ég ekki þorað síðan. Snápur: Hví þá ekki ? Álfur: Ég varð svo óttasleginn, að það hefur ekki runnið af mér síðan. Snápur: í hvað spáir þú? Álfur: í stjörnur, tungl og hálfmána, í bolla, kaffikorg, kaffi og með því. Ég spái í ártöl, hára- lit, skalla, göngulag kvenna, tennur dauðra manna, meragarnir, og fara þar mjög eftir örlög höfðingja, 11

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.