Spegillinn - 01.03.1971, Blaðsíða 30

Spegillinn - 01.03.1971, Blaðsíða 30
VATNSBERINN: Nú er mælirinn fullur. Hassneyzla þín orðin meiri en brennivínsdrykkjan. Farðu strax inn á Klepp og heimtaðu pláss. - Taktu ekki mark á þeim, þótt þeir segi, að það sé uppselt. Þú átt heimtingu á aðgangi eins og aðrir. FISKARNIR: Vinur! Láttu ekki gull þér úr greipum ganga. Nú er rétti tíminn til að selja sálu sína, kosningar í nánd. Það er bara blekking, að þú hafir einhverjar skoðanir. Þú hefur enga skoðun í pólitík aðra en þessa einu réttu, og það er alveg sama hver hún er, ef þú færð eitthvað út á hana. HRÚTURINN: Hættu við tékkafalsanirnar, fljúgðu utan, greiddu fargjaldið síðar. Farðu Svo að smygla hassi. NAUTIÐ: Heilsaðu upp á ömmu þína. Hún fær slag, ef hún sér þig. Þá er arfurinn laus. Láttu Guðjónsen ekki sjá þig næstu vikur á eftir. TVÍBURARNIR: Það er nú hundrað prósent öruggt, að þú átt ekki inni fyrir skuldum þínum. Flyttu norður í Þingeyjarsýslu til kollega þinna. Fáðu þér maurasýru. KRABBINN: Segðu ekki frá því strax, að þú hafir misst þennan mink út úr lúkunum á þér. Fáðu heldur skátana til þess að múta þér til að segja, að kvikindið sé frá Skeggja- stöðum. Þú ættir að losa þig við hlutaféð og fá þér heldur bréf í flugfélaginu Þór i Keflavík. LJÓNIÐ: Þessi kauphækkun var aðeins fyrirsláttur hjá forstjóranum. Hann hækkaði það við þig til þess að geta svo sagt á eftir, að fyrirtækið hafi ekki efni á svona dýrum mönnum. Biddu strax um kauplækkun. MEYJAN: Farðu nú að tékka á því, hvort helvítis lögfræð- ingsfíflið hefur skilað skýrslunni þinni. Þú manst, hvernig þetta fór í fyrra. Gerðu ráð fyrir, að skatturinn þefi upp rófurnar. VOGIN: Þú ættir að bregða þér á góufögnuð svona til að halda rútínunni frá þorrablótunum. Það getur verið stór- hættulegt að grenna sig mjög snögglega. Reyndu að komast í Lions svo að þú hafir einhverja íjarvistarafsökun frá kerl- ingunni, pottþétta. SPORÐDREKINN: Þú ættir að fara að ráðstafa eignum þínum. Hefurðu ekki séð glottið á krökkunum. Það þýðir ekkert fyrir þig að trimma, þú ert búinn að fá kransinn. BOGMAÐURINN: Legðu þig allan fram við trimmið. Fækkaðu kílóunum, fáðu þér heitar og kaldar sturtur. Skildu svo við konuna þína. Þú hefur ekkert við hana að gera. Heilsan leyfir ekki nema eitt trimm. STEINGEITIN: Það var ekki nema maklegt, að þú yrðir lækkaður um launaflokk. Þú veizt ósköp vel að stéttin er gagnslaus. Vertu ekki alltaf að reyna að fá inni í Velvak- anda fyrir þetta nöldur þitt. Farðu heldur inn á almennings- klósett og skrifaðu kvartanir þínar þar. Stokkhólmsbréf frá Hrafni Gunnlaugssyni Jæja, þá er maður nú kominn til Stokkhólms. Ég verð nú að segja það, að ólíkt kann ég nú betur við danska húmor- inn - ég kom nefnilega l'yrst til Danmerkur og beið þar í 2 klst. eftir ferjunni hingað - þú skilur elsku Hattímas minn, að ég get ekki orða bundizt, en bið þig að leiðrétta stafsetninguna mína og aðra vitleysu . . . ég hef nú verið 3 kortér hér í ríki svía. Auðvitað dembdi ég mér beint í fyrirlestur . . . og vitiði barasta hvað! Það eru 3000 leikhús í Svíþjóð. Kennarinn sagði það. Þetta var heldur almennilegur kennari með ljóst hár og þrjú doktorspróf, (sagði mér reyndar sessunautur minn) og svo setti hann okkur fyrir að skrifa ritgerð um, hve jákvætt það sé fyrir leikhúsin að hafa öfugugga innan sinna vé- banda. Ég er búinn. Jæja Hattímas. Ég býzt nú við, að þig og lesendur okkar fýsi að fá einhverjar almennilegar fréttir af Svíum og hvern- ig þetta er nú allt saman hérna. Ég verð nú að segja eins og er, að það er svo mart að sjá, að ég get örugglega sent þér 2 bréf á dag um lífið í Stokkhólmi, so get ég líka alltaf þýtt fyrir þig leikhúspistla, sem Ólafur minn Lagarkrans skrifar daglega í sinn Mogga. Þetta er skynugur kall og kann á lífið hér. Hann hefur t. d. lofað að kenna mér ým- islegt - samt verð ég nú að segja það, Hattímas, að þó ég hafi ekki verið hér sérlega lengi - ekki eins lengi og Lárus á Tímanum, þá held ég, að Svíar séu þurrkuntulegasta fólk sem hefur hitt mig. Óli Lagarkrans sagði mér t. d., að stelpur í leikfangabúð- um brostu yfirleitt ekki framan í drengi. Ég ætlaði inn í eina soleiðis búð um leið og ég kom hingað, en þá var hún svo drembin á svipinn. pæjan scm afgreiddi. að ég þorði ekki inn. Ég vildi ég væri orðinn soldið stærri og gæti brosað eins og þú, Hattímas minn. Finnst þér Svíar þurr- kuntulegir ? 30

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.