Spegillinn - 01.08.1971, Síða 5

Spegillinn - 01.08.1971, Síða 5
 Upp rís ég fölur. Sem mér ormar ófu . . . Ég sem fœ ekki sofið . . . Bleikum lit . . . bundin er dögun hver og dökkum kili. . . Æ, hvað er þetta? Ekki ráðast á mig, ég hef ekkert gert, ég er góður strákur. Drottinn minn, ég hef feng- ið martröð. Þetta var ljóti draumurinn. Þetta er allt saman þessum íjárans stjörnufræðingi að kenna. Ég er alveg hættur að sofa ærlegan dúr á nóttunni. Hvað á þetta eiginlega að þýða ? Og nú er ég orðinn þingmaður. Ég verð að reyna að komast yfir þetta. Verstur andskotinn, að ég skyldi senda skeytið til sak- sóknara. Það var nú ljóta fljótfærnin. Það var sko víxill, sem féll eftir kosn- ingar, eins og einhver sagði. En ég varð að sýnast hress í augum kallanna fyrir vest- an. Skárri væri nú, ef ég hefði lyppast niður og þeir trúað öllu þvaðrinu í skýja- glópnum. Ég skal sko ná mér niður á þeim djöfli, þótt síðar verði. Líka á Eykoni helvítinu, það er ég viss um, að hann stóð á bak við að birta þennan andskota í Mogganum. Það var sko eitthvað Ey- konskt við þessa árás. Verst að ég skyldi senda bévítans skeytið. Allt þessu brenni- víni að kenna, það er ég viss um. Ég sem las það í Táningabókinni að drykkja í hófi skemmi ekki lifur, maga eða nýru, og dragi heldur ekki að ráði úr heilastarfsemi. Að ráði, því verður ekki neitað, að það stóð, dragi ekki að ráði úr heilastarfsemi. Sá, sem byrjar að drekka ungur, margfaldar hættuna á því, að hann fari að drekka sér til vandræða. Þetta stóð líka í Táningabókinni. Ætli margir fleiri en ég viti, að alkóhól og eter eru svipuð að efnafræðilegri samsetn- ingu ? Areiðanlega ekki, enda ekki allir fram- kvæmdastjórar Rann- sóknaráðs. Hvernig var nú aftur formúlan, ég sem mundi hana í partíinu í gær. Já formúla alkóhóls er C H OH, en eters C H - 5

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.