Spegillinn - 01.08.1971, Blaðsíða 17

Spegillinn - 01.08.1971, Blaðsíða 17
kennd, karlskömmin. Heli- ir yfir mig svívirðingum, eins og það sé mér að kenna, að hann hafði ekk- ert fylgi í prófkjörinu, ég ætti að kannast við, hvern- ig það er. Hrollvekjan hans Ólafs hafði ekkert að segja. Hvaða mark er líka tekið á svona mönnum, sem eru bara með leiðindi. Víxill- inn fellur í haust, segja þeir, ekki borga ég hann. Hvað ætli ég hefði annars gert, ef Gylfi hefði ekki reddað mér frá því að fara aftur í stjórn. Ég skil ekki almennilega, hvað fólk hef- ur á móti gengisfellingum. — Jæja, bezt að fá sér einn lítinn og hugsa ekki um það. Það vildi ég, að Óli Jó felldi gengið. Vestur í Selárdal eru vor- annir ekki hafnar. Bónd- inn hefur átt í öðru að I snúast. Það eru blikur á lofti og bóndi gáir til veð- urs. Þau eru öll válynd. Hann er búinn að ganga berserksgang um alla Vest- firði og hrekja andstæð- inga sína út í yztu myrkur. Mikill ert þú Hannibal, hugsar hann. Aumingja Birgir Finnsson og Stein- grímur á Brú. — Ég reyndi að hlífa þeim eins og ég gat, enda báru þeir ekki hönd fyrir höfuð sér, lögðu bara niður rófurnar og spangól- uðu, þegar ég birtist. Nú er ég einvaldur á ís- landi, með tvo stráka mér við hlið, Magnús Torfa og Bjarna. Ætli sé nokkurt lið í þeim. Ætli þeir fari að ibba sig við mig. Björn verður þægur. Hann átti þá eitthvert fylgi eftir allt sam- an. Nú er ég búinn að ganga af krataflokknum dauð- um. Næst verður það mad- daman. Ég þarf að kljúfa hana líka. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. Kommana verð ég að kúga. Verst, að ég skyldi ekki hirða af þeim meira fylgi. Það held ég verði völlur á kalli, þegar hann kemur á þing með sína sveit. — Ég á engan minn líka, síðan Jón Arason leið. Austur í minnsta sovjeti veraldar, situr hörkulegur kappi og skyggnist á haf út, til austurs. Hann glottir við og dólgslegur glampi færist yfir augnaráðið. Nú er allt komið heilt í höfn. — Nú mun ég stýra. Arn- aldsstrákurinn hefur þjón- að nógu lengi þessum hempulausa prestskap. — Furðulegt, að strákurinn skuli hafa komizt á þing. Nú skal hann þegja. Og ég mun einn öllu ráða. Magn- ús Austri má rausa það hann vill. Hér kem ég aust- an að við annan mann og læt kné fylgja kviði. Sovét- ísland, óskalandið, hvenær kemur þú. — Skítt með það. 17

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.