Spegillinn - 01.08.1971, Qupperneq 10

Spegillinn - 01.08.1971, Qupperneq 10
Kæru lesendur! Mér finnst ég eiga fullan rétt á að segja sannleikann. Og auk þess eigið þið rétt á að vita hann. Þess vegna tók ég mig til, þegar ég losnaði af spítalanum og var batnað í þindinni, og fór að reyna að rifja upp atburðarásina. Ég var alveg sannfærð um, að fjölmiðlarnir hefðu líka áhuga á því, sem sannara reyndist, þannig lagað. Sitthvað hefur auðvitað verið að böggl- ast fyrir manni, en ég man þó, að ég fór upp í rútu. Síðan man ég lítið nema bara pöddurnar og ánamaðkana alls staðar. Þetta er staðreyndin í málinu. Unga fólkið var Ó.K. Ég var orðinn hundleið á að fara alltaf á Þingvöll um hvítasunnuna. Það var líka ekki hægt fyrir útlendingum, sem eru búnir að leggja undir sig það litla af staðnum, sem ekki er enn komið undir sumarbústaði. Það er ósköp lítið púður í því að mega ekki einu sinni leggjast í lyngið á Lögbergi helga án þess að koma blá og marin í bæinn eftir lögguna. — Það er bara ekki hægt að rugga sér eina helgi þarna í vöggu lýðræðisins fyrir afskiptasemi hins opinbera. Æjijæja, svo við stelpurnar ákváðum bara að fara á þessa hjálpræðissam- komu þarna í Saltstokk. Þeir hjá bæn- um voru víst búnir að sjá sona hátíð í bíó og ætluðu að gera eins og í Ameriku. O.K., ekki skyldi standa á okkur. Unga fólkið hefur völdin þessa einu helgi. Við hugsuðum sem svo: Það er bezt að nota réttindin. — Við treystum unga fólkinu, sögðu þeir. Og ætli ekki, sögðum við. Það var ekki 10

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.