Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1925, Page 7

Stúdentablaðið - 01.12.1925, Page 7
ur um stjórnarkúgun og- menningarofríki erlendrar þjóðar annarsvegar, en lítilþægni og vanadeyfð hinsvegar. En slíkt er ekkert einsdæmi. Norðmenn eiga svipaða sögu að segja, eða jafnvel enn ömurlegri. En þrátt fyrir alt var stofnun háskóla í Osló úr- slita-atburður í baráttu Norðmanna fyrir endurreisn þjóðfrelsis og þjóðmenningar. Úrslit háskólamálsins hjá oss hafa þó ef til vill haft enn afdrifaríkari áhrif á sjáif- stæðismál vor. þá sameinast í fyrsta sinn um langan tíma andstæðurnar í þjóðmál- um okkar undir merki Jóns Sigurðssonar — í minningu mestu sjálfstæðishetju þjóð- ar vorrar um langan aldur. 1911 bendir fram til 1918 svo ekki er um að villast. Háskólamálið var og er sjálfstæðismál. Háskóii íslands er og á að verða einskon- ar veð-trygging, sem gefin er í framtíðinni til varðveislu og þroska menningarlegu og pólitísku sjálfstæði ríkisins. þetta var Sjálfstæði Islendinga. Háskólinn og Stúdentagarðurinn. I. Eins og kunnugt er, var Háskóli Islands stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911. þau málalok eiga sér langa og merkilega sögu, þótt hér verði ekki rakin. En vonandi er að það verði gert áð- ur langt líði. það er að vísu mál komið til þess, að alþjóð verði það ljóst, hve mik- ið hún á að þakka hugsjónaþreki og ein- urð þeirra manna og kvenna, sem fyrst vöktu máls á háskólahugmyndinni — á þeim árum er það þótti stappa næst land- ráðum, að láta í Ijósi nokkra hugsun, er snerti sjálfstæði íslendinga. Saga háskólamálsins hjá okkur er ekki aðeins saga um djarfar hugsjónir og víð- sýna framsókn. Hún er líka sorglegur vott-

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.