Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 26

Stúdentablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 26
STÚDENTABLAÐ 1925 20 hana. En börnin hennar unnu í kyrþey og vissu þó meir um heiminn en heimurinn um þau. En sú kom tíðin að menningar- þjóðirnar neru stírurnar úr augunum og varð starsýnt norður í höfin, þar sem ey- konan bjó. þær komu þar auga á ýmiskon- ar verðmæti, er þær sjálfar hefðu fegnar viljað eiga. Og frægð íslands fór víða og það hlaut virðingarnafnið Sögueyjan. Al- drei má það spyrjast, að fósturland vort teljist óverðugt að bera þetta nafn. En þá megum vér heldur ekki missa útsýnið yfir heiminn. Og vér verðum að kynnast hon- um af eigin sjón. Stúdentar vorir eru fæstir svo fjáðir, að þeim sé kleift að kosta utanför sína af eig- in efnum. En út verða þeir að fara! Að því verður að stuðla og það hafa stúdenta- skiftin gert. En eins og eðlilegt er, þá eru þau enn f of smáum stíl. Stúdentaskifti þurfa að verða við miklu fleiri þjóðir. Allir stúdentar verða að eiga kost á því að kom- ast utan á námsárunum, meðan þeir eru næmastir fyrir hvers konar áhrifum og hæfastir til að færa sér þau í nyt. Á sama hátt er það nauðsynlegt, að greidd sé gata erlendra stúdenta, sem hafa áhuga fyrir að kynnast landi voru og þjóð. Eins og sést hér að framan hafa þegar komið hingað nokkrir á vegum Stúdenta- skiftanefndarinnar.þessir menn hafanumið hér íslensku, ferðast um og kynt sér land og þjóð, menningu hennar og sögu. þeir hafa notið hér íslenskrar gistrisni og feng- ið vinarþel til lands og þjóðar. þegar þeir koma aftur heim á ættjörð sína, minnast þeir íslands með hlýjum hug. Margir þeirra hafa flutt erindi um ísland og íslensku þjóðina í heimalandi sínu, ritað vinsam- lega og af góðum skilningi um þjóð vora í erlend blöð og tímarit og vfir höfuð auk- ið þekkingu á íslenskri menningu erlendis. þessir menn ættu að vera oss aufúsugestir og verða seint of margir, því að þeir styðja ITtgefandi: Stúdentarðð Háskóla að því, sem oss sjálfum er áhugamál: að gera garðinn frægan. Kristinn E. Andrésson. -----o---- Hulduland. eftir Arne Garborg. Úr hafi lyftist hulduland við himinlind, í aftankyrð með blámaband um brattan tind. í móðu’ eg sá við mararband svo marga stund, þann helga stað, það ljúflingsland með lokuð sund. ]iar blundar tigin tindaröð sem töfrahöll. En þegar kvöldsól glitrar glöð hún glóir öll. Er aftanroðans bál og blóð á brautu snýr, þar logar alt með eld og glóð og æfintýr. þar glitrar mjöll og glampinn skín af gulli hreinn, og loftið er sem eldrautt vín og eðalsteinn. En glóðin dvín í blikubönd sem bál um kvöld, og aftur hjúpast huldulönd í húmblá tjöld. Og friðinn þar eg þrái mest hvern þungan dag. Er, landið fyrst úr sævi sést við sólarlag. Fr. Gunnarsson þýddi. Islands — Prentsmiðjan Acta 1925.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.