Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1925, Page 10

Stúdentablaðið - 01.12.1925, Page 10
4 STÚDENTABLAÐ 1925 fer sannarlega vel á því, að láta hann vera síðasta steininn, sem lagður er í hið glæsta hof hins unga, íslenska þjóð- frelsis. Hann tengir hið liðna framtíðinni, gerir það kleift, að kaupa það, sem glat- að var með tárum og trega feðra og mæðra á ánauðaröldunum, á þann hátt, að búa sem best að óskasonum og foringjaefnum framtíðarinnar. það verður ekki á annan hátt gert. Við minnumst Stúdentagarðs- ins nú og heitum á alþjóð til styi’ktar hon- um. í dag á hann að standa okkur öllum fyrir sjónum eins og sjálf framtíð lands vors: bjartur af djörfum og drengilegum hugsjónum, gróandi af ungum vonum — hugsjón þjóðar, sem fagnar framtíð sinni. þorkell Jóhannesson. Stúdentaráðið fimm ára! „það starfar kannski eitthvað fyrst í stað og svo er það búið að vera og er þá eins gott að stofna aldrei til þess“. Svona hugsuðu og töluðu efalaust marg- ir fyrir fimm árum, er til Stúdentaráðs- ins var stofnað. Svona heilsa hugsjónalausir letingjar öllum nýmælum. Með þvílíkum rakalaus- um hrakspám tekst þessháttar fólki oft undravel að koma nauðsynlegustu fyrir- tækjum fyrir kattarnef, eða vængstýfa þau svo, að þau fái aldrei lyft sér til flugs. Hlakka þeir þá yfir andvana afkvæmi hugsjónamannsins og segja með spekings- svip: „Sagði eg ekki að svona mundi það fara!“ En að Stúdentaráðinu stóðu bjartsýnir hugsjónamenn, sem trúðu á sigur málefn- is síns og spurðu enga „spekinga“ ráða — sem betur fór. Nú er Stúdentaráðið fimm ára. Á því sér engin ellimörk. það vakir og starfar í dag eins vel og á stofnári sínu. Enn er því of snemt að hugsa um lík- ræðuna. 1 Markið, sem Stúdentaráðið setti sér fyrir fimm árum, vai1: að gæta hagsmuna stúdenta í hvívetna, og vera fulltrúi þeirra innan og utan Iiá- skólans. í fimm ár hefir Stúdentaráðið stefnt að þessu marki og eigi hvikað af réttri braut í aðalatriðum, þótt vitanlega megi finna smávegis að ýmsum gerðum þess. Margir erfiðleikar hafa mætt því á leið þess. Stúdentarnir, sem það var að vinna fyr- ir, hafa stundum misskilið starf þess og sýnt því og fyrirtækjum þess minni rækt en skyldi. Við fátækt hefir það jafnan átt að stríða og stundum svo, að sumar stofnanir þess hafa ekki átt fyrir burðargjaldi und- ir nauðsynleg bréf.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.