Stúdentablaðið - 01.12.1925, Page 11
192»
STÚDENTABLAÐ
n
í þeim málum í'áðsins, er alþjóð varða,
hefir oft skort mikið á réttan skilning al-
mennings. Honum er að sumu leyti vor-
kunn; hann er of ókunnur högum stúd-
enta og háskóla vors til þess að geta dæmt
réttilega um þau mál.
Vér stúdentar getum ásakað oss sjálfa
harðast fyrir þetta. Hví fræðum vér al-
menning eigi betur um, hverir vér erum
og hvað vér viljum?
All útbreiddur er sá orðrómur, að stúd-
entar sé fyllisvín og flagarar, menta-
snauðir angurgapar og ómenni í hvívetna.
Á þessu er alið áratug eftir áratug af
ábyrgðarlausum slúðurberum og illviljuð-
um blaðasnápum.
Leiðast er þó, er menn, nýskriðnir úr
skóla, og sem sjálfir hafa af litlum dygð-
um að láta, básúna þetta út til þess að
fara eigi í bága við afvegaleitt almenn-
ingsálit. þessa dæmi þekkjast, og er ófróð-
um vorkunn, þótt þeir leggi trúnað á orð
þessara manna, „sem sjálfir eru stúdent-
ar“.
Eg veit, að vér stúdentar erum í mörgu
breyskir og um margt ábótavant. En
hvern furðar á því, þótt vér líkjumst feðr-
um vorum og frændum?
Vitanlega er þetta engin afsökun. Vér
eigum að verða þeim fremri um alt gott.
Eg held, að stúdentar stefni rétt, og eftir
margra ára náin kynni af félögum mínum,
fullyrði eg það, að með fjölmörgum þeirra
býr öflugur vilji til fagurs og fullkomins
lífernis, hugsjónir og fórnfýsi í ríkara mæli
en eg hefi fundið annarsstaðar. Eg veit, að
íslenskir stúdentar eiga eftir að afsanna
þær sakir, sem daglega eru bornar á þá,
miklu oftar með röngu en réttu. Hver sá
vinur, sem vill oss til vamms segja, komi
til vor. Munum vér þá margir rétta honum
höndina til samvinnu og siðbóta.
En sá, er nagar oss á bak og ber út
um oss órökstuddar fleypursögur, missir
ekki einasta marks — ef vilji hans var að
Fyrv. form. Stúdentaráðsins
Stud. mag'. (lumil. Inndriðason, veðurfræðingur.
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
siðbæta oss — heldur vinnur hann öllum
tjón, sjálfum sér mest, því næst þeim
málum, sem vér viljum vinna þjóð vorri til
heilla, en oss sakar hann minst.
þessir menn, og andstætt almennings-
álit hafa oft og tíðum verið Stúdenta-
ráðinu og þeim mönnum, sem hafa rekið
þess ei'indi, örðugleikarnir mestu.
En þrátt fyrir þetta alt hefir Stúdenta-
ráðið fengið áorkað ótrúlega miklu á þess-
um skamma tíma, sem það hefir starfað.
Mér er rúm skamtað og naumur tími,
og fæ eg því, að þessu sinni, eigi gert ann-
að en að drepa lauslega á nokkur atriði
úr athafnaríkri starfssögu Stúdentaráðs-
ins á liðnum fimm árum.
Stúdentaráðið stofnaði Mensa Academ-
ica árið 1921. Áður var anddyri háskólans
aðal samastaður stúdenta! Nú eiga þeir