Stúdentablaðið - 01.12.1925, Page 13
1925
STÚDENTABLAÐ
7
að fullveldisdagurinn — 1. desember —
var gerður að hátíðisdegi Háskólans og
stúdenta.
Formenn Stúdentaráðsins hafa þessir
verið frá stofnun þess:
Vilhjálmur þ. Gíslason, stud. mag. 1920-21
Skúli V. Guðjónsson, stud. med. 1921-22
Bjöm E. Árnason, stud. jur. . . 1922-23
Thor Thors, stud. jur......... 1923-24
Gunnlaugur Indriðason, stud. mag. 1924-25
Hinn nýkjörni formaður þess er stud.
mag. þorkell Jóhannesson frá Fjalli.
öllum þessum mönnum þökkum vér
stúdentar fyrir störf þeirra í vora þágu.
Alt voru það tómstundaverk og unnin án
annars endurgjalds en góðrar samvisku
um vel unnin nauðsynjastörf. þeir voru
ekki altaf öfundsverðir af formenskunni
og stundum var róstusamt á þingi. Stund-
um dró það úr framkvæmdum, en oftar
mun það þó hafa örfað til aukins starfs.
öðrum Stúdentaráðsmönnum þökkum vér
einnig, og öllum öðrum, er stutt hafa starf-
semi Stúdentaráðsins.
Lúðvig Guðmundsson.
stud. theol.
----o----
Samtal.
:— Sæll, sagði eg, hvað er í fréttum?
— Sæll! eg er vansæll. Allir hafa snúið
baki við mér. Eg er einstæðingur.
— Einstæðingur! — þótt þú hafir farið
varhluta í veitingu almennra mannvirð-
inga, fær það lítt á þig, ef þú ert þér þess
meðvitandi að hafa lifað í þjónustu kon-
ungsins æðsta. þeim konungi þjóna marg-
ir, þótt of fáir séu. þeir leita þig uppi,
finnir þú þá ekki. Einstæðingsskapurinn
knýr þig til þeirrar leitar. Brátt finnur þú
þar þína réttu félaga. þú verður leiddur
inn í hið góða samfélag konungsmannanna.
En sértu í rauninni vansæll í mótlætinu, er
líf þitt í ósamræmi við æðstu lögmálin,
kærleikans og sannleikans. þér líður illa af
því að þú kant ekki hirðsiðina i konungs-
höll sannleikans. þú hefir flúið þaðan.
— Heyrðu, mér er hvergi ætlaður stað-
ur, allsstaðar er mér ofaukið. Eg á hvergi
heima.
— þú segir satt. Nema heimurinn
flýr þig. Sértu úti á sjó, geturðu ekki varp-
að akkeri, af því að þú finnur ekki botn-
inn. Sértu á ferð á landi, snjóar svo í kring-
um þig, að þú botnar ekki í ófærðinni.
Komir þú af ferðalagi, geturðu hvergi
bundið drógar þínar, af því að allir stólpar
eru ónýtir. Alt er falskt í þínum augum, af
því að þú hefir treyst á fánýtið. Lífsgildi
þitt hefir verið umfangsgildi hismisins,
sem vantar innihaldið.En í stað þess að búa
í konungshöllinni, hefir þú bygt þér höll
sjálfur. En svo sástu, að alt var það af van-
efnum g'jört, leir, en ekki múr. Hið innra
tjaldað glysi, sem gildislaust var lífi þínu.
þú hefir selt þetta hús fyrir verðlausa
mynt.
— Hvaða hús ertu að tala um?
— Húsið, sem þú bygðir af efnivið hugs-
ana þinna. þar inni áttirðu marga félaga,
þá kvartaðirðu ekki undan einstæðings-
hætti, en þessi félagsskapur stóð í vegin-
um fyrir hamingju þinni.
— Já, eg átti marga félaga, eg prédik-
aði fyrir þeim, mér fanst eg vera leiðtogi
og spámaður.
— En hví ertu þá vansæll ? Spámaður er
altaf sæll, af því að hann þjónar sannleik-
anum, en hvað er um þig? En — viljirðu
verða spámaður, láttu þér þá ekki aðeins
lynda að verða grýttur, heldur gleðstu
beinlínis yfir því, hvort sem þú átt í vænd-
um bana eða bjargráð. Lífsánægja þín og
hamingja er ekki háð því, hve hátt þér
er hossað í veitingu virðinga, aðdáunar eða
ásta, heldur því, hvað þitt eigið innra líf
kemst í mikla snertingu við sannleikann,
konung lífsins. Vertu sæll — og vertu sæll.
— Sæll. Sig. Gíslason.