Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 16
Skuld heitir myndin, og þó að ekkert nafn stæði undir henni, myndi hver og einn, er kynst hefir list Einars Jónssonar sjá, að hér hef • ir hans mikla sál og haga hönd verið að verki, svo sérkennileg er list hans. Skuldug erum við öll, og hætt er við, að fyr eða seinna komi að skuldadögunum, en það er nú það, sem einn og annar lætur sér liggja í léttu rúmi. Og síst datt henni það í hug hofróðunni, sem söðlar gæðing- inn og ríður úr hlaði, að þegar hún sé kom- in í hvarf við bæinn verði gengið að skuld- inni miklu, sem hún var í við manninn er unni henni heitast, og hún brást, svipti láni og yndi og hrakti í dauðann á helköldu vetrarhjarninu. Hún ríður, og uggir ekki að sér, en allt í einu snarstöðvast hestur- inn, skinin hönd grípur tauminn, fyrir apt- an hana situr maður. Hann er að vísu harla ólíkur manninum, sem áður fyr reið frá henni á heiðina, og kom aldrei fram, því þessi förunautur er tannber, með auð- ar augnatóttir og skinin bein. En hún þekkir rödd hans. Einni og einni skuldinni hvíslar hann í eyra henni, þar til alt er upp talið, og þá — hvað skeður þá? það er óráðin gáta, en nauðuglega er hún stödd. Hesturinn brýst um, en það er að- eins með framfótunum, apturhluti hans er máttvana, því hryggurinn er genginn sundur. — Ríður afturgangan með hana inn á auðnina, þangað sem bein hans liggja, eða kemur henni óvænt hjálp á síð- ustu stundu? Við skulum vona það. Mynd þessa hefir Einar Jónsson mótað í leir, og mynd sú, sem hér birtist, er gerð eftir Ijósmynd af framsýn hennar, sem Einar lét stúdentum í té. Skuld. Nafnið minnir mig á skuld ís- lensku þjóðarinnar við Einar Jónsson. Ætli sú skuld verði ekki seint goldin? Rvík, 22. nóv. 1925. Th. r

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.