Stúdentablaðið - 01.12.1925, Síða 18
12
STÚDENTABLAÐ
1925
unglingaskóla landsins, sérskóla, æðri
skóla og vísindastofnana, að þau láti skrif-
stofunni árlega í té nákvæmar upplýsing-
ar um skóla sína og stofnanir, svo að
skrifstofan verði fær um að gefa áreiðan-
legar upplýsingar þeim er til hennar leita.
þeir, er óska aðstoðar skrifstofunnar,
geta snúið sér til forstöðumanns hennar,
Luðvigs Guðmundssonar, Smiðjustíg 6,
Rvík. Sími 1935.
-----o——
ísland og útlönd.
Hugmyndir erlendra manna um Island
og Islendinga eru oft einkennilegar og ekki
lausar við hleypidóma. þótt þekking þeirra
á íslensku þjóðinni hafi vaxið að mun á
síðustu áratugum, vantar þó enn mikið á,
að þeir líti íslendinga þeim augum, sem
þeir geta krafist sem sjálfstæð þjóð, sem
hefur skapað sér eigin tungu og eigin bók-
mentir og verndað hvorttveggja um marg-
ar aldir.
En hvert eiga útlendingar að leita, sem
vilja fræðast um ísland? Bækur þær og
ritgerðir, sem erlendir vísindamenn hafa
ritað um ísland, eru ekki í höndum almenn-
ings, enda margar nú orðnar úreltar. Er-
Áttu nokkuð?
lendir blaðamenn, sem tilviljunin ber hér
að landi öðru hvoru, dvelja hér fáeina
daga, en halda svo heim og birta greinar,
sem oftast nær vekja rangar hugmyndir
um Island.
Gremja sú, sem þesskonar blaðagreinar
og annað af sama tægi hefur stundum
vakið hér á landi, er vel skiljanleg. En
samt furðar mig á því, að hingað til skuli
ekki hafa verið gert meira af hálfu íslend-
inga, en raun er á, til að ráða bót á þessum
vandræðum.
það er erfitt að koma með ákveðnar til-
lögur viðvíkjandi þessu máli. Samt skal eg
leyfa mér að gefa fáeinar bendingar, sem
eg álít að gætu komið að nokkru gagni, og
stutt að því, að leiðrétta skoðanir útlend-
inga á íslensku þjóðinni.
það er undarlegt að jafnvel stærstu og
mest lesnu blöðin í menningarlöndum Vest-
ur- og Mið-Evrópu skuli flytja lesendum
sínum fréttir af því, sem ber við í hinum
afskektustu og myrkustu svertingj alönd-
um, en steinþegja yfir Islandi, að undan-
teknum hinum ofangreindu blaðamanna-
greinum, sem standa einangraðar meðal
fréttanna frá öðrum löndum og vekja ein-
mitt þess vegna þá hugmynd hjá lesend-
unum, að ísland liggi fyrir utan allan
heim.
Hér ættu íslendingar sjálfir að skerast
í leikinn. þeir ættu að leita samvinnu við
erlend blöð og tímarit. íslenskir menta-
menn ættu að semja smágreinar um íslensk
efni og fá þær birtar í erlendum blöðum og
tímaritum. Stúdentar gætu tekið þetta að
sér. Norr'ænunemar gætu skrifað stuttorð-
ar greinar um íslensk menta- og skólamál,
lögfræðinemar gætu sagt útlendingum
margt um íslensk stjórnmál og læknis- og
guðfræðinemar frætt þá um íslensk heil-
brigðis- og kirkjumál.
Félög þau hér í bænum, sem hafa sett
sér það takmark, að efla samúð á milli Is-
lendinga og annara þjóða, geta komið að