Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1925, Side 22

Stúdentablaðið - 01.12.1925, Side 22
16 STÚDENTABLAÐ J 925 mensur og hefst með því, að annar vottur- inn hrópar: Auf die Mensur! Ganga þá söhudólgarnir fram, en hinn votturinn hrópar: Halt! Taka vottarnir síðan húf- urnar af einvígismönnunum og er nú aft- ur hrópað: Auf die Mensur! — „Bindet die Klingen“. — „Sind gebunden“. — „Los“. Og byrjar nú bardaginn, er fer fram eftir listarinnar reglum, með hvíld- um eftir hver þrjú högg o. s. frv. Er síðan barist þangað til annar hvor gefst upp, er orðinn þreyttur eða hefir mist of mikið blóð — og er síðán sættst heilum sáttum. Margir eru þeir, er bera ör eftir slíkar viðureignir og þykir sómi að. Vopnið er svonefndur Schláger (Korbschláger), en einvígi þessi eru venjulegast ósaknæm. En við ber þó, að notaðar eru skammbyssur eða sverð, og er þá ei ætíð unt að segja fyrir um málalok. Margir hafa amast við þessum einvígum stúdenta á þýskalandi og ýms stúdentafélög hafa afnumið bardaga- skylduna. Einvígi þessi eru mikils virði fyrir þroska hinna ungu manna. þeir verða hugrakkari, sjálfstæðari, læra að berjast fyrir heiður sinn og hugsjónir og stæla líkama sinn með daglegum iðkunum skylminga. Mörg þessara bardagafélaga hafa mót sín á milli, „Mensur“ mót, og verða fúxarnir þá að berjast við þaulvana og leikna skylmingamenn. Á meðan þjóð- verjar hafa her og ófrið getur að höndum borið, er gagnlegt fyrir ríkið, að stúdent- ar hafi tamið sér vopnaburð, enda berjast fáir hraustar fyrir hugsjónir föðurlands- ins en ungir stúdentar. Á stúdentafundum er skemt sér við söng, fyrirlestra, umræður, sam- drykkju o. fl. Ýmsir drykkjusiðir tíðkast þar og er einn þeirra nefndur „Salamand- erreiben“: Formaður drekkur skál ein- hvers og segir síðan: „Salamander soll leben!“ Er glösunum síðan núið við borð- flötinn og að lokinni drykkju segir for- maðurinn: Salamander ex ( drekkum út). Siður þessi er gamall mjög og ókunnugt um upprunann. Salamander virðist tákna eldsins anda og ávarpið, að vínið skari í glæður eldsins innra, sbr. orð Fausts: Logi eldsglóð skal æsa, en aldan skal brotna, álfur lofts þrotna, dvergur skal dæsa! þá tíðkast og „Trauersalamander“ til heiðurs einhverjum dánum félaga eða öðr um; er það svipað, nema glösunum er ekki strokið við borðið, heldur eru þau hreyfð í loftinu hæglega og síðan sett niður. Á þessum fundum er viðhöfð sérstök söng- bók, „Kommerzbuch", vel innbundin með hnöppum á, bjórhnöppum (Bierknöpfe), til þess að bókin skemmist ekki, þótt bjór renni um borðið. Drukkið er oft allfast og verður þá stundum, er fram úr hófi keyrir, að setja bjórrétt (Biergericht). Annars fjölgar bindindismönnum meðal þýskra stúdenta og er minna drukkið en áð- ur. Fundir eru haldnir ýmist í leiguíbúð- um eða í eigin húsum. Mörg stúdentafélög eiga sín eigin hús, skrauthýsi með öllum þægindum, tennisvelli, keilubraut, lestrar- herbergjum, skylmingarsal o. s. frv., og voru í Leipzig fyrir nokkrum árum milli tíu og tuttugu þesskonarbyggingar. Mat- söluhús eru víða fyrir stúdenta og eru í ýmsum háskólabæjum fríborð. (Freitische) fyrir fátæka stúdenta. Er þar oft glatt á hjalla og ef nýr stúdent bætist í hópinn, er honum fagnað af hin- um og verður sá nýi þá að gefa „Wurst- satz“ (pylsur og jarðepli) og ýmsir kviðl- ingar ganga þá á milli, er bera vott um kýmni stúdentanna. Einu sinni kvað einn um umsjónarmann: Der Herr Inspektor ist vergniigt, wenn er auch nichts vom Wurstsatz kriegt. Stúdent þessi misti sæti sitt í 14 daga fyr- ir að hafa rofið agann, en þá er bætt við:

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.