Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 2
2 STÚDENTABLAÐ stúdenta Wad tJtgefandi: Stúdentafélag Háskóla lslands. Ritstjórn: Stefán Skarphéðinsson stud. jur., ritstjóri og ábm. Jónas Ragnarsson stud. jur. Anna Björg Halldórsdóttir stud. phil. Bóbert Arni Hreiðarsson stud. jur. Björn Pálsson stud. phil. Verð blaðsins er kr. 10,00. Steindörsprent h.f. Útgáfustarfsemi — Háskólaf orlag — Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Allri útgáfustarfsemi á Islandi er sniðinn mjög þröngur stakkur. Helztu erfiðleikarnir felast í fá- mennum lesendahóp. Þrátt fyrir þessa erfiðleika eru útgefendur margir en flestir smáir. Flestir þessara útgefenda gefa mest út þýddar skemmtisögur og annað léttmeti. Þeir sem sagt hlaupa eftir smekk lesenda. Stærri útgefendur hafa heldur vandað sitt val og gefið út viðurkennd crlend rit og ísl. verk einnig. Þau hafa getað selt þessi verk með ærinni auglýsingu og sölutækni. Eitt helzta útgáfufyrirtækið er Almenna bókafélagið, en það yrði of langt mál að telja bæði upp bókaflokka og einstakar bækur, sem það hefur gefið út. Nú t.d. er hjá þeirri útgáfu verið að undirbúa útgáfu fyrirlestra þeirra, sem fluttir voru á Hafísráðstefnu þeirri sem haldin var nýlega. Ber að fagna slíku framtaki. En hvers vegna hefur ekki verið komið á stofn Háskólaforlagi, sem hafi það á stefnuskrá sinni að gefa út slík vísinda- rit. Slíkt Háskólaforlag sæi einnig um alla námsbóka- útgáfu fyrir stúdenta. Háskólaforlag bætti námsað- stöðu við háskólann og glæddi vilja vísinda- og menntamanna ef þeir hefðu einhverja von um að koma ritsmíðum sínum á framfæri. Með Háskólafor- lagi væri Uka hægt að lækka námsbókakostnað eitt- hvað. 1 stuttu samtali Stúdentabiaðs við Vilhjálm Þ. Gíslason fyrrverandi útvarpsstjóra, sem nú gegnir formemisku í Menntamálaráði Islands, kemur fram að í gangi er endurskoðun á starfsemi Bókaútgáfu Menningarsjóðs, jafnhhða lunbótum á starfsemi Menntamálaráðs almennt. Vilhjálmur telur óhjákvæmilegt að Bókaútgáfa Menningarsjóðs beiti sér í vaxandi mæli fyrir út- gáfu vísindarita til almenningsfræðslu og málsköp- unar í fræðilegum og vísindalegum tilgangi. Ber að fagna því ef Menningarsjóður verður þess umkom- inn að auka starfsemi sína á þessum vettvangi. Munið 20% Stúdentaafsláttinn ! Bókaútgáfa Menningarsjóðs ANNA BJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR stud. phil. Smá (ingurfetta Undanfarið hefur verið mikið rætt um ýmislegt, sem miður fer í skólamálum og kennsluháttum hérlendis. Er jafnvel svo langt komið, að sums staðar hafa menn tekið að hafast eitthvað að til úr- bóta. Má þar nefna suma mennta- skóla landsins. En hvað tekur svo við, þegar stúdentar koma í þessa hina æðstu menntastofnun þjóð- arinnar og gerast íslenzkir há- skóiaborgarar ? Þess mætti vænta, að þar ríkti andi framfara og stórhugar, prófessorar og aðrir kennarar sinntu starfi sínu af lif- andi áhuga í vissunni um mikil- vægi þess. Flestir nýstúdentar munu bjartsýnir og hyggja gott til glóðarinnar, hvað námsaðstöðu og kennsluháttum við Háskóla Is- lands viðvíkur. En þeir verða fyrir átakanleg- um vonbrigðum, flestir hverjir. Kennslan er þurr og dauð, lítið um áhuga og framfarahug og tak- markað gagn af timasókn. Leitað var álits nokkurra stúdenta á kennsluháttum hér, og komu svör þeirra mjög heim og saman við undanfarandi ummæli. Stúlka í bókasafnsfræði sagði: „Það eru uppskriftir, uppskriftir og endalausar uppskrif tir. Ég held, að ekki sé talinn grundvöllur fyrir íslenzkar kennslubækur í þessari grein, en óneitanlega væri þægilegt að hafa eitthvað í hönd- unum. Ég hef ekkert á móti því að skrifa niður, svo framarlega sem það er nauðsynlegt, en þess- ar eilífu skriftir virðast mér óþörf tlmasóun." Læknisfræðinema á fyrsta ári varð þetta að orði: „Vissulega er margt, sem betur mætti fara og námsefnið er þess eðlis, að við þurfum að skrifa mjög mikið í sumum timum. Í!g veit samt ekki, hvað gæti komið í staðinn, því að engum virðist detta I hug, að okkur gæti þótt gott að fá fjölrituð blöð til hliðsjónar. Furðulegast þykir mér samt, að kennsluhættir og aðstæður við Háskóla Islands skuli vera enn frumstæðari en við menntaskóla landsins. Þ6 held ég, að von sé til þess, að það sem miður fer, í okkar grein a.m.k., standi eitt- hvað til bóta á næstunni." Verkfræðinemi komst svo að orði: „Ég hef ekki ástæðu til að kvarta yfir kennslunni, mér finnst tímunum allvel varið." Ungur maður I íslenzku og sögu hafði mjög ákveðnar skoð- anir á kennsluháttum við Há- skóla Islands. Pórust honum orð á þessa leið: „Það sem mig furð- aði einna mest á, er ég hafði sótt nokkra tíma í þessum fögum mín- um, var hin mikla lágkúra, sem hér virtist ríkja. Engu líkara var en maður væri kominn langt aft- ur I tímann, kennslan virðist steinrunnin, kennararnir eyða mestum tima í að tyggja stað- reyndir upp af blöðum, gjarnan vélrituðum, eða þá lesa upp úr þéttskrifuðum stílabókum, sem eflaust hafa verið notaðar I mörg ár án breytinga. Og þetta á að vera eða ætti að vera bezta deild sinnar tegundar I heiminum. Maður er eins og maskína og kemur jafnvel enn þá vitlausari út úr tímum. Mér fyndist ekki til of mikils mælzt að fá fjölrituð þessi blöð, sem þeir lesa upp af. Þ6 eru til mjög heiðarlegar und- antekningar, en þær eru I alger- um minnihluta." Ung stúlka í ensku og dönsku bar kennslunni gott orð: „Mér finnst alls ekki ástæða til að finna að kennslunni I mínum fög- um, hún er einkar lifandi og gjarnan í umræðuformi." Þýzkunemandi á fyrsta ári: „Ég varð fyrir vonbrigðum, mestur hluti tímans fer I að skrifa upp málfræði." Piltur í Islenzkum fræðum: „Ég hef verið I mörgum vondum skól- um." Svo mörg voru þau orð. Sumir eru ánægðir, en flest ber svörin að sama brunni. Kennslan er stirðnuð. Mikið er kvartað undan tilgangslausum uppskriftum, sem virðast tröllríða sumum deildum. Finnst manni hart, að kennarar skuli þurfa svo þrælslegan undir- búning, að þeir skrifi niður næst- um hvert einasta fróðleikskorn, sem þeir hafa hugsað sér að tína í nemendur sína, og lesi þeim fyrir. Og ótrúlegt er, að slík * vinnubrögð stafi af andlegu ósjálfstæði og skorti á sjálfs- trausti, - eða hvað? Einlægast er að trúa því, að hér sé um hel- bert framtaksleysi að ræða. Eins og kunnugt er, rlkir hér gífurlegur kennslubókaskortur. Mun lltil von um, að úr því verði bætt á næstunni. En hvers vegna má ekki fjölrita þessi dýrmætu blöð kennaranna, handskrifuð, vélrituð eða I stílabókarformi og dreifa þeim meðal nemenda. Þá mætti verja tímum til frjóari at- hafna en vélrænna uppskrifta, t.d. skýringa og umræðna um það, sem fram hefur komið á dreifi- blöðunum; verkefna og rannsókna ýmissa. Það er ótrúlegt, að ein- hver vandkvæði verði á að verja kennslustundum þannig, að bæði kennarar og nemendur hljóti meira í aðra hönd en nú er. Upp- skriftarfarganið er vitaverð sóun á dýrmætum tlma bæði kennara og nemenda. Bifreiðastöð STEINDÓRS sf. 5-7 og rúmgóðar 8 farþega leigubifreiðir Símar: 11-5-80 24-1-00 PlwgmiiiílaM^

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.