Stúdentablaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 6
6
STÚDENTABLAÐ
eða rita; eg er ekki að kenna þeim íslennkt mál í sjálfu
sér, heldur er eg að troða „einstæðu, stórfenglegu afreki
í heimssögunni“ inn í hausana á hálfþroskuðum ungling-
um, sem hafa nóg með að átta sig á örum breytingum
líkama og tilfinningalífs. Og meðan eg vanræki þetta
tjáningartæki, lífæð íslenzks menningarsamfélags, um-
hverfist eg af heilagri vandlætingu, ef nemanda verður á
að „misrita“ eitthvert orð. Trúarjátning manns, sem er
mæltur á íslenzku, skal fjalla um réttritunarreglur, en
ekki mannlcgt mál eða mannlega hugsun. Eg þarf víst
ekki að orðlengja. að nemendur taka ekki hundsmark á
staglinu, og eg vil ekki dylja neinn þess, að eg þakka
hinum almáttka As fyrir það.
En hamingjunni sé lof enn og aftur, að skólinn skiptir
alls ekki öllu máli í j>essu efni. Auk hans má nefna kunn-
ingjahópana á götunni, vinnufélaga og, síðast cn ekki
sízt, heimilin. Eg fullyrði, að hljómsveitin „Trúbrot“ og
gelgjuskeiðshálfgoðið Björgvin Halldórsson liafa um Jietta
meiri áhrif en samanlagðir íslenzkukennarar skólakerfisins.
En það er fullljóst, að það sómafólk dægurlagaiðnaðarins,
sem hér var nefnt, hefur lagt sig fram um að steingleyma
sem flestu þess, er í það var tuggið í skóla. Persónulega
j>ekki eg tvo bræður, sem eru af heimili, þar sem mikil
áherzla, en án ofstækis, er lögð á fagurt og hreint tungu-
tak. Hvorugur þeirra jijáðist af þágufallssýki um ferm-
ingu, og báðir sögðu þá: ,eg vil“, ,.að dýpka“, og hvorugur
var svo illa farinn af þvoglukenndu latmæli, að erfitt væri
að skilja, hvað hann fór. Eg mæti þeim nokkrum árum
síðar á förnum vegi, og ])á er söngurinn: „mér langar“,
„eg vill“, „að dýkkva“, og með latmælginni eru þeir nú
óðum að „uppgöfga“ nýjar leiðir til málskemmda. Báðir
blæsu framan í mig reyk, ef eg spyrði ]>á um vandamál
íslenzkrar tungu.
Þegar allt kemur til alls, er það spurning í sjálfu sér,
livort tungumál getur nokkurn tíma verið í hættu. Meðan
menn hafa samband sín á milli, munu þeir nota til jiess
....hljómsveitin „Trúbrot“ og gelgjuskeiðshálfgoðið
Björgvin Halldórsson hafa um þetta meiri áhrif en sam-
anlagðir íslenzkukennarar skólakerfisins.“
arna eitthvert sameiginlegt tjáningartæki. Hins vegar
verður ákveðin málgerð smám saman að safni fjölbreyti-
legra sögulegra og menningarlegra minja og minninga, að
lífæð heils menningarsamfélags. Og vcrði Jietta tungumál
fyrir röskun, svo að um munar, nær sú röskun einnig til
annarra þátta þjóðlífsins. Viðhorfin til tungunnar munu
því jafnan sveigjast í j)á átt, að menn munu laga þau
cftir hugmyndum sínum um fortíð og fyrri sögu eða það,
sem bezt þykir í samtímanum. Þannig eru þessi viðhorf í
sjálfum sér íhaldssöm. Og eg vil taka það fram, að hér
er orðið „íhald“ ekki skilið sem last; enda er það fremur
lof, þótt nútímamenn tengi það yfirleitt við lágkúru og
vesaldóm í stjórnmálum. En eftir jiessum sjónarmiðum
getur tungunni stafað „hætta“ úr tveimur áttum sér-
staklega. Annars vegar að utan: Annað málkerfi, sem
lýtur öðrum reglum og hefur annan orðaforða, laðar
menn lil sín. Erlend orð nema land, og málfræðileg sér-
kenni tungunnar Jioka fyrir öðrum erlendum. Yfirleitt
verður slík þróun því aðeins, að nýjar félagslegar að-
stæður skapizt, ný fyrirbæri komi fram, en við þcim sé
ekki snúizt af einbeitni í nýyrðasmíð o. s. frv.; svo að
almenningur á ekki um annan kost að velja en að grípa
til érlendra lausna; — innlendar eru ekki fyrir hcndi. Þessi
hætta er því í reynd ekkert annað en hin eilífa hætta á
almennum aumingjaskap, sé á annað borð viðurkennt, að
um ,hættu“ sé að ræða. Hins vegar að innan: Tverfi máls-
ins raskast við nýjar aðstæður eða með nýrri kynslóð.
Málfræðilcg fyrirbrigði veðrast og hverfa við breytingar
ytra veruleika. Orðaforðinnn veðrast og, en hin nýja
kynslóð skilur ekki lengur mál feðra sinna í landinu. Og
hér er spurningin sem áður: þróun, breytingar eða jafnvel
framfarir? — eða „hætta“?
Eg er alls ekki svo sannfærður sem margir aðrir, að
hér sé í rauninni um hættur að ræða. Forfeður okkar,
þeir, sem skráðu fslendinga sögur, hefðu orðið undrandi,
ef Jicir hefðu rekizt á hugtakið „málhreinsun”, og þeir
gerðu sér enga rellu út at' erlendum orðum. Eg er hræddur
um, að höfundur Njálu, hver svo sem hann nú var, hefði
séð þarna gott efni í annan Björn í Mörk! Og ef við
eigum að standa gegn málþróun og málbreytingum, má
eg ]>á vinsamlegast biðja um hinn forna framburð á „y“.
ef einhver veit ]>á, hver hann var. Og má eg þá „undir-
dánugast“ biðja um hin fornu hljóðdvalarlögmál. Því ekki
gera Wimmer að heilagri ritningu í réttritun? Eða sem