Stúdentablaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 16
16
STÚDENTABLAÐ
Sigvaldi Hjálmarsson
blaðamaður:
Ég vona ekki. Þess ber að gæta.
að ekki er dæmalaust að þjóðir glati
tungu sinni. Ég er þó að vona að
viðnámsþrek íslenzkunnar sé tölu-
vert.
Við megum ekki missa sjónar á
því, að íslenzk tunga liggur undir
sífelldri skothríð frá annarri tungu,
enskunni, sem útaf fyrir sig er ágæt
tunga og næsta gagnleg í næsta hrað-
minnkandi heimi, sem maður vonar
að sé á leiðinni að verða að einni
heild. En við erum líka fáir og
enskumælandi þjóðirnar stórar.
Enskan dynur á okkur í sjónvarpi
og kvikmyndahúsum, við lesum
ensku meir en aðrar tungur, fjöldi
manna kann ensku, að minnsta kosti
eitthvert hrafl, og sjálfsagt þykir að
leggja við hana skylduga rækt, enda
við á því svæði heims, þar sem hún
er mest notuð í alþjóðaskiptum. Svo
gæti farið, og á því bólar raunar
þegar, að við tökum að hugsa í og
með á ensku og þurfum því að leita
íslenzkra orða og orðatiltækja yfir
hugtök og hugtakasambönd, sem
okkur eru töm úr ensku, þannig að
móðurmálið verður á okkar vörum
að vissum parti þýðing en ekki móð-
urmál. Framandi málbragð getur
með þeim hætti komið á ísenzkuna
og hún skemmzt innanfrá.
Ég óttast ekki svokallaðar slettur.
Þær íslenzkast af sjálfu sér eða
hverfa.
Allt veltur á notkun málsins. Ef
Jón Axel Egils
skrifstofumaður:
Ef skilja á spurninguna þannig, að
íslenzkan sé að tortímast, svara ég
neitandi. Sé átt við áhrif frá öðrum
tungum, efast ég um, að hún sé í
hættu, en sé átt við breytingu, þ. e.
styttingu orða, nýyrði, merkingar-
færslur o. fl. þ. h., svara ég játandi.
Hugsanavillur og latmælgi tröll-
ríða íslenzkri tungu, sérstaklega hjá
ungu fólki og átrúnaðargoðum þess,
„pop“hljómsveitir flytja afbakaða ís-
lenzku í söngljóðum, sem hljóma í
tíma og ótíma í „ríkisútvarpi“, og
ekki má gleyma öllu því ófremdar-
málfari, sem „sálarmubla“ þjóðar-
innar spýr yfir landsins lýð. Skólarn-
ir eiga líka. sína sök, þeir leggja ekki
nógu mikla rækt við daglegt mál og
að auka orðaforða nemendanna og
kenna þeim að tjá hugsanir sínar.
Þar er alltaf staglazt á þessari eilífu
málfræði, kenndar beygingar ýmissa
orða, sem eru svo aldrei notuð mörg
hver, vegna þess að fólk veit ekki
hvenær þau eiga við.
hún er einföld og lifandi getur jafn-
vel tunga lítillar þjóðar staðið af sér
miklar raunir. Tunga lifir ekki enda-
laust á því, sem var skrifað fyrir
þúsund árum, hennar líf er það, sem
talað er í dag.
Gestur Þorgrímsson
kennari:
Mér finnst tungan ekki fyrst og
fremst í hættu stödd af erlendum
áhrifum, heldur er ekki lögð nóg
rækt við að vinna hana upp innan
frá. Hins vegar álít ég, að í fagmáli
sé gengið of langt í því að útrýma
erlendum orðum, sem geta tekið ís-
lenzkum beygingum. Frá kennslu-
fræðilegu sjónaimiði veldur þetta
erfiðleikum. Nýjar og nýjar bækur
umturna fagheitafræðinni. Það þarf
endilega að finna ný heiti frá einu
skólastiginu til annars. Hættan staf-
ar frá því, að það er ekki lögð rækt
við að þjálfa þá gömlu íþrótt að
segja skýrt og skilmerkilega frá.
Einnig hefur rímíþróttin liaft ákaf-
Iega mikla þýðingu fyrir þróun máls-
ins.
Þau erlendu áhrif, sem hafa áhrif
á tunguna, eru fyrst og fremst fólgin
í enskum dægurlagatextum. Tónfall
málanna er ólíkt, og þeir, sem syngja
mikið á ensku, beita ósjálfrátt sama
tónfallinu, cr þeir syngja á íslenzku
og hafa rangar áherzlur á orðum og
setningum. Svo má líka nefna álagið
á íslenzkt námsfólk á framhaldsstigi.
Ef fólk ætlar sér að skila því, sem
af því er krafizt, verður það að
vinna 12—14 tíma á dag með skóla-
setunni, og þá er lítill tími aflögu
til lestrar á öðru en því, sem þarf
að lesa undir próf.