Stúdentablaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 10
10
STÚDENTABLAÐ
Er íslenzk tunga
í hættu?
Hvers vegna er svo spurt? Einhver grunur eða jafnvel
geigur hlýtur að hafa læðzt að þeim ungu möunum, sem
Stúdentablaðinu stjórna, að ástæða væri til ótta, annars
hefði þessi þýðingarmi'da spurning ekki verið fram borin.
Naumast verður spurningunni svarað afdráttarlaust ját-
andi eða neitandi. Hún gefur tilefni til að kasta fram
öðrum spurningum, sem æskilegt er að fá svarað, áður
cn unnt er að svara þcssari viðhlítandi.
Bendir eitt eða annað nú þegar til sýkingar eða hrörn-
unar á íslenzku máli? Ogrynni er gefið út af prentuðu
máli í landinu, blöðuin og bókum. Er þarna yfirleitt um
að ræða lélegt mál og spillandi, mengað nýjum erlendum
áhrifum? Hvað með talmálið? Tala Islendingar nú al-
mennt fátæklegt mál, bjagað og brcnglað? Flestum mun
verða ógreitt um svör við þessum hvatskeytlegu spurn-
ingum. Engin könnun hefur verið gerð í þessu efni, enda
sjálfsagt ekki auðvelt að koma hcnni við. Svör flestra
yrðu þó væntanlega þau, að enn hcfði íslenzk tunga ekki
látið undan síga, svo til skaða sé, hvorki í mæltu máli
né rituðu. Augljóst er eigi að síður, að hættur steðja að
úr ýmsum áttum.
Samskipti íslendinga við aðrar þjóðir aukast jafnt og
þétt. Þjóðlegum verðmætum eykst hætta, eftir því sem
þessi samskipti ná til fleiri sviða Jijóðlífsins og verða
margslungnari. Erlent mál dynur í eyrum ungra og ald-
inna sýknt og heilagt, t. d. í mvndatextum kvikmynda-
lnisa og þó einkum sjónvarps, sem er miklu áhrifameira,
og sönglagatextum, sem hafa sterk áhrif a. m. k. á börn
og unglinga. Dropinn holar steininn. Gegn hættunum er
unnið beint og óbeint á ýmsum stöðum. Þar ber skólana
að sjálfsögðu hæst. I skólunum er unnið mikið starf og
óefað víðast gott til viðhalds og eflingar íslenzkri tungu.
Þó skortir þar á heildar skipulag og fastmótað, eins og
svo víða vill brenna við hjá okkur, samfara traustu eftir-
liti. íslenzkt mál hefur átt hauk í horni, J>ar sem Ríkis-
útvarpið er. Frá upphafi þess hefur það stuðlað á ýmsan
hátt að gengi íslenzkrar tungu, enda hafa valizt þar til
forustu og starfa miklir hæfileika- og áhugamenn um þau
mál. Nú er nýr og sterkur áhrifavaldur kominn til sög-
unnar, sjónvarpið. Er engin ástæða til að ætla, að ]>að
finni ekki til ábyrgðar sinnar og skyldu í þessu efni og
láti sinn hlut eftir liggja.
Á atómöld og geimferða skellur nú holskefla raunvís-
inda yfir allt mannkyn. Þessi nýju fræði og merku hafa
brotið sér braut hingað norður á hjara veraldar og ryðja
sér til rúms í þjóðlífinu og þá ekki sízt í Háskóla Islands,
og mun flestum finnast mál til komið. Brauti-yðjendur og
merkisberar nýrra vísinda og fræða hafa sérstökum skyld-
um að gegna gagnvart islenzkri tungu. Heyrzt hefur
bryddað á, að íslcnzkt mál væri til tafar og óþurftar, er
kenna Jiyrfti og kynna hin nýju raunvísindi. Sennilega
er hér aðeins um ungæðislegt tal að ræða, stríðni, en ekki
skoðun. Gott er að hafa í liuga orð Einars Benediktssonar:
„Ég skildi. að orð er á íslandi til
um allt, sem er hugsað á jörðu.“
Islenzk tunga er varla enn í verulegum háska stödd,
cn blikur era á lofti og sumar allógnandi. Veltur því á