Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.05.1973, Page 6

Stúdentablaðið - 01.05.1973, Page 6
 Leggjum land undir fót... Viðtal Stúdentablaðsins við formann Stúdentaráðs HÍ. Stúdentablaðið náði tali af hinum nýskipaða formanni Stúd- entaráðs, „Fætinum", öðru nafni Halldóri Ármanni Sigurðssyni, stuttu eftir Stúdentaráðsskiptin. Hafði Fótur að vonum mikið að gera, en gaf sér þó tíma til viðtafsins. Minni .ími fór þó til viðtafs en til stóð, þar sem Fótur var S:’????::??????????????????????????????????? í símanum megnið af þeim tíma, sem Hnn stóð við á skrifstofu blaðsíns. Var fróðlegt mjög fyrir ritstjóra blaðsins að hlusta á samtal hans og þekktrar íhalds- kempu, en af pólitískum ástasð- um verður ekki skýrt nánar frá því samtali hér. Ekki var mikið um spurning- ar og svör í viðtafinu heldur stikaði Fótur góff stórum og hellti hugsjónaeldmóði sínum yfir hrelfdan ritstjóra. Blaðið: Hverjar hefur Fótur hugsað sér helztar hreytingar á starfi sínu og ráðsins nú þegar hann hefur tekið við? Fótur: Fyrsta breytingin er sú að formaður ráðsins verður nú til viðtals á skrifstofunni á á- kveðnum tímum, þar sem stúd- entar geta fundið hann og bor- ið undir hann sín mál. Þetta er skylda sem formanni er lögð á herðar nú í fyrsta skipti, enda mun hann þiggja nokkur laun fyrir að starfa beint að ýmsum verkefnum í þágu ráðsins. Bl: Er starfið eins og Fómr hafði ímyndað sér það? F: Nei, formannsstarfið verður í reyndinni mikfu viðameira en ég hafði búizt við. Ég mun þó gera allt mitt til að gegna því eins vel og ég er fær um, og mér sýnist á ölfu að þetta eígi að geta verið skemmtifegasta starf. Bl: í hverju felst starfið aðal- lega? F: Starfið er samræmingarstarf, sem felst í því að samræma alla innri starfsemi Stúdentaráðs, skipuleggja starfið innan ráðsins og þá krafta sem þar vinna saman. Eins á formaður að sam- ræma afla ytri starfsemi ráðsins og hafa áhrif á alla þá þætti er varða tengsf útávið. Einnig að samræma innri starfsemi ráðsins ytri starfseminni og breyta starfs- háttum ráðsins frá því, sem ver- ið hefur. Bl: Og hvernig vill Fótur breyta ráðinu? F: Fyrst og fremst þarf að gera ráðið mildu virkara en það hef- ur verið. Ráðið hefur alfs ekki verið nógu virkt. Færa þarf starfsemina meira út þannig að ráðið verði eins og köngurló í miðjum vef, en frá því liggi allir þræðir til þeirra sem starfa að hinum ýmsu máium. Bl: Hvernig á að gera ráðið virkara? F: Fyrst og fremst þarf að fá einstaklinga innan ráðsins til starfa; þeir hafa síðan áhrif á starfið innan nefndanna og nefndirnar síðan á störf hinna ýmsu hópa sem hinn almenni stúdent starfar í. Bl: Viltu, Fótur minn, skýra þetta betur? F: Nú, eins og afkunna er starf- ar Stúdentaráð eftir nefndafyrir- komulagi, þ. e. a. s. ráðsmenn- irnir (og konurnar) eiga sæti í hinum ýmsu nefndum ráðsins og starfa þar. Ég held að allir gieti verið sammála um, að þetta er ákaflega þunglamalegt kerfi, og hefur mikið vantað á, að starfið næði til hins ahnenna stúdents í háskólanum. Til að koma á betra starfi þarf hver nefnd að koma á starfshópastarfsemi í hinum ýmsu málaflokkum. Hver nefnd þarf að hafa mjög glögga hug- mynd um öll útvenzl sín. Ef við tökum til dæmis starf menntamálanefndar, þá er það ákaflega margþætt. Menntamála- nefnd þarf að fylgjast með starfi tengslanefndar, sem er skipuð af Háskólaráði og fjallar um inn- tökuskilyrði í Háskólann. Það er líka hlutverk menntamála- nefndar að fylgjast með störfum námsskipunarnefndar heimspeki- deildar, sem fjallar um upptöku einingakerfis innan deildarinnar. Nefndin gæti líka átt þátt í að stofna og stuct starfsemi ýmissa starfshópa; ég nefni sem dæmi starfshóp um grunnskölafrum- varpið. Svona gæti ég talið upp nefndirnar hverja fyrir sig og starfsþætti þeirra, en meginatrið- ið er auðvitað að nefndirnar haldi uppi virku starfi og hafi áhrif á og styðji starfsemi stúd- enta, hver á sínu sviði. Bl: Já takk, en hvernig stendur þá á því, að ráðinu hefur ekki tekist að halda uppi þvílíku starfi? F: í augum stúdenta er stúdenta- ráð enn ópersónulegt organ og má segja, að það séu hin al- mennu einkénni miðstjórnar- valdsins. Það hefur líka skort mikið á upplýsingadireifingu til stúdenta um störf ráðsins. Ráðið hefur mótast um of af nefnda- Senn nær baráttan hámarki Stúdcntablaöiö fór þess á leit við Baldur Kristjánsson, nýkjörinn fulltrúa stúdenta í háskólaráöi, að hann kynnti sjálfan sig í blaöinu og leyföi, hann góðfúslega, að haft yröi við sig smáviðtal, sem hér fer á eftir: BlaðiðrHvaða lærdóm má draga af nýafstöðnum kosn- ingum til Háskólaráðs? Baldur Kristjánsson: Orslit kosninganna sýna ótvírætt að staða vinstri manna er sterk innan skólans og hefur sjálfsagt aldrei verið sterkari en nú. það sem kemur mest á óvart í þessu sambandi er hvað sigurinn er stór þrátt fyr- ir þann linnulausa áróður og róg, sem hægri stúdentar hafa látið ganga um vinstri meiri- hluta Stúdentaráðs. Að auki var Ijóst að meirihluti Stúd- entaráðs hafði bakað sér nokkrar óvinsældir í eigin her- búðum og því mikið um ó- tryggt fylgi. Blaðið: Hvað olli þessum ó- vinsældum? B.K. Ég dreg enga dul á, að Stúdentablaðið á þar stór- an hlut að máli. Stefna blaðs- ins hefur verið öfgakennd og það hefur þannig ekki staðið fyrir sínu hlutverki. Hægri menn hafa átt það á hættu, að verða fyrir.hvers kyns skítkasti ef þeir birtu grein í blaðinu, og það í sama blaði. Slík framkoma verður að teljast mjög vafasöm túlkun á vinstri stefnu eða sjónarmiðum meiri- hlutans fyrir utan það að vera siðleysi. Eins hefur framsetn- ing blaðsins á viðkvæmu pólit- ísku efni oft verið mjög ýkju- kcnnd. Stúdentaráð það sem nýlátið hefur af störfum hef- ur líka átt við sína byrjunar- örðugleika að etja. Þegar það tók við hafði um langa hríð ráðið hægri meirihluti og því varð að byggja upp á nýtt og ■ snúa við..Ja]aðinuvi>i,takai..upp^ virka afstöðu til ýmissa mála, í stað þeirrar óvirkni sem hafði. verið aðaleinkenni -stúd- entaráðs. Það sætir því eng- um undrum þó geyst væri á stað farið, og ekki alltaf gætt að, sem skyldi. Þessi ákafi, sem er skyldur ákafa lítils barns, sem fær nýtt leikfang (eins og sannast hefur á Ólafíu), gerði sitt til að rýra álit Stúdenta- ráðsmeirihlutans útávið, en spillti í engu trú allra hugs- andi manna á málstaðnum, eins og bæði nýafstaðnar stúd entaráðs- og háskólaráðs kosn- ingar hafa sannað. Blaðið: Hverju viltu þá þakka hið mikla fylgi vinstri manna innan skólans; þennan tvöfalda kosningasigur? B.K.: Meðal ungs fólks I landinu hefur átt sér stað al- menn vinstri þróun á síðustu árum. Ungt fólk er orðið rót- tækara en það var; það spek- úlerar meira í samhengi hlut- anna en það gerði hér fyrir ör- fáum árum. Blaðið: Hvað viltu segja um úrslit kosninganna? B.K.: Urslit þeirra voru eins og áður segir, ánægjuleg við- urkenning á stöðu vinstri manna í skólanum. Allt frá því, aö íhaldsmenn og vinstri menn fóru að leiða saman hesta sína í beinum kosning- um hefur nánast ríkt jafnvægi; íhaldsmenn hafa oftar haft heppnina með sér, ef svo má segja. Fylgismunur var lítill og nánast enginn. Þetta sýndi sig berlegast í tveim síðustu kosn- ingum til Stúdentafélagsins áð- ur en það var lagt niður. í fyrra voru svo aftur á móti engar kosningar (þ.e.a.s. með smölun og öllu tilheyrandi), en kosning á fundi til 1. des. . nefndar sýndi þá, svo eklji varð um villst að vinstri menti voru í sókn. En hvort við eig- um að þakka þetta auknú starfi VerðandÍ eða .vaxandi vinstrihreyfingu í hinum vest- ræna heimi, það verður hver vinstri stúdent að gera upp við sína eigin samvizku. Blaðið: En kosningastarfið? B.K.: 1 starfi því sem var undanfari Háskólaráðskosning- anna kom greinilega í ljós sá munur sem er á hinum tveim andstæðu hópum. Kosninga- barátta Vöku gekk öli út á það að gagnrýna kjörstjórn, reyna að sýna fram á tengsl hennar við Stúdentaráðsmeiri- hlutann. Einnig létu þeir sig hafa það, að klippa saman setningar að Morgunblaðshætti úr dreifibréfi Náttúrufræði- nema. Ekki einn einasti mál- efnalegur punktur fannst í dreifibréfafargani þeirra Hins vegar lögðum við vinstri menn áherzlu á málefnalega baráttu, sem reis hæst með útgáfu á ritinu 30. marz, sem einung- is er mátefnalegt. Blaðið: Hvað viltu segja um lögbann Davíðs Oddssonar & Co.? B.K.: Ég hef engu við að bæta, sem við vinstri menn sögðum um það í kosninga- baráttunni, nema það, að ég held að það hafi spillt enn fyrir hægri mönnum og hjálp- að til að gera þá hlægilega í augum skólafélaga sinna. Það var líka athyglisvert, að fylgjast með því hvernig þeir notuðu frest þann sem þeir áunnu sér fyrir tilstilli lög- bannsins, til að grafa undan Viðtal Stúdentablaðsins við Baldur Kristjánsson fulltrúa stúdenta í Háskólaráði kjörstjórninni og reyna að veikja traust manna á gerðum hennar. Hamrað var á því að kjörstjórn væri ófær um að gegna sínu starfi; að þeir, sem í henni sætu væru aðeins vilja- laus verkfæri I höndum vinstri manna og Stúdentaráðsmeiri- hlutans. Þannig reyndu hægri menn látlaust að sverta bæði kjörstjórnina og vinstri menn á sama tíma og lýðræðisgasp- ur þeirra var í hámarki. Blaðið: En segjum svo að hægri menn hefðu unnið kosn- ingarnar. . . B.K.: Það hefði verið mjög slæmt ef íhaldsmenn hefðu komið fulltrúum inn í Há- skólaráð til höfuðs meirihluta Stúdentaráðs. Hreint og beint absúrd. Það þarf enginn að láta sig dreyma um, að fulltrúar stúdenta í Háskólaráði fái neinu áorkað nema með þrýst- ingi frá Stúdentaráði. Blaðið: Vcl á minnst, hefur það nokkuð að segja fyrir stúdenta að eiga tvo fulltrúa innan Háskólaráðs? B.K. Alltof lítið. Völd ráðs- ins hafa auk þess minnkað til muna með tilkomu samstarfs- nefndar hásl (Mans og ríkis- valdsins. Nefnd sú er skipuð fulltrúum ráðuneyta og há- skólans og hefur það hlutverk að leggja tillögur fyrir há- skólaráð til samþykktar. Einn- ig hefur komið fyrir að tillög- ur hafi gengið beint frá nefnd inni til ríkisvaldsins. Rektor háskólans virðist einnig í lófa lagið að sniðganga Háskólaráð og draga til sín völd þegar honum þóknast. Það hlýtur því að vera krafa okkar, að stúd- entar fái sinn fulltrúa í Sam- starfsnefndina. Þetta er annars mætasta nefnd, að því leyti, að hún neyðir þrjá ráðuneytis- stjóra sem í henni sitja til að kynna sér málefni Háskólans beint, sem þeir myndu eflaust aldrei gera annars. Blaðið: Að lokum Baldur, geturðu ekki nefnt eitthvað af þeim málefnum sem við hyggj- umst berjast fyrir í Háskóla- ráði? B.K.: Sem dæmi get ég nefnt baráttu fyrir aukinni í- hlutun stúdenta við kjör Há- skólarektors. Réttur okkar í þeim kosningum hefur minnk- að stórlega vegna aukningar fastra kennara við skólann eða úr 16% atkvæða í u.þ.b. 9%. Með stuðningi Stúdentaráðs verður barist fyrir því að stúd- entar nái þar aftur rétti sín- um. 6 — STUDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.