Stúdentablaðið - 01.05.1973, Page 7
STUDENTA
BLAÐIÐ
3. tölublað 1973.
Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Islands.
Ritstjóri: Rúnar Ármann Arthursson (ábm.).
Útgáfustjóm: Stjórn S. H. I.
Auglýsingasími: 15959.
Verð kr. 30 í lausasölu.
Áskriftargjald er kr. 300 á ári.
Prentsmiðja Þjóðviljans
fyrirkomuiaginu og þar með
svikist um að hafa það yfirlit
yfir deildarfélögin, sem því ber,
og hafa samband við þau. Það
liggur auðvitað innan verksviðs
Stúdentaráðs að fylgjasr með
störfum deildarfélaganna og fá
þau til að sameina krafta sína.
Bl: Heldurðu, að það verði auð-
velt að hrífa námsmenn þessa
skóla af blundi sínum til starfa?
F: Nei, langt því frá auðvdt.
Stúdentar líta ekki á það sem
hlutverk sitt að hafa áhrif á sín
eigin mái eða umhverfi sitt yfir-
leitt. Þeir líta á sig sem nemend-
ur, sem taka því þegjandii og
hljóðalaust, sem að þeim er rétt
og læra það, sem þeim er sagt
að læra, til að verða starfhæfir
þegnar í þjóðfélaginu og auð-
sveipir þjónar ríkjandi valds.
Þeir líta ekki á nám sitt sem
sjálfstæða tilveru, heldur bagga,
sem þeir taka á sig, takmarksins
vegna. Þar erum við einmitt
komnir að kjama málsins: Sér-
hæfingunni, sem er eitt af höf-
uðeinkennum auðvaldsþjóðskipu-
lagsins.
Bl: Af hverju gera háskólanem-
ar ekkert í þessu, þeir eru þó
álitnir hugsandi fólk?
F: Já, en þeir eru firrtir. Þeir
eru lokaðir inni í ákveðnum
hluta af ferli. Alveg eins og
verkamaðurinn hefur ekki fulla
yfirsýn yfir ferli framleiðslunn-
ar, hafa stúdentar ekki nema tak-
markaða yfirsýn yfir ferli mennt-
unarinnar og þátt hennar í þjóð-
arbúskapnum.
Bl: Og hvað eigum við nú að
gera í þessu, Fótur minn?
F: Stúdentaráð á að vekja hinn
almenna stúdent til umhugsun-
ar um umhverfi sitt og sjálfan
sig. Ráðið verður mátdaust sem
baráttutæki nema stúdentar sjálf-
ir í heild séu hið raunverulega
afl sem að baki býr, þess vegna
er mikilvægt að virkja hinn al-
menna stúdent. Byrja að virkja
þá, sem sýna áhuga og samhæfa
krafta allra þeirra sem sýna sig
fúsa til að starfs.
BI: En hvað með þá hlið Stúd-
entaráðs sem veit að stofnuninni
Háskóla íslands og þjóðfélaginu
sjálfu?
F: Það heyrir náttúrulega stúd-
entaráði til, að fjalla um skipu-
lag Háskólans. Að byggja upp
lýðraéði innan þessarar stofnun-
ar, sem virðist ekki hafa annan
tilgang en viðhalda sjálfri sér,
og afnema þetta löngu úrelta
prófessoraveldi, sem á sér rætur
í Þýzkalandi 19. aldar. Það er
undarlegt fyrirkomulag að próf-
essorar skuli ráða því hver sé
tilgangurinn með nárni hvers og
eins eða hvernig hver námsmað-
ur hagar vinnu sinni. Hvað þjóð-
inni viðkemur þá lít ég svo á
að öll þau mál, sem þjóðinni
eru mikilvæg; mál, sem varða
sjálfstæði hennar og lífsafkomu,
að það séu mál, sem stúdentum
komi við og þeir eigi að gera
að sínum baráttumálum.
BI: Hvert er álit þitt á afstöðu
Ráðsins til Pólitískra ögrana?
Var rétt að Rogers málinu stað-
ið?
F: Persónulega álít ég það vera
innan verksviðs stúdentaráðs og
stúdenta að taka afstöðu til
komu manna eins og Rogers í
okkar eigin háskóla eða láta í
Ijós álit sitt á NATO-ráðstefnu
innan veggja skólans. Það hlýtur
að vera hverjum manni ljóst
mál, að þar eiga stúdentar að
ráða meiru en einhver rektor, þó
ekki sé tekið tillit til annars en
höfðatölu.
BI: Hefur Stúdentaráð sýnt sig
fært um að vera raunverulegt
pólitískt afl?
F: Nei, því miður. Það sem tor-
veldar alla starfsemi SHÍ í sam- !
bandi við þau mál ,sem varða
baráttu öreiganna I landinu,
verkalýðsmálin, baráttuna fyrir
útfærslu Iandhelginnar og brott-
rekstri hernámsliðsins, er að
pólitísk stefnumörkun Stúdenta-
ráðs hefur ekki verið til. Ráðið
er og verður pólitískt óvirkt
meðan skortir inntak í þær póli-
tísku ákvarðanir, sem ráðið
tekur. Á meðan hinn almenni
stúdent bara situr hjá og fylgist
með, nema réct I kosningum,
skortir ráðið hið raimverulega
pólitíska afl, sem á bak við það
þarf að vera, til þess að mark
sé takandi á þeim yfirlýsingum
sem það sendir frá sér. Ef ráðið
heldur áfram að vera pólitískt
núll, er tilgangslaust að gefa út
yfirlýsingar.
Bl: Og að lokum, Fótur, þú ert
kommúnisti eins og forveri þinn
í starfi, er það ekki?
F: Ja, ég vildi að ég væri það,
en það er ekki vert að styggja
framsóknarmenn.
Bl: Er þá nokkur fótur fytir
Stúdentaráði?
F: Já, það stendur að minnsta
kosti ekki höllum fæti.
EIGNAVAL sf.
fasteignasala
Suðurlandsbraut 10
Símar 85650, 85740.
Mikið hefur gengið á síðan eldgosið mikla
hófst í Eyjum í janúarmánuði s.l. Þó svo að
jarðfræðingum sé tamt að tala um það sem
lítið eldgos á þeirra mælikvarða, fer ekki á
milli mála að það er stórgos í augum Eja-
manna. Vestmannaeyingar hafa beðið mikið
tjón, á því leikur ekki nokkur vafi. Og
varla er líklegt, að nokkur Islendingur taki
undir með námsverkamönnunum fjórum í
MA, sem sendu frá sér yfirlýsingu, þess
efnis að þeir gleddust yfir því afhroði sem
íslenzk borgarastétt biði við þessar náttúru-
hamfarir. Málið er nefnilega ekki það ein-
falt, enda virðist tæpt á því að drenghnokk-
ar þessir séu vitsmunalega ábyrgir orða
sinna. Orð Akureyrarpiltanna verða auk þess
að teljast vafasamt innlegg til stéttabarátt-
unnar á Islandi, þar sem það eru einmitt
borgararnir í Eyjum sem koma til með að
græða á gosinu. Hamfarirnar í Eyjum eiga
að geta sýnt íslenzkri alþýðu fram á fárán-
leik þess, þegar verðmætamyndnnin er lögð
í hjóm eitt og vitleysu. Eyjar hafa verið
aflasælasta verstöð landsins og þar hefur
verkalýðurinn lagt dag við nótt yfir háanna-
tímann við hráefnavinnsluna. Tekjur manna
hafa því margfaldast í réttu hlutfalli við hinn
ómannúðlega langa vinnutíma. Og einmitt
þess vegna, hefur borgarastéttin ísl. rakað
að sér fé á kostnað vestmannaeyskrar alþýðu.
1 Eyjum náði smámorgaralegt verðmætamat
hátindi sínum. Hvergi á landinu hafa öreigarn-
ir verið þrælkaðir jafn svívirðilega til að
fjárfesta tíma sinn og líkamsorku í einskær-
um hégóma. Þar hefur smáborgaralegum
hugmyndum og fölsku verðmætamati verið
]ætt svo ísmeygilega inn í huga alþýðunnar,.
áð hún hefur ekki kunnað sér neitt hóf, og
hver alþýðumaðurinn hefur keppt við ann-
an, til að verða ekki éftirbátúr hiris í að
eignast 1. flokks einbýlishús, bíl í ákveðnum
verðflokki, húsgögn á uppsprengdu verði og
málverk af Heimakletti eftir einhvern fúsk-
mund, til að hafa í stofonni sinni.
Hvergi annars staðar á landinu, nema þá
helst sumstaðar í Reykjavík, hafa stöðu-
táknin skipað jafn stóran sess í hugum
fólks.
En er hægt að kalla öreiga Vestmannaeyja
stéttsvikara og ásaka þá beint fyrir smáborg-
araskap og eftirsókn eftir vindi? Liggur ekki
sökin hjá verkalýðshreyfingunni og róttæk-
um öflum um allt land, sem allt frá stríðs-
lokum hafa látið það viðgangast átölulaust,
að öreigalýður þessa lands sleikti rassgatið
á borgarastéttinni og gerði sér far um að
líkja eftir henni á alla lund? Hefur nokkuð
verið gert til að sporna við almennri trú al-
þýðunnar á gildi peninganna eða almætti
peningavaldsins?
Það er Ijóst mál að alþýða þessa lands
getur ekki haft samúð með þeim mönnum
sem „misstu mest“. Arðræningjum sem urðu
fyrir milljónatjóni, er ekki hægt að vor-
kenna, þó að þeir góli manna hæst um sinn
mikla missir að viðbættu því mikla fram-
leiðslutjóni sem þjóðin verði fyrir. Hitt á
þó trúlega eftir að sannast að séð verður til
þess að bæta auðvaldssmákóngunum sitt tjón
og aðstöðumissi, og að þeir koma til með
að hreiðra um sig, aftur, ef ekki í Eyjum,
þá í einhverri annarri verstöð. 1 því sam-
bandi má skjóta því inn, að þeir virðast
ekki á nástrái staddir, útvegskóngarnir úr
Eyjum sem nýlega festu kaup á Hraðfrysti-
húsi Júpiters og Marz h.f., á Kirkjusandi.
Eða komu peningarnir kannski úr Viðlaga-
sjóði?
Hins ber þó að gæta að tjón það, sem
hlýzt af stöðvun framleiðslutækjanna er eng-
anveginn mál borgarastéttarinnar einnar, þó
að eignarhald hennar á þeim sé aftur á móti
himinhrópandi ranglæti. Það er engan veginn
hægt að gleðjast yfir atvinnuleysi verkafólks
í Eyjum, þó að skólastrákarnir fjórir þykist
þess umkomnir.
Líta má á það sem gefinn hlut, að þeir
sem minnst áttu undir sér í Eyjum, barn-
margar fjölskyldur með mikla ómegð, ógift-
ar mæður að einu eða fleiri börnum, drykk-
felldir einstaklingar eða aðrir, sem ekki áttu
upp á pallborðið hjá borgurum Vestmanna-
eyja, að þetta fólk missir mest. Þetta fólk
kemur til með að eiga erfiðast með að koma
sér fyrir á nýjum stað og afla sér húsnæðis
og atvinnu við sitt hæfi. Það eru þessir ein-
staklingar, með fyllstu virðingu fyrir öðru
vestmannaeysku verkafólki, sem eiga dýpstu
hluttekningu skilið. Þessir einstaklingar geta
ekki gengið að Viðlagasjóði, og heimtað
fullar bætur fyrir allt, sem þeir hafa misst.
Sá sem þetta ritar, frétti líka af því, að á
fyrstu dögum gossins, hafi þeir borgarar úr
Eyjum, sem Rauði Krossinn trúði fyrir út-
deilingu fjárframlaga, látið persónulegt gild-
ismat sitt ráða því hvað kom í hlut hvers
og eins. Þannig hafi stúlka, sem átti þrjú
ung börn og sinn föðurinn að hverju, aðeins
fengið tvö þúsund krónur til að lifa af
fyrstu dagana. Og eins að einhleypir menn,
sem taldir voru blautir, hafi fengið fimm-
hundruð krónur, í sinn skerf. Aðrir, sem
voru í meiri metum, gátu á sama tíma, krí-
að sér út tugþúsund króna styrk. Og fljót-
lega á eftir kom svo yfirlýsing Húseigenda-
félags Vestmannaeyja, "þar- "sem farið Váf
fram á að Viðlagasjóður greiddi þeim út
fullt brunabótamat húseigna. Kom þar ber-
lega í Ijos oskammfeilni sú og heimtufrekja
sem er höfuðeinkenni borgaralegs þenking-
armáta.
En einn er sá missir, sem Vestmannaeying-
ar hafa mátt þola, sem ekki verður bættur
nema rétt verði brugðið við og skjótt. Sá
missir er fólginn í þeirri skerðingu á félags-
legum kjörum fólksins og öryggisleysinu, sem
er því samfara að flosna upp úr sínu eðli-
lega umhverfi; missa öll tengsl við það sam-
félag sem hefur fóstrað þetta fólk. Það verð-
ur því að stefna að því, að Vestmannaeying-
ar geti allir setzt að á sama stað. Ef ekki
í Eyjum þá annars staðar, þar sem þeir geta
ræktað sín tengsl innbyrðis og fundið sér
félagslega fótfestu. Hér er ekki verið að
boða, að það eigi að hjálpa Vestmannaeying-
um til að koma sér upp aftur því víghreiðri
smáborgaraskaparins, sem þeir hafa vanist.
Þvert á móti. Nú er um að gera að gefa
Vestmannaeyingunum tækifæri til að verða
leiðandi fordæmi um félagshyggju og sam-
stöðu innbyrðis. Og þetta gerist ekki nema
með einu móti: Að öreigar Vestmannaeyja
fái sjálfir eignarhald á og ráði yfir fram-
leiðslutækjum sínum í samvinnu við ríkis-
valdið.
Er því skorað á alla hugsandi vinstri menn
í landinu að ræða þetta sín á milli og stefna
síðan að því með þrýstingi, að þessi útópíski
draumur geti rætzt. Núna þegar „sameigin-
leg hagsmunamál allra landsmanna" tröll-
ríða hátíðisdegi (baráttudegi) verkamanna, og
stéttasamvinnu er þannig boðið heim, má
ætla að þetta sé verðugt markmið. Takist
þetta er merkum áfanga náð á leiðinni að
Islandi sósíalismans.
Með baráttukveðju.
Vinstri fótur.
i
STUDENTABLAÐIÐ — 7