Fréttablaðið - 22.09.2009, Page 14

Fréttablaðið - 22.09.2009, Page 14
14 22. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Það dylst engum að ástandið í íslensku efnahagslífi er ekki gott í kjölfar þess að hið mikla krosstengslaveldi útrásarvíking- anna hrundi eins og spilaborg. Margir hafa tapað miklu en fáir meira en erlendir lánveitendur bankanna og íslensku fyrirtækj- anna sem þóttu vera að gera það gott í útlöndum. Hér á Íslandi hefur hrunið einkum haft áhrif á tvennt: Annars vegar hækk- andi verðbólgu og hins vegar aukið atvinnuleysi. Gengishrun krónunnar hefur á hinn bóg- inn verið stöðvað með upptöku gjaldeyrishafta en ekki sér fyrir endann á því hversu lengi þau verða í gildi. Gengisvandanum hefur verið slegið á frest í bili, en Íslendingar þurfa að aðlagast nýrri stöðu þar sem innfluttur varningur mun verða frekar dýr um nokkurt skeið. Hækkandi verðbólga er vissu- lega ótíðindi og hún hefur m.a. haft í för með sér hækkun vísi- tölutryggðra lána. Á hinn bóg- inn er ekki einleikið hversu mikið vægi þessi þáttur hefur fengið í allri fjölmiðlaumfjöll- un um efnahagsástandið. Gefið er í skyn að „vandi heimilanna“ felist einkum í verðbólgu og hækkun neyslulána. Á hinn bóg- inn er það ekki nema hálf sagan því að það blasir við að stærsti vandinn er á þeim heimilum þar sem önnur fyrirvinnan eða báðar hafa misst vinnuna. Samt hafa engin hagsmunasamtök tekið baráttuna gegn atvinnu- leysi upp sem mikilvæga kröfu og tillögur stjórnarandstöðunn- ar í efnahagsmálum virðast einkum hafa það að markmiði að auka atvinnuleysið með fjölda- uppsögnum ríkisstarfsmanna. Sannleikurinn er hins vegar sá að verðbólga á Íslandi hefur oft verið meiri. Verðtrygg- ing lána gerir það vissulega að verkum að kostnaðurinn af verðbólgunni fellur á skuld- ara. En verðbólgan sem slík er þó ekki meiri en svo að hún er ekki næg skýring á því að margir telja sig hafa um sárt að binda vegna skuldastöðu sinnar. Meginástæða er þess er gríð- arleg skuldasöfnun heimilanna á góðæristímanum. Verulegur hluti af þeim vanda er skuld- setning vegna hárra húsnæðis- lána sem urðu til vegna hús- næðisbólunnar 2004-2007. Hún var annars vegar framkölluð vegna óábyrgra kosningalof- orða Framsóknarflokksins um hækkun hlutfalls húsnæðislána og hins vegar vegna samkeppni bankanna við Íbúðalánasjóð til þess að knýja á einkavæðingu hans. Þessi vandi er pólitískur vegna þess að hann var að hluta til framkallaður af stjórnmála- mönnum á atkvæðavæðum og trú fyrirtækja á að frjálshyggju- kreddur yrðu áfram hafðar að leiðarljósi við stjórn ríkisins. Á hinn bóginn offjárfestu marg- ir í húsnæði og í bílum í blindri trú á að hér yrði áfram góð- æri með hækkandi tekjum og ekkert stopp. Vandi þeirra sem það gerðu verður að teljast ein- staklingsbundinn og lýsingar á bágum högum þeirra sem sýndu mesta ábyrgðarleysið eru ekki endilega til þess fallnar að vekja samúð. Í samanburði við þessa hækk- un verðbólgu – sem er vissulega alvörumál en þó ekki söguleg stórtíðindi – er mun alvarlegra mál að atvinnuleysi í landinu sé að nálgast tveggja stafa tölu. Ef eitthvað mun leiða til fólksflótta þá er það þessi staðreynd en ekki verðtrygging, gengistrygg- ing eða eitthvað annað. Heimili með margar fyrirvinnur getur tekið á sig versnandi fjárhags- stöðu vegna verðbólgu en ef önnur eða báðar missa vinnuna þá er svigrúm þess horfið og ekkert blasir við nema gjaldþrot. Hérna er kominn hinn raunveru- legi vandi heimilanna á Íslandi og hann felst í því að þúsund- ir manna hafa misst vinnuna á undanförnum misserum. Þessi atvinnuleysisvandi er stærsta vandamál í íslensku efnahagslífi þessa stundina en það birtist svo sannarlega ekki í fjölda dálksentímetra í blöðun- um. Atvinnuleysið er fíllinn í borðstofunni sem enginn talar um. Að hluta til eru ástæður þess pólitískar. Gagnrýnend- ur núverandi ríkisstjórnar hafa ekki sett fram trúverðuga stefnu til að draga úr atvinnuleysi og ekki heldur samtök atvinnurek- enda – sem enn einblína á dýrar patentlausnir í atvinnumálum. Verkalýðshreyfingin er sinnu- laus og talar máli atvinnurek- enda eins og oft áður. Ríkis- stjórnin hefur því ekkert aðhald í þessu máli frá stjórnarandstöð- unni. Hún hefur það ekki held- ur frá aðilum vinnumarkaðar- ins. Fjórða valdið, fjölmiðlarnir, er stikkfrí og hefur vanrækt að setja atvinnuleysi á dagskrá. En ef það er eitthvert málefni sem kallar á þjóðarátak núna þá er það baráttan við atvinnuleysið. Markmiðið á að vera að tryggja fulla vinnu á næstu mánuðum. Þá fyrst verður hægt að tala um að kreppan sé í rénun. Atvinnuleysisvandinn SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Atvinnuleysi UMRÆÐAN Már Wolfgang Mixa skrifar um skuldavanda heimil- anna Fjárfestingar séreignar-sparnaðar mega vera í hlutabréfum, skuldabréfum og bundnum innlánum. Þetta var sjálfsagt á meðan allt lék í lyndi, flestir sem spör- uðu með þessum hætti voru að auka líkur á áhyggjulausum ævidögum síðar meir. Sparnaðurinn hefur verið laus til útborg- unar frá 60 ára aldri nema þegar um örorku eða andlát er að ræða. Ég vil að boðið verði upp á fjórðu leiðina. Hún felur í sér að fólk geti fjárfest í sínu eigin húsnæði með niðurgreiðslu skulda. Slíkt væri hægt með tvennum hætti. Fólk gæti notað sparnað sinn ótakmarkað til að greiða inn á lán sín eða til greiðslu á vöxtum og afborgun- um af fasteign sinni. Þetta myndi hjálpa mörg- um við að létta á greiðslubyrði sinni og þar sem útborgunin er skattskyld fengi ríkissjóður pen- inga í kassann. Þegar upphafleg umræða um heimild til útgreiðslu átti sér stað, að hámarki samtals millj- ón krónur, var gert ráð fyrir að tvöfalt hærri upp- hæð færi í greiðslur úr séreignarsjóðum en raun- in hefur orðið. Rök um að rýmkun til útborgunar leiði til þess að séreignarsjóðir þurfi að selja eignir í stórum stíl og mynda neikvæðan sölu- þrýsting eru því ómarktæk. Kínamúrar fjármála- stofnana eiga auk þess að tryggja að kröfuhafar geti ekki þrýst á skuldara að ganga á lífeyrissér- eign sína. Þetta minnkar skuldsetningu heimilanna og gæti verið mótvægi við núverandi stöðnun í efna- hagslífi þjóðarinnar. Hvati til sparnaðar eykst einnig því með þessu er tryggt að þeir sem sýnt hafa fyrirhyggju í sparnaði og kjósa að minnka húsnæðisskuldir sínar fái að njóta þess í dag þegar að þörfin er mest. Höfundur er fjármálafræðingur. Séreignarsparnaður – húsnæðislán MÁR WOLFGANG MIXA ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Bara einhvern talsmann Fréttastofa Rúv flutti framhald á frétt Fréttablaðsins í gær, en þar var fjallað um vilja stjórnvalda til að færa öll húsnæðislán til Íbúðalánasjóðs. Rúv ákvað að ræða við hlutaðeigandi málsaðila, sem af einhverjum ástæð- um var Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Nú hefur sú stofnun staðið sig hið ágætasta, einhver hefði þó frekar rætt við fulltrúa Íbúða- lánasjóðs um hvort sjóðurinn réði við að taka við lánunum. Tja, eða þá ráðherra um hvort hugað væri að öllum þáttum málsins. En ekki talsmann neytenda; ekki frekar en talsmann Femínistafélagsins; jafnágætt og það embætti er. Aftur og nýbúinn Undanfarið hefur þeim fréttum farið fjölgandi þar sem fasteignasalar ræða um hve viðskiptin hafa aukist mikið upp á síðkastið. Það sé augljós vís- bending um að fasteignamark- aðurinn sé á uppleið. Einhvern veginn verður manni hugsað til góðærisins, þegar hver blaðamaður á fætur öðrum át upp sölu- ræður fasteignasala án þess að hafa fyrir því að skoða stóru myndina. Hafa menn ekkert lært á því? Alltaf meðmæli Í fljótlegri yfirferð yfir víðfeðmar lendur bókaútgáfu má finna fjórar bækur sem Andri Snær Magnason kemur að, þó án þess að rita þær. Hann skrifar formála að bókunum Mannlaus veröld og Blómalandið og mælir með bókinni Árin sem enginn man eftir. Slíkt hið sama gerði hann við bókina Tvískinnu í fyrra. Andri er tengdur andstöðu gegn virkjunum órjúfanlegum böndum, en andstæðingar andstæðinganna hafa oftar en ekki talað um atvinnumót- mælendur í þeim hópi. Svo virðist sem Andri Snær sé orðinn atvinnumeðmæl- andi. kolbeinn@frettabladid.is KS Frosin innmatur Hjörtu og lifur 198.- H inn 6. október í fyrra, daginn sem Geir H. Haarde flutti sjónvarpsávarpið sitt, breyttist allt á Íslandi. Tæplega tólf mánuðum síðar vitum við ekki enn hvernig tilveran verður. Það hefur ýmislegt gerst á þessu ári sem er liðið. Það varð eitt stykki búsáhaldabylting, það var skipt um ríkisstjórn, gengið til alþingiskosninga, samþykkt að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu og tekist á um mestu fjárhagsskuldbindinga lýð- ræðistímans. Þetta hefur vissulega verið sögulegt ár. Eftir stendur þó að óviss- an um framtíðina er enn svo til hin sama og haustið 2008. Því miður. Hrunið skildi eftir sig risastórt tómarúm sem hefur ekki verið fyllt upp í. Baráttan um hvaða hugmyndafræði á að fylla þetta pláss er rétt að hefjast. Hún snýst um hvernig samfélag verður hér á næstu árum. Það eru mörg grundvallarmál óútkljáð. Hvernig á til dæmis að hátta umgengninni við náttúruauðlindir landsins, við fiskinn í sjón- um, fallvötnin, og orkuna sem er undir yfirborðinu? Á að bora og byggja virkjanir og framleiða eins fljótt og mögulegt er gnótt rafmagns til að vinna landið út úr kreppunni? Og ef svo, í hvað á að nota orkuna? Álframleiðslu og aðra stóriðju, gagnaver, samgöngur? Eða á að friða ár og fossa og háhitasvæðin í óbyggðum og finna aðrar leiðir til að skapa nauðsynleg verðmæti? Ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur boðað uppstokkun á kvóta- kerfinu. Hvernig það verður gert veit enginn. Og annar stjórnar- flokkanna vill í Evrópusambandið, hinn ekki. Það er ekki skýr fram- tíðarsýn í boði á Íslandi þessa dagana. Hér eru margir lausir endar. Andrúmsloftið einkennist af óvissu og efa. Vendingar á ritstjórn Morgunblaðsins, elsta dagblaði landsins, verða að skoðast í þessu ljósi. Þær eru klárlega hluti af þeirri valda- baráttu sem er fram undan og snýst um hvernig samfélag rís upp úr ösku hrunsins. Það var fyrirséð að sú barátta yrði háð á mörgum vígstöðvum. Þar á meðal á fjölmiðlunum, sem í augum sumra eru fyrst og fremst valdatæki. Í þessu samhengi er athyglisvert að bera saman í hvaða áttir tvö stærstu blöð landsins eru að þróast. Morgunblaðið hefur misst rit- stjóra sinn vegna þess að skoðanir hans fóru ekki saman við skoð- anir einstaklinga í eigendahópi blaðsins. Í sumar fóru aðstandendur Fréttablaðsins hins vegar þá leið að opna forystugreinaplássið á skoðanasíðu blaðsins fyrir völdum hópi utanhússpenna. Tilgang- urinn var tvíþættur, að hnykkja á þeirri yfirlýstu ritstjórnarstefnu að Fréttablaðið hefur ekki skoðun en þó öllu frekar að leitast við að endurspegla sem fjölbreyttust sjónarmið í þjóðmálaumræðunni. Með þeim hætti væri lesendum best þjónað við að móta sína eigin skoðun á málefnum líðandi stundar. Tómarúm sem margir vilja fylla: Andrúmsloft óvissu og efa JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.