Fréttablaðið - 22.09.2009, Page 15
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
„Ég reyni nú að borða og hugsa
um hvað ég set ofan í mig, pæli í
því hvort það sé lífrænt og vist-
vænt. Ég fór eiginlega að velta
þessu fyrir mér eftir að ég gerð-
ist grænmetisæta,“ segir Hanna
Guðmundsdóttur, starfsmaður í
Heilsuhúsinu, beðin um að lýsa
því hvernig hún hugar að heils-
unni.
Hanna segist hafa tekið ákvörð-
un um að gerast grænmetisæta
eftir að hafa horft á myndband
um slæma meðferð á dýrum. „Í
framhaldinu tók ég ákvörðun um
að styrkja ekki þennan iðnað með
neinu móti.“
Var ekki erfitt að hætta að
borða kjöt? „Nei, alls ekki. Ég
ákvað að gefa mér þrjá mánuði
í þetta. Ætlaði að byrja á því að
taka út svínakjöt og rautt kjöt,
hafði reyndar aldrei verið hrifin
af svínakjöti. Svo átti fuglakjöt
og fiskur að vera næst á dagskrá.
En þegar ég byrjaði að elda græn-
metisrétti gerðist þetta rosalega
hratt. Ætli það hafi ekki liðið fjór-
ar vikur frá því ég tók ákvörðun
þar til ég var alfarið hætt.“
Hanna segir þó ígrundaða
ákvörðun frumforsendu þess að
gerast grænmetisæta. „Ég próf-
aði þetta til dæmis fyrst átján
ára, en það var ekki endilega rétt
ástæða. En svo gerði ég þetta af
siðferðilegum ástæðum og það
breytti öllu.“
Hún segist ekki hafa upplif-
að næringarskort eða orkuleysi
eftir að hafa hætt neyslu kjöts og
fisks gagnstætt því sem stundum
er haldið fram. „Ég hafði heyrt
sagnir um það. En það er ekkert
í kjöti og fiski sem ekki er hægt
að fá úr jurtaríkinu, eins og til
dæmis prótín.“ Þá segir hún til-
tölulega auðvelt að versla í mat-
inn. „Tofu fæst til dæmis hér um
bil alls staðar. Svo er hægt að fá
góða grænmetisrétti á mörgum
veitingastöðum.“
Þannig að þú freistast aldrei til
að bragða á kjöti? „Nei, enda lít ég
ekki lengur á það sem mat,“ segir
hún ákveðin.
roald@frettabladid.is
Ánægð með ákvörðunina
Hanna Guðmundsdóttir hefur verið grænmetisæta í tæp sjö ár. Hún segist síður en svo sjá eftir að hafa
breytt um lífsstíl. Ákvörðunin hafi verið af siðferðilegum toga og haft alls kyns jákvæð áhrif á heilsuna.
Hanna segist hafa fengið misjöfn viðbrögð þegar hún gerðist grænmetisæta. „Flestir voru jákvæðir, enda voru margir í kringum
mig í svipuðum hugleiðingum. Þar á meðal nánustu ættingjar mínir.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Á RÁS FYRIR GRENSÁS er söfnunarátak fyrir endurhæfingardeild
Landspítalans. Ríkissjónvarpið verður með dagskrá tileinkaða söfnuninni
næsta föstudagskvöld klukkan 19.35. Fjöldi gesta kemur fram, tónlistar-
menn og aðrir skemmtikraftar. Umsjónarmenn eru Eva María Jónsdóttir
og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.
Dr Hauschka
snyrtinámskeið
fyrir konur 40+
Styrking á starfsemi húðarinnar með náttúrulegum
jurtablöndum. Farið verður í umhirðu húðarinnar
fyrir þroskaða húð (40+) og hvað gera skuli fyrir
hverja árstíð og hvernig hægt sé að undirbúa
húðina með sérstökum jurtum sem styrkja vefi hennar og stuðla
þannig að heilbrigðu útliti.
Meðan á námskeiðinu stendur verður veittur 15% afsláttur af
Dr Hauschka snyrtivörum og 10% afsláttur af öðrum vörum.
Leiðbeinandi: Jóhanna Benediktsdóttir
Aðgangur er ókeypis.
Námskeiðið verður haldið í Yggdrasil fimmtudaginn 24.
september l. 20:00 – 21:30. Upplýsingar og skráning eru k
á netfanginu yggdrasill@yggdrasill.is eða í síma 562 4082.
Skólavörðustíg 16 . 101 Reykjavík