Fréttablaðið - 22.09.2009, Qupperneq 16
22. 2
Auglýsingasími
– Mest lesið
MÓTIÐ STERKASTI FATLAÐI MAÐUR HEIMS
verður haldið 2. og 3. október. Föstudaginn 2. október fer mótið
fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og laugardaginn 3. októb-
er í Íþróttahúsi ÍFR Hátúni 14. www.ifsport.is
Íslendingar eiga mikið af góðu
fólki sem er tilbúið að láta gott af
sér leiða og lætur ekki niðurskurð
í heilbrigðiskerfinu koma í veg
fyrir að frekari framfarir verði á
þjónustu við sjúklinga. Þær Guð-
rún Sigurjónsdóttir hjá samtök-
unum Samhjálp kvenna og Rann-
veig Lund hjá samtökunum Bætum
brjóst eru meðal þess fólks.
Þessi tvenn samtök vinna bæði
að því að bæta lífsgæði kvenna
sem greinst hafa með brjósta-
krabbamein. Fyrir skömmu tóku
meðlimir þessara samtaka hönd-
um saman og söfnuðu fyrir tæki
sem notað er til að útbúa húðflúr
sem líkist geirvörtu að lit og lögun
á brjóst sem hefur verið byggt upp
eftir skurðaðgerð. Guðrún segir að
full lækning sé ekki fengin fyrr en
geirvartan sé tilbúin.
Báðar segjast þær hafa litið á
það sem skyldu sína að vinna að
málefni kvenna sem greinst hafa
með krabbamein. Þannig kviknaði
áhugi Rannveigar í fyrra eftir að
dóttir hennar um þrítugt greindist
með brjóstakrabbamein en Guðrún
hóf sitt starf fyrir um 20 árum
síðan eða eftir að hún hafði sjálf
náð sér af brjóstakrabbameini.
„Fyrst í stað snerust samtökin
fyrst og fremst um andlegan stuðn-
ing við konur sem greinst höfðu
með krabbamein, svo var einnig
veitt aðstoð með ýmis praktísk mál
þessu tengdu til dæmis val á gervi-
brjóstum og brjóstahöldum. Til
viðbótar við þessa þjónustu hafa
samtökin unnið að forvörnum og
fræðslu sem draga megi sem mest
úr þeim usla sem krabbameinið
veldur í lífi fólks og styrkja rann-
sóknarstarf,“ segir Guðrún um
starf Samhjálpar kvenna. „Við vilj-
um að dætur okkar fái betri þjón-
ustu en við fengum og allra helst
að lausn finnist á þeirri gátu sem
brjóstakrabbamein er,“ bætir hún
við.
Rannveig segir að söfnun fyrir
þessu tæki hafi verið sín leið til
að þakka fyrir sig og dóttur sína.
Það sé mikið áfall fyrir unga konu
að fá krabbamein og láta skera í
burt jafn mikilvægan hluta líkam-
ans og brjóst er fyrir konur. „Hún
er samt mjög stolt af sínu nýja
brjósti,“ bætir hún við. Síðustu ár
hefur læknum farið fram við að
byggja upp ný brjóst fyrir konur
eftir að þær hafa farið í aðgerð en
þær hafa svo þurft að leita til aðila
utan heilbrigðiskerfisins til að fá
vörtubauginn á brjóstið.
„Það er fínt að fara til tattú-
meistara langi mann í dreka eins
og Lisbeth Salander. En vilji maður
fá lit á geirvörtuna eftir aðgerð
tel ég æskilegast að sú þjónusta sé
niðurgreidd af heilbrigðiskerfinu
og fari fram innan þess,“ útskýrir
Guðrún. Við þetta bætir Rannveig
að þær séu hvergi nærri hættar
að vinna að því að bæta heilbrigð-
isþjónustuna. Næg verkefni séu
fyrir hendi og þótt niðurskurður
sé hjá hinu opinbera þá þurfi það
ekki að koma í veg fyrir framfarir.
karen@frettabaldid.is
Geirvörtur kvenna út-
búnar á Landspítalanum
Konur sem þurftu að fara í stórar skurðaðgerðir vegna brjóstakrabba gátu lengi vel ekki fengið útbúnar
vörtubauga á brjóst nema utan heilbrigðiskerfisins. Þetta er verið að bæta .
Þær Rannveig og Guðrún koma hvor frá sínum samtökunum, þær eiga það þó sam-
eiginlegt að standa sama í baráttu sinni fyrir bættri þjónustu við konur sem greinast
með brjóstakrabbamein þótt skorið sé niður í kerfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þessi kona hafði orðið að gangast undir brottnám á báðum brjóstum vegna krabba-
meins, læknar byggðu því næst aftur upp brjóst hennar og tattúveruðu geirvörtu á
sinn stað með sams konar tæki og nú hefur verið keypt. MYND/KRISTJÁN SKÚLI ÁSGEIRSSON
STA
FGA
NGA
ÁHR
IFAR
ÍK L
EIÐ
TIL L
ÍKAM
SRÆ
KTA
R
Stafgöngunámskeið hefjast n.k.
stafgönguþjálfi, 616 85 95.
stafgönguþjálfi, 694 35 71.
Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30.
Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30.
SKRÁNING & NÁNARI UPPLÝSINGAR Á:
AFS skiptinemasamtökin munu vera
með opið hús á morgun, miðvikudag,
kl. 17-19 í húsakynnum samtakanna að
Ingólfsstræti 3, Reykjavík.
Allir þeir sem vilja forvitanst um skipti-
nemadvöl eða starf okkar almennt
eru hvattir til að kíkja við og kynna sér
það sem við höfum uppá að bjóða.
AFS á Íslandi • Sími 552 5450 • www. afs.is
Hittu heiminn með AFS
System kr. 33.900,-
Flex Max kr. 27.900,-
Flex kr. 22.900,-
FLOTT
Í VETUR...
Léttfylltur blúnduhaldari í BC skálum
á kr. 3.950,- boxer buxur í stíl
á kr. 1.950,-
Létt fylltur og flottur í BC skálum
á kr. 3.950,- boxer buxur í stíl
á kr. 1.950,-