Fréttablaðið - 22.09.2009, Síða 21

Fréttablaðið - 22.09.2009, Síða 21
ÞRIÐJUDAGUR 22. september 2009 17 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Myndhöggvarinn Magnús Th. Magnússon, eða Teddi, hefur opnað tvær nýjar sýningar á verk- um sínum. Önnur er í Perlunni og hin í anddyri Seltjarnarneslaugar. Á sýningunum er að finna verk sem hann hefur unnið á síðastliðnum tveimur árum. Þau eru að mestu úr tré en einnig úr málmum af ýmsu tagi. Viðartegundirnar eru frá öllum heimshornum. Sýningin í Perlunni er níunda einkasýning Tedda. Honum hefur verið lýst sem frjálsum listamanni sem fylgir ímyndunaraflinu og lætur hugmyndir annarra ekkert á sig fá. Sýningin í Perlunni stendur fram í miðjan næsta mánuð en sýningin í Seltjarnarneslaug eitthvað lengur. Teddi með tvær sýningar Magnús vinnur aðallega með tré og notar viðartegundir frá öllum heimshornum. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Þórir Bjarnason vélstjóri, Sóltúni 2, andaðist að heimili sínu föstudaginn 18. september. Útförin fer fram frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 25. september kl. 13.00. Þráinn Viðar Þórisson Þorbjörg Oddgeirsdóttir Þóra Þórisdóttir Ólafur Már Björnsson Páll Þórisson og barnabörn. Móðir okkar, Kristín Mikkalína Kjærnested Konráðsdóttir Foster, fædd á Akureyri 11. apríl 1924, lést á heimili sínu í New York miðvikudaginn 18. sept- ember. Útför fer fram 23. september í New York. Konráð Foster Hulda Gústafsdóttir og ættingjar. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur og afa Sigurvalda Björnssonar frá Litlu-Ásgeirsá Nestúni 2, Hvammstanga. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á nýrnadeild 13E Landspítalans við Hringbraut. Ólína Helga Sigtryggsdóttir Björn Sigurvaldason Ingibjörg Sigurvaldadóttir Kristján Heiðar Sigríður Sigurvaldadóttir Sævar Einarsson Sigtryggur Sigurvaldason Vigdís Guðmundsdóttir Pétur Sigurvaldason Bjarney Benediktsdóttir og barnabörn Elskuleg dóttir okkar, sambýliskona og móðir, Bylgja Hrönn Nóadóttir frá Tálknafirði, Tjaldhólum 52, Selfossi, lést mánudaginn 14. september. Minningarathöfn verður í Selfosskirkju fimmtudaginn 24. september kl. 13.30. Útförin fer fram frá Tálknafjarðarkirkju laugar- daginn 26. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á langveik börn. Fríða Sigurðardóttir Nói A. Marteinsson Bjarki Hrafn Ólafsson Hildigunnur Kristinsdóttir Fríða Hrund Kristinsdóttir fjölskyldur þeirra og aðrir vandamenn. Ástkær eiginkona mín, Jóhanna Dýrunn Sigþórsdóttir Flyðrugranda 14, Reykjavík, andaðist laugardaginn 19. september. Útförin fer fram í þyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Óskar Hrútfjörð Guðmundsson Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Svanhildur Guðnadóttir Hörgshlíð 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. september kl. 15.00. Guðrún Þ. Þórðardóttir Þorvaldur K. Þorsteinsson Svanhildur Þorvaldsdóttir Þór Tryggvason Margrét Á. Þorvaldsdóttir Georg Garðarsson og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengda- faðir, afi og langafi, Guðmundur Benediktsson frá Miðengi, áður Flókagötu 61, Reykjavík, lést á Hrafnistu Hafnarfirði, sunnudaginn 20. sept. Jarðsungið verður frá Háteigskirkju föstudaginn 2. október kl. 13.00. Þórdís Skarphéðinsdóttir Bjarni Guðmundsson Inga Guðmundsdóttir Anna Guðmundsdóttir Erlendur Ragnar Kristjánsson Bára Guðnadóttir Björn Antonsson Helga Jakobs Magnea Antonsdóttir Sigurður Lyngdal barnabörn og barnabarnabörn. Okkar elskulega eiginkona, móðir, amma og tengdamóðir, Hrafnhildur Vera Rodgers, andaðist þriðjudaginn 8. september á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Alzheimer-samtökin. Arnór Sveinsson Sveinn Ólafur Arnórsson Sandra Berg Cepero Hanna María Arnórsdóttir Jón Örn Kristinsson Ingunn Ásta Arnórsdóttir Rodgers Pétur Arnórsson Ingibjörg Ylfa Ólafsdóttir Arnar Arnórsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, Jón J. Árnason pípulagningamaður, Hraunbæ 102A, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 19. september. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnhildur J. Sigurdórsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda - faðir, sonur, tengdasonur og bróðir, K. Árni Kjartansson Lindarhvammi 4, Hafnarfirði, andaðist að morgni 19. september sl. á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Júlíana Ágústsdóttir Ágúst Malmkvist Árnason Linda Garðarsdóttir Sigurbjörg Unnur Árnadóttir Lára Mathiesen Kjartan Ingimarsson Steinunn Jónsdóttir og systkini hins látna. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hjálmtýr Ragnar Júlíusson bifvélavirki, Baugstjörn 3, Selfossi, sem lést á Ljósheimum, Selfossi, laugardaginn 19. sept- ember, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 25. september kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta slysavarnar- og líknarfélög njóta þess. Elínborg Ásmundsdóttir Brynja Hjálmtýsdóttir Ingimundur Sigurmundsson Smári Rúnar Hjálmtýsson Ólöf Másdóttir Elvar Ingimundarson Auður Ingimundardóttir og Elínborg Ingimundardóttir, Rúnar Þór Jóhannsson, Ragnar Týr Smárason og Guðlaug Li Smáradóttir. Íslenski dansflokkurinn hefur sýn- ingarár sitt með nýrri fjölskyldusýn- ingu á Stóra sviðinu í Borgarleikhús- inu sunnudaginn næstkomandi. Fjölskyldusýningar Íslenska dans- flokksins eru jafnan vel sóttar, en þær samanstanda af brotum úr vinsælum verkum síðustu ára. Sýningin að þessu sinni er sett saman af brotum úr þrem- ur verkum: Fótbolti er umfjöllunarefn- ið í The Match. Svanurinn er helgað- ur rómantískum og fallegum dúett. Þá er kómísk saga af eldri borgurum sem enda í allsherjar matarslag til umfjöll- unar í verkinu Endastöð. Sýningin er ætluð allri fjölskyldunni og er mark- miðið að kynna nútímadans sérstak- lega fyrir yngri kynslóðinni. Af þeim sökum er ókeypis inn á sýninguna fyrir börn tólf ára og yngri og er mið- inn á hálfvirði fyrir þrettán til sex- tán ára. Dansflokkurinn mun setja sýning- una upp næstu fjóra sunnudaga klukk- an 14. Matarslagur í Borgarleikhúsinu FJÖLSKYLDUSÝNING Rómantíkin ræður ríkjum í Svaninum. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.