Fréttablaðið - 22.09.2009, Qupperneq 23
ÞRIÐJUDAGUR 22. september 2009 19
Um helgina voru þrjár sýningar á
RIFF á danskri mynd fyrir ungl-
inga og aðstandendur, Max pinlig,
heitir hún, leikstjóri er Lotte Sven-
sen. Myndin er á dagskrá í lokasýn-
ingu á laugardag kl. 14. Hún var
verðlaunuð í Berlín í ár og er alls
góðs makleg.
Myndin er borin uppi af ungum
strák, Samuel Heller Seiffert, sem
leikur Max sem heldur sig vinafá-
an og einangraðan. Hann býr einn
með móður sinni, gömlum hippa
sem bindur bagga sína öðru vísi en
meðaljóninn. Og gegnum hann gefst
okkur innsýn í líf þriggja unglinga,
þörf fyrir félagsskap, trúnað og
vináttu er hér mörkuð skörpum
dráttum af látlausu öryggi. Mynd-
in er fyndin, falleg og auðskilin af
afbragðsleik og skýrri persónu-
sköpun. Samuel er hreint frábær
í þögulli tjáningu á kvöl unglings-
ins. Og ekki er Mette Agnete Horn
síðri í hlutverki móðurinnar. Mynd-
leg frásögn er brotin upp með hug-
myndaríkum innskotsköflum, túlk-
un Max sjálfs á gömlum sögum um
fyrirmyndarunglinga fyrri tíma. En
andrúmið í verkinu er rótt, handrit-
ið stefnir saman ólíkum þráðum svo
úr verður yndisleg manneskjuleg
saga. Súperstöff.
Páll Paldvin Baldvinsson
Martröð Max rætist
KVIKMYNDIR
Max Pinlig
Leikstjóri: Lotte Svensen.
★★★★
Yndisleg mynd fyrir unglinga á öllum
aldri.
Nýtt lag hollenska plötusnúðsins
Tiësto og Jónsa úr Sigur Rós, Kal-
eidoscope, er nú fáanlegt á iTunes.
Lagið, sem er sjö og hálfrar mínútu
langt, er það fyrsta á samnefndri
plötu Tiësto sem kemur út 20. okt-
óber. Þar syngur Jónsi á sinn ang-
urværa hátt yfir seiðandi tónum
Tiësto, sem verða reyndar dans-
vænni með hverri mínútunni
sem líður. Á meðal fleiri gesta
á þessari fjórðu sólóplötu
Tiësto eru Nelly Furtado,
Kele Okereke úr hljóm-
sveitinni Bloc Party, Emily
Haines úr Metric og Kianna
Alarid úr Tilly and the Wall.
Tiësto, sem áður kallaði sig
DJ Tiësto, hefur verið dugleg-
ur við að troða upp víða um
heiminn undanfarin ár. Hann
spilaði við opnunarathöfn Ólymp-
íuleikanna í Aþenu 2004, fyrstur
allra plötusnúða, en Björk var einn-
ig á meðal þeirra sem stigu á svið.
Síðan þá hafa vinsældir hans vaxið
stöðugt og á síðasta ári var hann
tilnefndur til Grammy-verðlaun-
anna. Fyrir tæpum tveim-
ur árum spilaði hann hér á
landi á Broadway á árshátíð
Techno.is við góðar und-
irtektir. Hann er núna á
tónleikaferð um heiminn
til að fylgja nýju plötunni
eftir og spilar á Spáni og í
Bandaríkjunum og Kanada
á næstunni.
Spennandi samstarf
JÓNSI Jónsi er á meðal gesta á
nýrri plötu Tiësto.