Fréttablaðið - 22.09.2009, Side 30

Fréttablaðið - 22.09.2009, Side 30
26 22. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. eymsl, 6. gangflötur, 8. sæ, 9. blundur, 11. fisk, 12. ólögl. innfluttn- ingur, 14. samfokinn fönn, 16. klafi, 17. útsæði, 18. fát, 20. til, 21. traðkaði. LÓÐRÉTT 1. kvenflík, 3. hæð, 4. gutla, 5. tæki, 7. lævís, 10. kusk, 13. gifti, 15. kven köttur, 16. einatt, 19. eldsneyti. LAUSN LÁRÉTT: 2. bágt, 6. il, 8. sjó, 9. lúr, 11. ál, 12. smygl, 14. skafl, 16. ok, 17. fræ, 18. fum, 20. að, 21. tróð. LÓÐRÉTT: 1. pils, 3. ás, 4. gjálfra, 5. tól, 7. lúmskur, 10. ryk, 13. gaf, 15. læða, 16. oft, 19. mó. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1. Atli Guðnason. 2. Lars von Trier. 3. Sarkozy, forseti Frakklands. Talsverð spenna virðist vera að myndast fyrir Wipeout-þáttum Stöðvar 2 sem teknir verða upp í Argentínu á næstu vikum. Fréttablaðið hefur greint frá þekktum andlitum sem verða meðal þátttakenda, til að mynda þeim Audda og Sveppa, Gillzenegger, Ingó úr Veðurguðunum. Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fegurðardrottningu og Ívari Guðmundssyni fitness-kappa. Fjölnir Þorgeirsson bættist nýlega í hópinn og nú hefur frést af óvæntum liðsauka. Frágengið mun vera að markamaskínan fyrrverandi og núver- andi íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon keppi í þrautakónginum og verður forvitnilegt að sjá hvernig honum reiðir af. Á meðan niðurskurðar- hnífurinn hefur verið á lofti á flestum fjölmiðl- um landsins virðist fréttastofa Ríkis- útvarpsins smám saman þenjast út. Á dögunum var gengið frá ráðningu á þrem- ur nýjum starfsmönn- um. Guðjón Helgason var keyptur yfir frá Stöð 2 og gengið var frá fastráðningum þeirra Þorkels Sigurbjörnssonar íþróttafréttamanns og fyrrverandi Kompás-liðans Krist- ins Hrafnssonar. Meira úr Efstaleiti. Skiptar skoðanir virðast vera um ágæti nýs morgun- þáttar Rásar 2 í umsjón þeirra Freys Eyjólfssonar og Láru Ómarsdóttur. Spurningakeppni þáttarins hefur þó vakið mikla eftirtekt og eftir- sótt virðist vera að fá að taka þátt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson átti til að mynda að vera í útlönd- um einn daginn þegar keppnin fór fram en hann grátbað stjórnendurna um að fá að halda áfram. Var því óhefðbundnum leiðum beitt til þess að for- maður Framsókn- arflokksins gæti áfram hangið inni. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Atli Örvarsson, íslenska kvik- myndatónskáldið í Hollywood, hefur verið ráðinn til að semja tónlistina við endurgerð Karate Kid með Jackie Chan og Jaden Smith í aðalhlutverkum. Jaden þessi er sonur Hollywood-stór- leikarans Will Smith en mynd- inni hefur verið gefið nafnið The Kung Fu Kid. Eins og margir ættu eflaust að muna voru það Ralph Macchio og Pat Morita sem léku í gömlu myndinni sem naut mikilla vin- sælda á níunda áratug síðustu aldar. Atli kveðst hafa verið of gamall fyrir Karate-kid æðið á sínum tíma en viðurkennir að í dag hafi hann nokkuð gaman af myndinni, hún sé hálfgert „cult“. „Og myndin er víst hugsuð sem eldraun fyrir strákinn og ekki seinna vænna, hann er orðinn ellefu ára,“ segir Atli og hlær. Reyndar er forvitnilegt að segja frá því að Bill Conti samdi tón- listina fyrir Karate Kid á sínum tíma, sá og hinn sami og stjórnar tónlistarflutninginum við Óskar- inn á ári hverju. Atli kveðst ekki vita hvernig hann ætli að undirbúa sig fyrir tónsmíðarnar fyrir myndina en hún gerist að mestu leyti í Kína. „Ætli maður fari ekki bara og leigi sér gömlu myndirnar með Bruce Lee. Annars er þetta nátt- úrulega mynd um krakka fyrir krakka og þegar maður hlustar á kínverska popptónlist í dag þá kemst maður að raun um að hún er ekkert sérstaklega kínversk heldur undir miklum áhrifum frá hinni vestrænu menningu.“ Atli hefur haft í nægu að snúast að undanförnu. Hann er að leggja lokahöndina á tónlistina við kvik- myndina Season of the Witch sem skartar Nicolas Cage í aðalhlut- verki en hún gerist á miðöldum. Þar kemur systir Atla, Þórhildur, töluvert við sögu en hún hefur, í gegnum tónlist bróður síns, vakið eftirtekt hjá kvikmyndaframleið- endum fyrir söng sinn. Þá samdi Atli tónlist við nýjan netleik Sony og er að fara aðstoða Hans Zimm- er við að klára tónlistina fyrir nýjustu Sherlock Holmes-mynd- ina. Þar eru þeir Robert Downey Jr. og Jude Law í aðalhlutverkum en Guy Ritchie leikstýrir. „Þetta gengur mjög vel núna og maður er auðvitað bara sáttur á meðan svo er.“ freyrgigja@frettabladid.is ATLI ÖRVARSSON: SEKKUR SÉR OFAN Í KÍNVERSKA POPPTÓNLIST Íslenskt tónskáld semur fyrir endurgerð Karate Kid Í GÓÐUM HÓPI Jackie Chan og Jaden Smith leika aðalhlutverkin í The Kung Fu Kid sem er endurgerð kvikmyndarinnar Karate Kid sem Ralph Macchio og Pat Morita léku í. Atli Örvarsson hefur verið fenginn til að semja tónlistina við myndina en hann kveðst ekki enn vita hvernig hún verður, kínversk áhrif muni þó eflaust svífa yfir vötnum. „Mér finnst humarsúpan hjá Sægræfanum alltaf jafn góð og samlokurnar í Drekanum líka. Þessir bitar klikka aldrei og vert- arnir eru einnig frábærir.“ Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri hjá Bjarti. „Ég er búinn að fá alveg heilan hell- ing af sms-skilaboðum frá þýðend- um með sterkar taugar sem vilja texta fyrir okkur Antichrist,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Græna ljósinu. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær leitaði Græna ljósið til nokkurra þýðenda og óskaði eftir því að þeir textuðu myndina fyrir sýningar í kvikmyndahúsi. Eng- inn þeirra treysti sér til þess enda þykir myndin nokkuð óhugnanleg, svo vægt sé til orða tekið. Eftir að fréttin birtist voru hins vegar margir þýðendur sem lýstu því yfir að þeir vildu ólmir fá tæki- færi til að þýða og texta Antichrist. „Því miður held ég að við séum fallnir á tíma með þetta fyrir bíó. En við fáum einhvern góðan til að gera þetta fyrir DVD-útgáfuna. Ég slepp þá að minnsta kosti við það,“ segir Ísleifur. Ein þeirra sem lýstu yfir áhuga sínum á að texta myndina og þýða er Auður Haralds rithöfundur. Í samtali við Fréttablaðið sagð- ist hún ekki hafa minnsta áhuga á kvikmyndum Lars von Trier, h a n n vær i hundleiðinleg- ur. „Það er til orðtak, dogma- hausverkur, en það er notað yfir þá sem fá hausverk af því að horfa á d o g m a eftir Trier,“ segir Auður sem kveið því ekki að þýða þessa mynd þrátt fyrir orðróm um óhugnað. -fgg Nú vilja allir þýða Andkrist ÁHUGASAMIR Íslenskir þýðendur reyndust, þegar upp var staðið, áhuga- samir um Antichrist og fjölmargir höfðu samband við Ísleif B. Þórhallsson. Einn þeirra var Auður Haralds rithöfundur. Eina skráða íslenska áhugamannafélagið um írska drykkinn Guinness er tíu ára á þessu ári. Þessi hressi karlahópur hittist á hverju föstudagssíðdegi á Kringlukránni, ber saman bækur sínar og skellir að sjálfsögðu einum Guinness eða svo í sig. „Þetta byrjaði á því að ég og nafni minn, Grettir Grettisson, fórum úr vinnu klukkan fimm, laumuðum okkur inn á pöbb og feng- um okkur Guinness,“ segir leiðtogi félags- ins, Grettir Sigurðsson, eða Grettir Sig eins og hann kallar sig. „Þegar fréttist af þessum fögnuði fór að bætast í hópinn og allir vildu vera með. Þetta endaði með því að þetta var orðinn fastur félagsskapur.“ Stífar reglur eru í félaginu og enginn kemst upp með neitt múður. „Við erum með kladda eins og í skólanum í gamla daga. Það er kallað upp og menn þurfa að senda skilaboð til leið- toga ef þeir komast ekki. Menn fá F ef þeir hafa ekki látið leiðtoga vita og ákveðið mörg F þýða umgangur á borðið.“ En hvers vegna Guinness? „Þetta er stór- merkur mjöður. Hann er fullur af vítamíni, humlum og bætiefnum,“ útskýrir Grettir. „Hann er mjög sérstakur fyrir það að loftból- urnar fara niður en ekki upp. Þetta er rann- sóknarefni vísindamanna víða um heim. Þetta er þessi skemmtilega blanda af kolsýru og köfnunarefni.“ Þeir félagar fussa og sveia yfir venjulegum bjór og kalla hann einfaldlega sullið. „Ef í harðbakkann slær látum við okkur hafa það en Guinness er alltaf númer 1, 2 og 3.“ Guinness-fyrirtækið fagnar 250 ára afmæli sínu í september og af því tilefni verður hátíð haldin á English Pub næsta fimmtudag þar sem Grettir og félagar verða að sjálfsögðu meðal gesta. - fb Drekka Guinness saman á föstudögum GUINNESS ER MÁLIÐ Eina skráða áhugamannafélagið um Guinness hittist á hverjum föstudegi á Kringlu- kránni. Félagsmenn klæðast Guinness-fatnaði hvern föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL NÝJAR GELLUR KINNFISKUR SALTFISKUR LÍNUÝSA LÚÐUSNEIÐAR FISKRÉTTIR PLOKKFISKUR Hugsum um heilsunaog borðum fi sk.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.