Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 7
Stúdentablaðið ■7 Dauf týra í skotti? Eru ráðamenn I Heimspekideild staönaðir og þröngsynir? Hér á eftir fer bréf, sem sent var til náms- nefndar islenskudeildar, en þar sem málið er ekki einkamál þeirrar deildar, þá þykir rétt að birta það fleirum. í bréf- inu er fundið að Háskólanum i heild, þar sem islenskudeildin er ekki ein um að sneiða framhjá umræddum málefnum. Málefnum, sem eru mikilsverð varðandi framvindu mála i islenskum fræð- um og menningarsögu almennt. 10. nóvember 1980. Heiðvirða námsnefnd islenskudeildar. Nú hafa islensk fræði veriö kennd um æðilangt skeið án greinilegra ummerkja stefnu, er- lendrar og innlendrar, sem nefna má Cultural Anthropology (menningarfræði). Fræðin sú fæst við forna menningu, en þar sem forn menning var að mestu laus viðsérhæfingu, þá verður ein hlið hennar aldrei skýrð nema i ljósi allra hinna. Lög tengdust þess vegna trúarbrögðunum, sem tengdust timatalinu, sem tengdist stjörnuspekinni o.s.frv. Stöðnun islenskra fræða Ég eigna engum það daufa týru i skottið að hann viti ekki að menningarfyrirbrigöi veröur ekki skýrt án þekkingar á þeirri hug- myndafræði sem að baki liggur. Gallinn er aðeins sá að við ein- skorðum okkur of mikið við sömu hundaþúfuna þó litil sé. Ef eitt- hvert sjónarhom verðurdtundan, þá verður fræðigreinin að kukli. Nú finnst mörgum ég taka of sterkt til orða um stöðnun islenskra fræða, en ef við höfum i huga hvað gleymst hefur i kennslu og fræðilegri umfjöllun um islenskan menningararf, .þá er fullyrðing min ekki svo fráleit. Erindi mitt er að benda á þaö, að ekki tórir lengur að loka aug- unum fyrir nýjungum, heldur Ennú einu sinni rak alla kosningastjóra í rogastanz þegar upp var staðið eftir siðustu 1. des. kosningar. Við ýmsu mátti búast við, en aldrei svo slælegri kjör- sókn sem nú. Þegar þátt- taka stúdenta í kosningum er komin niður að 20% er svo sannarlega kominn tími til að gramsa í mál- unum. Og raunar hefur þátttaka stúdenta i hvers kyns félagsmálastarfi þótt heldur bágborin undan- farin þar. Framboð fyrir hina óánægðu? I nýafstöðnum 1. des. kosn- ingum kom þriðja framboðið til skjalanna, nefnilega SALT, en sá hópur mun leggja sérdeilis upp úr guðs orði eins og alkunna er. Þarna gafst þeim nemendum, sem „þreyttir” eru orönir á tog- streitu VÖKU og kommúnfsta, kostur á aö skjóta þessum örmum stúdentapólitlkurinnar ref fyrir rass og kjósa a.m.k. „eitthvað nýtt”. I ljósi þess áttu eflaust bæði VÖKUmenn og kommúnfst- ar á dauða sinum von, eða allt að þvi. Niðurstaöa kosninganna verður að fjalla um þær eins og fræðimönnum sæmir. Lengi hefur verið haldið fram að Island eigi sér sinn eiginn tima, að tsland komi i' kjölfarið þegar þvi hentar, ennúhefur tafist um of að Island fylgi þróuninni. Maður er nefndur Maður er nefndur Einar Pálsson. Hann hefur stundað rannsóknir um áraraðir á rótum islenskrar menningar og má lesa niðurstöður hans i bókaflokki hans „Rætur islenzkrar menn- ...til þess að halda niðri kiörsókn... Eitt haldreipi hafa þó heima- sætur og heimasetar sér til máls- ingar”. Einarerekki einn á báti i viðleitni sinni, sem betur fer, heldur fara niöurstöður hans saman við rannsóknir margra er- lendra fræðimanna. Háskóii tslands er einstakur i sinni röð fyrir að útskúfa þessari vitneskju að órannsökuðu máli og án fræði- legra umræðna. Slik vinnubrögð eru ekki samboöin háskólastofn- un. Ef hér kemur til ótti fræði- manna, þá er hann ástæöulaus. Ollum ætti að vera ánægjuefni að þokast nær sannleikanum.Enginn verður meiri af þvi að byggja um menntaða heimi”, þótt ekki skjóti ég loku fyrir að hliðstæöur fyrir- finnist i einhverjum einræðis- rikjum S-Ameriku. Það er mál sigmúr og afneita nýjum viöhorf- um að óreyndu. Agæta námsnefnd, þetta bréf gefur ekki rúm til þess að greina frá þeirri fræði, sem hér um ræðir,en ég vona að ég hafi talað nógu skýrt. Ég vil biöja ykkur nefndarmenn aö styðja nemendur i viðleitni sinni til þess aö kippa þessari hömlu úr vegi eðlilegrar þróunar islenskra fræða og fá umrætt sjónarmið tekiö með i kennslu. Meö vinsemd og virðingu, Sigurjón Gunnarsson. stúdenta almennt að langtum æskilegra væri að gefa fólki kost á að kjósa allan daginn, eða a.m.k. hluta hans og þá einnig úti I deild- unum.Kjörfundur frá kl. 20:00 til 22:30 er til lltils, eins og sýnir sig hvað eftir annað. Þetta fyrir- komulag halda þó kommúnistar enn fast i, enda er þeim vart mikil þökk I dómi stúdenta utan þess hóps sem styöur þá dyggilega i einu og öllu möglunarlaust. Það þarf ekki talnaglöggan mann til að sjá aö þetta kosninga fyrir- komulag dygði ekki til ef kjörsókn ykist nú einu sinni verulega. A tveimur og hálfri klukkustund þyrftu aö jafnaöi 20-30 nemendur aö kjósa hverja minútu, en þvi hefði kjörstaöurinn aldrei annaö með öllum þeim uppflettingum, merkingum og öðru sem kosningunum fylgir. Þetta kom enda greinilega i ljós við lokun kjörfundar, en þá uröu menn frá aö hverfa án þess að hafa getað kosið. Þvi er sýnt að kosninga- fyrirkomulagið er miðað við kjör- sókn verði ekki veruleg. Afsakanirnar. Svo horfið sé frá fyrrgreindum kosningum og vikið aftur aö al- mennum áhugaleysi nemenda, stödum við frammi fyrir sömu spurningunni og fyrr: Hvað veldur? Með hliðsjón af SALT- framboöinu getur þorri nem- enda ekki lengur skýlt sér bak við litið framboðsúrval I kosningunum. Vinnuálagi kveina margir undan og vist er þaö aö yfirleitt leggja stúdentar á sig mikla vinnu ef þeir sinna náminu sómasamlega. Reynslan sýnir þó, Yaka tekju- lágir A fundi Stúdentaráðs nýlega voru til umræöu störf endurskoð- unarnefndar námslána og frum- varp þaö er hún bjó til. Kom skýrt fram á fundinum að enginn var ánægður með frumvarpiö né störf nefndarinnar að öðru leyti. Hins vegar þóttu ummæli eins Vöku- fulltrúa á fundinum allrar athygli verð. Hann sagði frumvarpið vont, sérstaklega væru endur- greiðslur til muna verri. Er hann var inntur eftir þvi hvort svo væri fyrir alla tekjuhópa, varð fátt um svör. Það er nefnilega ljóst að skv. frumvarpinu þurfa einstakl- ingar sem hafa mjög lágar tekjur, — undir 3.3 milljónum króna 1979, — að greiða minna til baka en núgildandi lög gera ráð fyrir. Þetta leiðir hugann að þvi fyrir hvaöa hópa VAKA beitir sér ekki. s. aö námsárangri þarf ekki endi- lega að hraka þótt menn liti upp úr skruddunum rétt við og við. Reyndar finna menn sér nær alltaf tima til hlutanna, hversu annrikt sem þeir eiga annars. Þaö er t.d. landlæg hræsni, ekki meðal stúdenta einna heldur al- mennt, að sjónvarpsgláp sé heldur lágkúruleg tómsstunda- iöja. Engu aö siður kemur upp úr dúrnum að menn gefa kassanum drjúgan tima hvert kvöld og þá er ekki annrikinu fyrir að fara... Enn er ótalin ein af meginástæð- unum fyrir þátttökuleysi nem- enda i félagsmálum, en það er óttinn við viðhorf fjöldans. Menn eru hræddir við aö láta draga sig i dilka, m.ö.o. að hafa ákveðnar skoðanir á einu eða ööru. Þægilegast og öruggast er að koma hvergi nærri, segja aldrei neitt, hafa enga skoðun- og það nýjasta, taka ekki einu sinni þátt i kosningum af neinu tagi. Þaö er hart til þess að vita að stærstur hluti stúdenta skuli vera orðinn svo gegnumsýrður þessari múg- mennsku og meðalgildis- hugsunarhætti. Það er til litils að bera sig aumlega yfir náms- lánum, námsálagi, kennslunni, o.s.frv. ef athafnir fylgja ekki orðunum. Deildafélög - stúdentaráð. Þaö er helzt að nemendur taki einhvern þátt i starfsemi deildar- félaganna. Vist er þaö betra en ekki, en mætti þó vera miklu meira. Sum deildarfélög eru afar óvirk og reglulegri starfsemi ábótavant. Samband deilda- félaganna við stúdentaráð mætti vera mun meira. Þetta sam- bandsleysi ber viða fyrir augu: i lánamálum, kennslumálum og nú siöast i undirbúningi fyrir ráö- stefnuna um stjórnun og kennslu- hætti innan H.í. svo dæmi seu tekin. Þá eru fundir stúdentaráðs öllum opnir og yfirleitt rækilega auglýstir. Stúdentum væri eflaust afar forvitnilegt að fylgjast meö málflutningi og umræðum þar. Er viðbrögðin eru eins og segir I slagaranum: „Ekkert svar....” Það væri sannarlega forvitni- legt að heyra frá einhverjum full- trúa hins þögia meirihluta, t.d. i VÖKU-blaðinu eða Stúdentablað- inu við tækifæri og hrista dálitið upp i lognmollunni. Hvaö meö ÞIG??? Reykjavik, 11. nóv, 1980 Kristinn Anderssen. Hvar varst þú? vekur þvi enn meiri furðu þegar bóta og það er kosningafyrir- þriðja framboðið kemur inn i komulagið. Þvilik endemi myndina. þekkjast vart i hinum „siö-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.