Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 24.11.1980, Qupperneq 15

Stúdentablaðið - 24.11.1980, Qupperneq 15
Stúdentablaðið 'h Þolanleg lausn r _r. Alyktun SHI vegna frumvarps til laga um námslán og námsstyrki Lagt fram á stúdenta- ráðsfundi 23. október 1980. //Stúdentaráð Háskóla íslands hefur fjallað um frumvarp til laga um námslán og námsstyrki/ samið af nefnd sem í sátu fuiltrúar þingflokka, námsmanna og Lánasjóðs islenskra námsmanna (LÍN). Litið á frumvarpið í heild þ.e. öll atriði þess í órjúfanlegu samhengi, má telja það þolanlega lausn á einu af stærstu hagsmuna- málum námsmanna. Auknar tekjur? Sé hins vegar vikiö aö einstök- um atriðum þess, sést að þar eru atriði sem standa töluvert frá þeim sjónarmiðum sem náms- menn hafa sett fram. Ber þar hæst tillögur um endurgreiðslur af námslánum. Námsmenn hafa i nokkur ár haldið þeirri stefnu á lofti að meta ætti hvort fram- haldsnám virkar sem möguleiki til að afla viðkomandi aukinna tekna. Er hér verið aö bera sam- an annars vegar tekjumöguleika ófaglærðs fólks eöa þeirra sem ekki hafa átt kost á framhalds- námi sem gefur kost á námsað- stoö, og hins vegar tekjumögu- leika þess fólks sem „gengið hef- ur menntaveginn”, fariö i fram- haldsnám sem gefur kost á náms- aðstoð. Nó hefur fólk i þessum siðari hóp, bæði háskólamenntaö og meö aðra framhaldsmenntun, i mörgum tilvikum hærri tekjur (laun) en fólk i þeimfyrri ogþarf jafnframt styttri vinnutima til þess að afla hærri tekna (launa). Hér er þaö menntun þessa fólks sem hefur nýst þvi til aukinnar tekjuöflunar. A það skal bent, að ekki er það algilt aö menntun nýt- ist á þennan hátt og hafa náms- menn þvi sett fram sinar tillögur i samræmi við það. Við teljum að þegar menntun nýtist fólki til aukinna tekna að loknu námi, þá sér námsaðstoð greidd til baka i samræmi við efnahag. Sem næst óháð efnahag A þessi sjónarmið vildi hluti nefndarmanna ekki fallast og hafnaði tillögum námsmanna þar að lútandi. í stað þess skyldu allir greiða sina námsaðstoð til baka sem næst óháð efnahag. „Niðurstaðan” sem fékkst er sú að þeir einstaklingar sem hafa mjöglágar tekjur (1979 undir ca. 3,3 milljónum) greiða minna til baka en núgildandi lög gera ráð fyrir en greiða þó töluvert miðað við sinar tekjur. Miðað við úrtak sem notað var við útreikninga þá eru þetta um 25% einstaklinga. beir sem eru með meðaltekjur og þar i kring koma til með að greiða meira, meira en námsmenn hafa fallist á að greitt yrði af þessum tekjum. Má þar nefna að meðal- tekjur einstaklinga 1979 eru tald- ar vera um 5,1 milljón og greiðir þessi einstaklingur ca. 90 þús. kr. meira á ári i endurgreiöslur mið- að við núgildandi lög. Með þessa „niðurstööu” eru námsmenn óánægðir og telja að gengið sé of nærri fólki með meðaltekjur. Ef herða á endur- greiðslur, stefna sem námsmenn hafa ekki sett sig á móti, þá á fyrst að leita til þess hóps sem getur borið meiri greiöslur,án þess að það gangi of nærrifjárhag. Er hér átt við þann hóp sem hefur svonefndar „háar” tekjur, en slikt er ekki gert i frumvarpinu. Undanþágur Til þess að iþyngja ekki fólki með lágar tekjur og skerta tekju- öflunarmögúleika voru undar,- þágur frá endurgreiðslu settar inn i frumvarpið. Verður að lita á slikar undanþágur sem lág- marksskilyröi til að tekið verði tillit til félagslegra aðstæðna. A annan hátt eru endurgreiðslur auknar frá fyrri (núgildandi) lög- um án þess að tillit sé tekið til tekna endurgreiðenda. Það er gert með þvi að lengja greiðslu- timann úr 20 árum i 30 ár. Hér hlýtur að vera gengið nærri fjár- hag þeirra sem hafa „lágar eða meðaltekjur” eftir nám, þar sem þeim er gert að greiöa á iengri tima en áður án nokkurs tillits til tekna. Önnur atriði önnur atriði sem ré.tt er aö nefna og ganga i jákvæða átt eru m.a. — Námsmenn hafa langi barist fyrir þvi ( og baráttu hefur þurft) að f járþörf i námsláni verði borg- uð að fullu. Er ánægjulegt að rikisvaldið hafi loks tekið undir þau sjónarmið. Hins vegar hafa námsmenn fallist á að þessu marki verði náð i áföngum. Einnig er rétt aö benda á atriði eins og — möguleika á lifeyris- sjóðsréttindum — tilmæli til auk- ins skattafrádráttar — umreikn- ings á tekjum námsmanna v. námsláns. Með þátttöku sinni i þessu nefndarstarfi ætluðust fulltrúar námsmanna til þess i upphafi að rætt yrði um stöðu Lánasjóösins, hlutverk hans og starfsemi. Er löngu ljóst að umræða milli þeirra aðila sem hér eiga hlut að máli, rikisvaid, námsmenn og starfsfólk LIN, hefur alls ekki verið sem skyldi og hefur það komið niöur á stefnumótun i starfsemi sjóðsins. Er varla hægt aö segja slik umræða hafi farið fram i þessari nefnd og verður það aö teljast mjög miður. Félagsleg aðstoð 1 samræmi við tillögur náms- manna um endurgreiðslur af námslánum hefur það markmið veriö sett fram að LIN skuli veita fólki i framhaldsnámi efnahags- lega aðstoð til þess að viðkomandi geti stundað nám sitt þannig að efnahagur eða aðrar félagslegar aðstæður hindri þaö ekki. Þess vegna er litið á LtN sem sjóð sem veitir félagslega aðstoð. t dag eru möguleikar sjóðsins til að færa út kviarnar mjög takmarkaðir og þeir aukast mjög hægt. 1 nefndinni fór meginhluti starfsins I umræöur um endur- greiðslur og urðu önnur efni þar af leiöandi útundan eða voru ekki rædd sem skyldi eins og bent hef- ur verið á. Er það von námsmanna og jafnframt mikið áhugaefni að þrátt fyrir þetta frumvarp/veröi reynt að móta stefnu i starfsemi LIN meira en gert hefur verið og gera þannig fleirum kleyft að njóta aðstoðar sjóðsins. Er nú stigiö aöeins eitt skref i þessa átt með þvi að taka sérskólana inn um áramót. Námsmenn munu ekki liggja á liöi sinu til að vinna að framgangi þessa máls næstu árin.” Starfsmannafélag FS A þessu ári hefur mikil umræða veriðum Félagsstofnun Stúdenta, bæði meðal stúdenta og ekki siður meðal starfsmanna. Siðastiiðið sumar voru t.a.m. starfandi nefndir um einstök fyrirtæki F.S.'.sem skiluðu tillögum um umbætur I rekstri og bættri vinnuaðstöðu. Jafnframt fjallaði Stúdentablaðið I haust um „sósialiska rekstrarstefnu” og atvinnulýðræði og var F.S. tekin sem prófdæmi. Laugardaginn 8. nóvember var haldinn stofnfundur Starfs- Nauðsynlegt að hafa áheymarfulltrúa á fundiim stjórnar Félagsstofnunar mannafélags Félagsstofnunar félagsins er þvi ætlaö að gæta Stúdenta. Samkvæmt lögum' hagsmuna og velfarnaöar félags- manna og stuðia aö nánari kynn- um og samskiptum þeirra. A fundinum var nokkuö rætt um nauðsyn þess að félagið fengi áheyrnarfulitrúa með a.m.k. tilögurétt og málfrelsi á stjórnar- fundum F.S. sem gætti réttar starfsfólks og hagsmuna. Jafn- framt var rætt um skipun trúnaðarmanna verkalýðsfélaga innan F.S., dagvistunarmál o.fl. I stjórn Starfsmannafélagsins voru kjörin: Dagbjört Matthiasdóttir, Harpa Harðardóttir, Jens Gisla- son, ólöf Una Jónsdóttir og Reyn- ir Guðjónsson. Stjórnin mun sjálf skipta mér sér verkum. Astæða er til að fagna stofnun þessa félags og vill Stúdentablaö- ið hvetja félagsmenn til að nota siður blaðsins til skrifa um málefni F.S. -i.J.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.