Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 24.11.1980, Page 16

Stúdentablaðið - 24.11.1980, Page 16
Stúdentablaðið lfi—— Kjartan Ottósson: Lánamál stúdenta frá sjónarhóli jafn aðarmanna Hvernig veröur efnahagslegt jafnrétti til námstryggt? Hvernig veröur þaö tryggt, aö verka- mannssonurinn hafi sömu mögu- leika á framhaldsmenntun og for- stjörasonurinn? Fyrir okkur stú- dentum er svariö vitaskuld ljöst: Þaö veröur aöeins gert meö því aö tryggja nemendum fram- færslueyri meöan á námi stend- ur. Þvf miöur gerirhins vegar al- þýöa þessa iands sér oft litla grein fyrir forsendum þessa hagsmunamáls sins og metur máliö sjálft jafnvel ekki aö verö- leikum. Alþýöufölk, sem margt átti ekki kosta á langskólanámi, þegar þaö var ungt, sér oft ofsjónum yfir þeirri f járhagsfyrirgreiöslu, sem stúdentum er veitt. Verkafólk, sem veröur aö vinna myrkranna á milli viö leiöinleg og lýjandi störf til aö sjá sér og sinum far- boröa, þaö hellir úr skálum reiöi sinnar yfir þeim styrkjum, sem geri stúdentum kleift að lifa góöu lifi viö afar hóflegt vinnuálag. Enda þótt nokkuö sé um liöiö slö- an námslán hættu aö vera nánast sama og gjafir, situr þaö enn i fólki, og margir gera sér litla grein fyrir þvi mikla vinnuálagi, sem sumir stúdentar búa viö. Ef- laust kannast þeir stúdentar við þessi viðhorf, sem unnið hafa verkmannavinnu, og er vonandi að þaö hafi sem flestir stúdentar gert. Stúdentar eiga samleið með alþýðu Jafnaöarmenn telja, aö stú- dentar eigi samleiö meö alþyöu þessa lands. Þeir telja þaö bar- áttumál númer eitt, tvö og þrjú, aö enginn þurfi aö hrökklast frá námi af fjárhagsástæöum, aö enginn stúdent þurfi aö gefast upp vegna þess aö hann á ekki efnaöa aö. Þetta markmiö er langt þvi frá tryggt eins og málin standa I dag. Stúdentum er reiknaður framfærslueyrir, sem er minni en lágmarksgreiöslur til ellilifeyris- þega, en reglur Lánasjóösins tryggja, aö ldntakendur hafa aldrei nema hluta þessa fram- færslueyris, 85% eöa rúmlega þaö, sama hversu mikiö þeir vinna. Allir nema þeir fáu, sem komast i'uppgripavinnu yfir sum- ariö, veröa þvi aö komast af meö lægri lifeyri en gamla fólkinu er tryggöur sem algjört lágmark. ööru visi horfa málin vitaskuld við þeim, sem eiga þaö efnaöa aö- standendur, aö þeir geti hlaupiö undir bagga. Þaö er því vel til i dæminu, aö böm efnalitilla for- eldra gefist upp viö námiö. Þarna hafa jafnaöarmenn verk aö vinna. Fósturlaunin Háskólanám gerir þeim, sem þess njóta, kleift aö velja sér störf, sem höfða til þeirra, og tryggir þeim yfirleitt betri tekjur en ella. Þaö er þvi skiljanlegt, aö alþyöan krefjist þess, aömennta- menn gjaldi fósturlaunin. Viö stú- dentar getum vitaskuld bent á, aö i sumum nágrannalandanna eru veittir beinir námsstyrkir til allra stúdenta. Þessir styrkir, þar sem um þá er aö ræöa, duga ekki fyrir framfærslu námsmanns, en syna þó, aö ekki má lita á fjárhagsaö- stoö viö námsmenn eins og hver ja aöra lánafyrirgreiöslu, t.d. eins og fjárfestingarlán. Þvert á móti eru námslán i eöli sinu félagsleg lán. Þaö táknar hins vegar ekki, aö námslán skuli ekki greiða til baka eins og önnur lán. Félagslegt lán táknar fyrst og fremst það I þessu tilfelli, aö lánin skuli vera vaxta- laus og endurgreiösla þeirra fari eftir aöstæöum hvers og eins, sömuleiöis aö endurgreiöslutim- inn skuli vera langur. Samkvæmt þessu skulu þeir sem námiö færir háar tekjur, endurgreiöa lán sin hraöar en þeir, sem ekki hafa hagnast jafn mikiö á náminu. Meginreglan skal þó ætiö vera sú, aö á endanum greiöi hver og einn sitt lán til baka I raungildi. Stú- dentar ættu aö geta fallist á, aö námslánin skili sér til baka aö fullu, sé þess aöeins gætt, aö árleg endurgreiösla standi i hlutfalli viö tekjur ársins. Endurgreiðslur Þær aöstæöur geta veriö fyrir hendi hjá þeim, sem tekið hafa námslán, aö þeir geti ekki staöiö undir árlegum endurgreiöslum um einhverja hriö eöa jafnvel varanlega. Þá leiöir af sjálfu sér, aöekki veröur um endurgreiöslur aö ræöa. Þetta er svo sjálfsagt mál aö jafnvel núgildandi kerfi er i reynd tekiö tillit til aöstæöna aöþessu leyti. Þaö er þvi óhyggi- legt aö berjast undir kjöroröinu „Engar endurgreiöslur á þurftar- laun”, og aöeins til þess falliö, aö viöhalda þdm misskilningi, aö I reynd séu námslán aö mestu leyti styrkur. Oddviti svonefndra vinstri manna hér I háskólanum gaf einu sinni þá skilgreiningu á vinstri manni, aö þaö væri sá, sem viður- kennir ekki þaö þjóöfélag, sem viö lifum i. Fyrir hægfara vinstri menn eins og okkur lýöræðisjafn- aöarmenn er þetta vissulega um- hugsunarverö skilgreining. Hún gæti t.d. varpaö ljósi á grundvöll baráttuaöferöa vinstrimanna- klikunnar, sem væri þá aö vinstri mennhafi neitaöaöhorfast i augu viö þann þjóöfélagslega veru- leika, sem viö lifum oghrærumst i. Afstaöa stúdentaráösforystunn- ar til hins nýja frumvarps um Lánasjóöinn bendir e.t.v. til sinnaskipta i' þeim herbúöum, og væru þaö ánægjuleg tiöindi, ef rétt reynast. Gallað frumvarp Frumvarpiö um Lánasjóöinn er vissulega gallaö i ýmsum atriö- um. er hins vegar jákvætt, aö þar eru lögbundnir áfangar aö 100% brúun umframfjárþarfar. Meöan þaö aölögunartimabil stendur, er hins vegar nauösynlegt að stú- dentar hafi möguleika á aö brúa bilið meö eigin vinnu. Aö sjálf- sögöu veröur aö draga tekjur aö mestu frá viö útreikning náms- lána, m.a. vegna þess, hve stú- dentar i hinum ýmsu greinum hafa misgööa aöstööu til aö afla sér hárra tekna. Ef t.d. 80-90% tekna eru dregin frá, eiga náms- menn þar möguleika á aö ná þeim framfærslueyri, sem Lánasjóöur- inn reiknar þeim. Sé þetta tryggt, má fallast á aö kostir frumvarps- ins vegi þyngra en gallamir. Reykjavlk, 10. nóv. 1980 Kjartan Ottósson, formaöur Stúdentafélags jafnaöarmanna Svart á hvítu nr. 1 ’80 Fyrsta tölublaöiö af Svart á hvitu 1980. er fyrir nokkru komiö út. Þetta er fjóröa áriö sem Galleri Suöurgata 7 heldur úti þessu timariti, þykku og hressilegu menningarriti. 1 þessu tölublaöi er fjallaö um pólitik, tónlist og bók- menntir og viö þaö bætast nokkur ljóö. Þýdd grein er eftir Austurrikismanninn André Gorz og heitir Gullöld Svart á hvftu 1 ibl 1. érg 1ð/7 — Haust atvinnuleysisins. Er þar fjallaö um tækniþróunina, ör- tölvubyltinguna og mögulegar afleiöingar hennar. Völundur öskarsson ritar um rokk i andstööu, samtök nokkurra evrópskra hljómsveita sem eiga þaö sameiginlegt aö falla illa inn i sölumennsku tón- listariönaöarins. Semsé eng- inn Sprengisandsmórall þar! 1 viötali viö þýska klarinett- og saxófónleikarann Peter Brötz- man er vikiö aö spunatónlist og frjálsum djassi. Brötzman var hér á ferö fyrir ári siöan. Annaö viötal er viö nýlistar- manninn Dick Higgins, sem einnig kom hingaö til lands á vegum Suöurgötu 7. Lengsta greinin I blaöinu er eftir Halldór Guömundsson og ber nafniö Glima Lofts viö Gússa. Er þar rýnt i heimssýn Olafs Jóhanns Sigurössonar rithöfundar og tekiö miö af Svart é hvitu 2 tbl árg 1978 — Sumar _______gjfefi bókunum Hreiöriö og Bréf séra Böövars. Er þar saman dreginn mikill fróðleikur og stór pæling. Halldór rýnir samviskusamlega I alla sálar- afkima höfundarins, dregur ekkert undan, og ræöir sföan viöhorf Ólafs Jóhanns I ljósi breyttra þjóöfélaghátta. Er öllum lesendum bóka Olafs Jóhanns Sigurössonar mikill fengur aö þessari grein og óskandi væri aö fleiri bók- C> tV’ 1 . & menntafræöingar tækju til umfjöllunar rit samtimahöf- unda á svipaðan máta. Málfar er einnig mjög til fyrir- myndar, kjarnyrt og auöskiliö. Auk fyrrnefndra greina eru i blaöinu ljóö eftir Anton Helga Jónsson, Einar Má Guö- mundsson, Einar Kárason, Olaf Ormsson og Sigfús Bjart- marsson.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.