Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 21

Stúdentablaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 21
Stúdentablaðið Kristjanla átti aö vera sælurlki á jörö. Fikniefnabrotamenn og aörir slikir eru látnir eiga sig ef þeir koma sér úr landi. 1 Kristjaniu er hópur Litla-Hrauns stráka og dæmdra eða ódæmdra saka- manna sem halda sér bara fyrir utan landið. Það er einsog yfir völdin liti þannig á,aö ef þeir fara útúr lögsögunni þá skipta þau sér ekkert af þeim. Sæluríki á jörð. — Hvernig finnst þér Kristjania núna? Nú er ég einn af þeim sem stofnaöi Kristjaniu og var einn af þeim fyrstu sem flutti þar inn. Kristjania er dálitiö ööruvlsi en viö frumbyggjarnir höföum gert okkur i hugalund. — Hvernig átti hún aö vera? — Fyrir þaö fyrsta átti Kristjania aö vera sæluríki á jörö. Strax I byrjun voru hörð pólitisk átök, haröllnufólks, þ.e.a.s. þeirra sem vildu keyra haröa marxiska llnu og anarkista. Útúr þvi þróaöist smátt og smátt ein- hvers konar blanda. Þaö var komiö upp lausu skipulagi. Fólk haföi ýmsar hugmyndir um til hvers þaö ætti aö nota bygg- ingarnar I Stinu. Flestir voru á þvi aö byggja upp kúlturstað meö gallerium, leikhúsum, tónlistar- stööum, verkstæöum og ööru sliku. Þetta hefur heppnast aö vissu marki. En Kristjania er op- inn staöur, þar er engum hent út. Þaö þýöir náttúrlega þaö aö þaö fólk sem ekki fittar inni þetta al- menna hegöanamunstur, þvi er ekki úthýst. Núna var aö visu djönklunum hent út fyrir rúmu ári siöan. En þetta orsakaöi þaö aö upp koma stéttaskipting á staönum. Núna er mjög stlf stettaskipting þarna. I raun og veru, yfirklassi, milliklassi og lágklassi. Hverjir eru I þessum stéttum? Tapararnir sem nota stað- inn. — t yfirklassanum er þaö fólk sem er búiö aö búa þarna lengst, erorðiö fasti sessi og rekur þessa kúlturstaöi. Þeir ráöa einna mestu og þaö eru yfirleitt þeir sem siteraö er i, þegar blööin taka málin upp. Siöan er þaö milliklassinn, þaö eru pússerarn- ir, sem hafa alveg ofboöslega mikiö fé milli handanna, en hafa ekkert sérstakt aö gera. Þeir eru svona meöstatus rétt fyrir neöan. Þá kemur neösti klassi, þaö eru sam sagt allir þessir taparar sem nota staöinn. — Hvernig er hlutfalliö milli þessara stétta? — Ég held aö lágklassinn sé fjölmennastur núna. Annars hef- ur maöur engar pottþéttar tölur þannig aö þaö er vont aö segja til um þaö. En i Stinu búa um 1000 manns. Lifa kyrrlátu og góðu lífi og stúdera. — Er ekki mikiö af námsmönn- um i Danmörku? — Jú, óskaplega mikiö. Ég hef nú ekki mjög mikil afskipti af þeim. Þeir námsmenn sem ég umgengst mest eru kannski ekki dæmigerðir fyrir námsmenn i Kaupmannahöfn. Mér viröist einsog flestir námsmenn lifi munsturlifi. Litla kjarnafjöl- skyldan sem býr I kollegium sbr. aö þaö er minniháttar byggöarlag á öresundskollegiinu. Þar eru u.þ.b. 200 tslendingar. Flestir fara þá leiðina. Lifa kyrrlátu og rólegu lifi og stúdera. Maöur veröur varla var viö þá. Voru að klæmast með her- inn og sex og svona — Hvenær byrjar þú aö hafa afskipti af bókmenntum og list- um? — Þegar ég var ungur þá var tiska aö vera i andstööu viö kerf- iö. Eitt af þvi sem mikiö var stundaö þá, var aö droppa útúr kerfinu. Ég geröi þaö svona i fyrra lagi. Byrjaöi meö þvi aö flytja I þessa svokölluöu fyrstu kommúnu íslendinga. Söru. Siöan hef ég eiginlega ekki fariöiskóla. — Hvar varstu þá staddur i menntakerfinu? — I menntaskóla, ég hætti eftir fjóröa bekk. Siöan fór maöur aö flækjast út til Kaupmannahafnar og kikja á lifiö og flippaði út i nokkur ár. Ég kom svo heim og geröist handverksmaöur fór aö vinna viö leöur. Flutti siöan útá landogstofnaöismá fjöllistakllku meö vinum minum. Viö vorum aö vinna meö handverk og músik og ieiklist og svona allt sem til féll. Þaö bar ekki mikiö á okkur. Viö vorum mjög öndergránd. — Hvaöa hugsun var á bak viö þetta? — Viö vorum aöallega aö skemmta sjálfum okkur. Viö höföum engan stóran metnaö um aö ná til fjöldans eöa aö meika þaö. — Voru ekki Kamarorghestarn- ir stofnaöir þarna? — Jú, þaö var einskonar flipp, átti að vera múltimedia, en vegna efnaleysis uröum viiö aldrei þaö sem viö ætluöum okkur. öll hljóö- færi voru heimasmiöuö og gróf. Mest slagverk og þess háttar, ein- strengja bassi og mikill söngur. Músikin var mikiö byggö á þjóö- lögum, eins og viö héldum aö þjóölög væru. Hvort sem þaö var rétt hjá okkur eöa ekki, þaö veit ég ekkert um. Viö fórum oft i taugarnar á fólki, viö vorum aö klæmast eitthvaö meö herinn og sex og svona. — Samdir þú ekki lögin? — Ég samdi alla texta, lögin voru svona upp og ofan, viö gerö- um þau oft i sameiningu. Þannig finnst mér yfirleitt best aö vinna músik, þaö gefur allt aöra vidd. Nú siöan misstum viö þetta hús i sveitinni og þá lögöust orghest- arnir niöur. ósjálfráðir fjörkippir á gamals aldri. Ég fer svo allt i einu á gamals aldri aö læra músik, I lýöháskóla á Jótlandi. Hann var meö alhliöa menntunarsystem. Maöur gat lært á hljóðfæri, maöur haföi litiö stúdió til aö leika sér i og menn til aö spila meö. Þetta var svona instant þekking i 6 mánaöa tima, aöallega vinnuaöátaöa, þvi þú réðir þvi hvaö þú geröir i raun og veru. Þetta danska lýöháskóla- system er yfirleitt þannig aö þeir leggja manni vinnuaöstööuna og siöan er þaö alveg undir manni sjálfum komiö hvort maöur græö- ir eitthvaö á þvi. Uppúr þessu fer ég til Kaupmannahafnar, var eitthvaö aö dútla i leiklist, var músikant Kröku og siöan var stofnaöur leikhópur LIK og hljómsveitin Bláklukkur. Viö settum þennan stórmerka kabarett upp, sem er sennilega eitt þaö besta sem ég hef tekið þátt i. Hann hét Ósjálfráðir fjör- kippir. Viö sýndum hann D-9 sinn- um, 5 sinnum I Köben og svo i Málmey, Gautaborg og I Arósum. Þaö var hugur I fólki þá. Þaö var ekki farinn aö siga þessi drungi á fólkiö I kólonlunni. Uppúr þessu endurreisum viö Kamarorghesta meö gjörsamlega nýju fólki, nema mér. Ég man ekki hvernig þaö kom til tals, en viö vorum meö Skeifuna, sem viö settum siöan upp á Islandi. — Hvert var aöalyrkisefniö i þessum kabarettum? — Sjálfstæöi og lýðveldi Islands, fléttaö inni einhverri nostalgiu frá Fjölnismönnum og ööru sliku sem var á einhvern hátt okkur nærtækt. Ósjálfráöir fjörkippir var mjög samsett verk, það er eiginlega ekki hægt aö segja aö þaö hafi verið eitt megiö tema, en þaö var kabarétt sniö á þvi, þaö var sett saman úr mörg- um brotum. Glöggt er gests augað. — Hvaö ertu aö gera núna? — Ég skrifa mest fyrir músik núna. Ég er aö visu meö hálfklár- aða bók, en hún liggur inni skúffu lengi inná milli tarna. Nú er ég aö skrifa söngleik meö söguþræði, heilsteyptara verk en Skeifuna. — Hvert er aðalyrkisefni þitt? — Ég er nú ekki mikiö fyrir aö tala um hluti sem ég er aö vinna aö. Þá endaöi ég sjálfsagt uppi sem gamall gortari. Ég er svolitiö hrifinn af oröatiltækinu, glöggt er gestsaugaö. Ég hef oft skilið bet- ur hvaö er aö gerast hér á tslandi þegar ég er erlendis, en þegar ég sit hér i miöri súpunni. Þar af leiöandi tek ég þaö ráö aö lýsa þvi sem er að gerast hér meö augum gests. Fólk sem hefur engan bak- grunn og þekkir ekki neitt, kemur einhversstaöar utan úr blánum. Þaö gefur heilmikiö frelsi. -j- maöurinn hennar er maur mölétinn leiöindagaur hann ekur um bæinn eldsnemma á daginn maðurinn hennar er maur Hún er drottning I hólfi Ihöil drepleiöist ósköpin öll dreymir um villu droppar svo pillu drottning i hófi I höll — Þau mauruöu maurildin smá þau maurétin maurildast hjá þau þurfa þig til aö skrifuppá vixil mauruöu maurildin smá maöurinn hennar er maur margfaldur glaöur sinn aur hann átti hana og hún átti hann þau átti þaö eöa hitt HEIMTUFREKJA ? Danmörk hefur verið þrautalending fyrir marga sem lent hafa í andstöðu við vinnuþrœlkunina hér

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.