Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 4
Veröandiþdttur Ábyrgðarmaður: Eiríkur Brynjólísson Félagsfundur Verðandi var haldinn 23. júní í Félagsheimili stúdenta. Þar var lesið bréf frá Jóhannesi Ágústssyni, þar sem hann kvaðst ófær um að gegna störfum x þágu Verðandi um nokkurn tíma sökum fjarveru úr bænum. Var Málfríður Lor- ange skipuð gjaldkeri í stað Jó- hannesar, og Vigfús Geirdal meðstjórnandi. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Félagsfundur Verðandi, fé- lags róttækra í H.Í., haldinn 23. júní 1974, lýsir andúð sinni á tilraunum VL-manna til að hefta tjáningafrelsið í landinu mcð fáránlcgum skaðabóta- kröfum, m.a. á hendur ritstjór- um Stúdcntablaðsins fyrir að lýsa skoðunum sínum á fram- ferði 14-mcnninganna. Jafnframt lætur fundurinn í fjós þá skoðun, að fátt geti tal- ist ofmælt í gagnrýni á athæfi þcirra manna sem takast á hcndur að skipulcggja hreyf- ingu mcðal landa sinna um á- framhaldandi hersetu erlends stórveldis á íslandi“. Auk þess var sent stuðnings- skeyti færeyskum menntaskóla- nemum, sem eiga í tungumála- stríði við dönsk yfirvöld. Sökum vinnu mun formaður Verðandi ekki geta gegnt störf- um á næstunni. Mun Magnús S. Magnússon taka við þeim í fjarveru formanns. í sumar verða haldnir félags- fundir 14. júlí, 4. ágúst og 1. september kl. 3 e.h. í Félags- heimili stúdenta. Takið þátt! 'Vetðandi er féla:g sósíalista í 1. Hvað er Vaka? í Háskólanum starfa tvö póli- tísk stúdentafélög, Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, og Verðandi, sem kennir sig við „vísindalegan sósíalisma, marxis- mann." Ymsir stúdentar, sem hafa haft lítið af pólitískum um- brotum í Háskólanum að segja, og nýliðar spyrja vafalaust, hver munur er á þessum félög- 'um. Vökumenn ætla að láta þá Verðandiliða eina um að skil- greina sig á pólitískum vett- vangi, en Ijóst er þó, að hin marxísku fræði eru þeirn leið- arljós. Þá má benda á ,að for- maður félagsins var í framboði fyrir „Fylkinguna, baráttusamtök sósíalista" við alþingiskosning- arnar 30. júní s.l. Einhver slæð- ingur af vinstra væng Alþýðu- bandalagsins í Háskólanum mun einnig vera í þessu félagi, svo sem Sigurður G. Tómasson, varaformaður Stúdentaráðs, en hann skipaði 7. sæti á lista Al- þýðubandalagsins í Reykjavík. Heiti Vöku, félags lýðrœðis- sinnaðra stúdenta, tekur hins vegar af öll tvímæli um stefnu félagsins. Vaka var stofnuð fyrir 40 ■ árum, þegar öfgaöfl til hægri og vinstri, nazistar ann- ars vegar og kommúnistar hins vegar, höfðu sig mjög í frammi Háskólanum, og Verðandimenn vita að stefna þeirra á góðan hljómgrunn meðal stúdenta. — Meirihluti stúdenta er vinstri sinnaður, enda erfitt að vera það ekki á tímum þegar auðvalds- þjóðfélagið býður ekki upp á aðra þróunarmöigiuleika en aft- urhaild eða jafnvel fasisma. Hitt er sígilt vandamál vinstri hreyf- ingarinnar, hversu fáir „leggja það á sig" að fylgja eftir skoð- unum sínum með því að taka þátt í því starfi sem fer fram í baráttu verkalýðs og náms- manna. Pólitískt starf, vinna í þágu málstaðarins, ætti ekki að vera kvöð eða fórn sem xnenn leggja á sig. Menn verða ekki vinstri sinnaðir á sama hátt og hús- mæður á breytingaskeiðinu finna oft hjá sér þörf til „að láta gott af sér leiða". Vinstri sinn- aðar skoðanir spretta af þeirri vissu, að þjóðfélaginu verði að breyta, að hamingjuríku lífi geti menn ekki lifað í því eins og það er. Persónulegir hvatar leiða menn þvx' til pólitískrar baráttu. Auk þess er það hluti vinstri sinnaðrar hugsunar að þjóðfélaginu verði ekki breytt nema með átaki fjöldans, bar- áttuglaður minnihluti geti ekki fært alþýðu manna sósíalismann á silfurdiski. Stúdentum ætti að vera hollt að minnast þess, hverjir það eru sem raunverulega standa undir kostnaði við nám þelrra. Hin framleiðandi alþýða skap- ar þau verðmæti sem meðal annars fara til þess að mennta hluta þjóðarinnar. Þó er þessari menntun beitt í þjónustu auð- í félagslífi stúdenta við Háskól- ann. Félaginu var ætlað að vera mótvægi allra lýðræðissinnaðra stúdena, hvar í flokki sem þeir eru, gegn þessum öfgamönnum. Eins var hlutverk félagsins að efla sem mest frjálst félagsstarf stúdenta til að koma fram helstu hagsmunamálum. Þetta hefur fé- laginu tekist á 40 ára starfsferli sínum. Vökumenn hafa oft haft meirihluta í Stúdentaráði og haft þar forystu um hin helstu mál, t. .a. m. námslánakerfi, garða og hjónagarða. Vökumenn stefna einnig að því að hnekkja meirihluta svonefndra vinstri- manna í Stúdentaráði, en þeir hafa einkum fengist við að senda til fjölmiðla stóryrði um lands- og utanríkismál, þeytzt í huganum um hnöttinn endi- langan, en vanrækt að sinna eig- in málefnum stúdenta og vera verðugir málsvarar stúdenta gagnvart Háskóla, ríkisvaldi og almenningi. 2. Störf stúdentaráðsliða Vöku á þessu kjörtímabili Þrír fundir hafa verið haldn- ir í Stúdentaráði. Þegar á fyrsta fund .ium var ljóst, að vinstri menn kærðu sig ekki um sam- valdsins, til að skapa gildisauka þann sem það nærist á og til að viðhalda pólitísku, félagslogu og menningarlegu forræði þess. Á þennan hátt birtist grund- vallarmóthverfa þjóðfélagsins, móthverfan milli launavinnu og auðmagns, í nánasta umhverfi okkar. Við þurfum ekki að leita út fyrir vinnustað okkar til að finna merki um grundvallar andstæður þjóðfélagsins. Vitn- eskjan um hið þjóðfélagslega og pólitíska inntak menntunar okk- ar, gerir okkur ókleift að ber- ast með straumnum, að telja okkur trú um að við getum einangrað okkur frá þjóðfélags- legri baráttu. Verðandi hefur einsett sér að hefja á loft innan háskólans merki hinnar sósíalísku baráttu, að vinna að útbreiðslu og þroskun þeirrar gagnrýnu vit- undar, sem þar hefur þegar fest rætur. Við teljum að vinnustaður okkar eigi einnig að vera vettvangur okkar póli- tísku baráttu, og sú barátta er annað og meira en reiptog við Heimdallarútibú Háskólans, Vöku, um hylli stúdenta. Við erum ekki útibú eins stjórnmála- flokks eða annars, útibú, sem hefur það að fyrsta og síðasta markmiði að bæta við einni skákinni enn í landvinningabúr höfuðbólsins og beita henni fyr- ir eiki þess. Við erum hópur sósíalista innan Háskólans, sem einsetur sér að taka þátt í hinni þjóðfélagslegu baráttu, fyrst og fremst með útbreiðslustarfi inn- an skólans. Við skorum á alla sósíalista að taka þátt í starfi Verðandi. vinnu við Vökumenn. Þeir töldu t. d. ekki ástæðu til þess að kveða einn einasta Vökumann til starfa í 6 manna stjórn stúd- entaráðs, sem annast daglegan rekstur Stúdentaráðs, þótt Sig- urður Tómasson, aðal mállpípa meirihlutans, hafi lýst því yfir í Þjóðviljanum, að eitt helsta áhugamál sitt væri að „láta Vökumenn starfa". Þá var og gagnrýnt af Vökumönnum, að laun sumra starfsmanna Stúd- entaráðs voru ekki gefin upp til skatts á síðasta ári. Á öðrum fundi ráðsins var aðallega rætt um læknadeildarmálið og ýmsa starfsemi ráðsins. Vökumenn lögðu á það áherslu, að ekki skyldu þolaðar neinar þær að- gerðir læknadeildar, sem ósann- gjarnar væru, svo sem tak- markanir, sem ekki væru reist- ar á faglegu mati. Á þeim fundi var samþykkt tillaga frá Vökumönnum um að gefa út símaskrá stúdenta. Hins vegar var felld tillaga um að greint væri á milli frétta og skoðanaskipta í Stúdentablaðinu og fyllsta hlutleysis gætt í fréttaskrifum. Vökumenn hafa mjög gagnrýnt hinn gegndarlausa fjáraustur í blaðið og hlutdrægan og óná- kvæman fréttaflutning vinstri manna, sem því ráða. Miklar deilur urðu einnig á þriðja fundi ráðsins, sem hald- inn var 18. júní s.l. í upphafi var ónákvæm og hlutdræg fundargerð starfsmanna stúd- entaráðsmeirihlutans mjög gagn- rýnd. Síðan var rætt um ferð fulltrúa Stúdentaráðs á þing I. U. S., sem hefur tðsetur í Prag og er fjármagnað af Rússum. Vökumönnum var meinað um fulltrúa í þessari sendinefnd, en meirihlutinn hefur sam- þykkt að hefja samninga við I. U. S. Vökumenn létu bóka óá- nægju sína með hversu síðbúin skýrsla sendinefndarinnar var, en hún lá ekki fyrir, fyrr en mán- uður rúmur var frá lokum far- arinnar. Þá voru villandi upp- lýsingar í fréttaviðtali í Tíman- um við Arnlínu Óladóttur gagnrýndar, og hún lýsti sig reiðubúna til að koma á fram- færi leiðréttingu, sem enn hef- ur ekki birzt. Þá var samþykkt tillaga frá Vökumönnum um að hafa fundi ráðsins einnig í sumar. Mestar deilur urðu þó á þessum ftmdi um fjárhagsáætl- un Stúdentaráðs, sem gerir ráð fyrir 66% hækkun og hækk- un ixlnritunargjalda að sama skapi. Vökumerm lagðu fram aðra rökstudda fjárhagsáætlun, sem gerir ráð fyrir stóraukn- um sparnaði og samdrætti í út- gáfu Stúdentablaðsins, sem vinstrimenn vilja verja til a. m. k. 1,4 milljón. Vinstrimenn felldu hins vegar allar lækkun- artillögur Vöku, sem hefðu gert kleift að lækka eitthvað PTWIMiHI——■ 11III 11II11111 innritunargjöld, en þau eru nú 3.700 kr., en voru 1.600 kr. fyrir tveimur árum, sem er rúm- lega 100% hækkun, 3. Starfið framundan Einn helsti þáttur í starfi Vöku er útgáfu Vökublaðsins, en auglýsingar í því eru eiíi helsta tekjulind félagsins, sem hefur við mikla fjárhagsörðug- leika að stríða. Stefnt verður að því að gefa út a. m. k. fjög- ur blöð á næsta starfsári. — Einnig er fyrirhugað að halda á árinu stefnuskrárráðstefnu, þar sem menn bera saman bækur sínar um ný viðhorf í mennta- málum, hagsmunamálum og ut- anríkismálum og móta stefnu félagsins. Einnig munu Vöku- menn reyna að minnast vel 40 ára afmælis félagsins, sem er á þessu starfsári. Sx'ðast en ekki síst verður stefnt að góðu og árangursríku starfi í kosning- um innan Háskólans, en það bíður síns tx'ma. Á vettvangi Stúdentaráðs munu Vökumtnn reyna að vinna sem best að hagsmuna- málum og beina athygli ráðs- ins meira að þeim. Eitt stærsta verkefnið er, hversu bregðast á við umsókn Stúdentaráðsmeiri- hlutans um inngöngu í I.U.S., sem til stendur. Athuga þarf þetta mál rækilega og leitast við að tryggja hagsmuni stúd- enta sem bezt. — Að þessu slepptu má minna stúdcnta á, að felagið hefur aðsetur á Sóleyjar- götu 17, og síminn er 22465. Vökuþáttur Ábyrgðarmaður: Kjartan Gunnarsson Sigurður Páisson: i-hr tM(X::é kktrm\ „ Tíundi sagði mér maður í boði að agalegt þeir slöngvi stundum verkamennirnir fruntalega kössum með viðkvæmum vörum í uppskipun við höfnina í reykjavík „meira og minna skemmt sumt sem maður fær'£ sagði hann mér maðurinn í boðinu „meira og minna ónýtt; betur fer vel tryggt“ hann höndlaði sem sé með viðkvæmar vörur maðurinn í boðinu en uppskiparar höndla svo sem líka með viðkvæma vöru: vinnu sína heilsu og líf allt illa tryggt 4 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.