Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 5
Byggingarsjóður Byggingarsjóöur stúdenta: "Þaðveröur seintnóg byggt afstúdenta- húsnœör - segir Helgi Lárusson, fjármálastjóri Féiagsstofnunar stúdenta Byggingcisjóður stúdenta og átakið við söfnun f)ár til byggingar nýrra hjónagaröa eru mál mála nú. í síðasta tbl. Stúdentablaðsins var ítarlegt viðtal við formann Stúdentaráðs um Byggingasjóð- inn og fjármál hans. Nú birtum viö annað ítarlegt viðtal, nefnilega við hinn manninn á bak við Bygg- ingasjóðinn, Helga Lárusson, fjármálastjóra Félagsstofnunar. Með viðtalinu birtast einnig ýmsar tölulegar upplýsingar. - Er það rétt að Félagsstofnun stefni í greiðsluerfiöleika eða greiðsluþrot vegna nýju stúdentagaröanna.? - Nei, nei. Félagstofnun stendur mjög vel að vígi í dag, er mjög sterk fjárhagslega og hefur mjög traust veð og traustar bankaábyrgðir. Vanti fé í þessa byggingu þá er ekkert vandamál fyrir Félags- stofnun að sækja þá í banka, sem skammtímalán. En slík lán eru mjög dýr og þess vegna höfum við viljað fara aðrar leiðir. - Saga stúdentagarðanna býður upp á ýmsar leiöir. Hvemig hefur íjármðgnun þeirra fariö fram? - Gamli og Nýi Garður voru byggðir vegna mikils velvilja allrar þjóöarinnar. Sveitarfélög gáfu peninga í hvert herbergi, þannig að það var hægt að koma þeim upp, og stúdentar lögðu af mörkum mikla sjálfboðavinnu. Það eru meira að segja til myndir af stúd- entum þar sem þeir eru að grafa skurði hér fram og aftur á Há- skólasvæðinu, í sjálfboðavinnu. Síðan var ekkert gert lengi vel þó að vandinn væri mikill fyrr en byijað var á byggingu HJónagaröa á Grímsstaöarholti nálægt 1973. Þeir voru teknir í notkun 1976. Það gekk mjög erfiðlega að íjármagna þá, og um tíma var búið að ákveða það hjá Félagstofnun að selja Hjónagarðana, vegna þess að f) ármagnskostnaður var að sliga stofnunina. En það var ekki fyrr en í fyrir velvilja nokkurra manna að komist var hjá því. Eftir það hefur ekkert verið gert fyrr en ákveðið var núna árið 1985 að leggja í byggingu enn einna hjónagarða, hina svokölluðu Nýju Hjónagarða. - Áður en þú heldur áfram - hvemig var Q ármögnun eldri Hj ónagaröanna? - Já, ég skal fara ofan í það lið fyrir lið hvemig hún átti sér stað. Langtímalán frá Húsnæöis- stofnun, Byggingasjóði, og Fram- kvæmdastofnun rikisins voru um helmingur af byggingarkostnaði. önnur framlög vom mestmegnis frá Háskóla og Alþingi. Sveitar- félög lögðu að vísu til nokkra upphæð, þ.e. Akureyri, Reykjavík og Vestmannaeyjar. Akureyri lagði til nálega verð tveggja íbúöa, Vest- manneyjabær einnar íbúðar og Reykjavík flmm íbúða. Reykja- víkurborg var reyndar líka búin að lofa því líka að malbika á bíla- stæðunum, en úr því varð ekki, þannig að framlag Reykjavikur- borgar varö minna en upphaflega var reiknaö með. En það má eiginlega segja að það hafl verið tvennt sem bjargaði þessarri byggingu. í fyrsta lagi var stofnaður minningarsjóður um BJama Benediktsson. Hann aflaði um 20% byggingarkostnaðar. í þennan minningasjóð rann fé frá Alþingi og Seölabanka, auk Stúdentablaöiö 5

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.