Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 19

Stúdentablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 19
Fréttir Vantar þig styrk? Út er komið 1. tbl. 1. árg. af nýju fréttabréfl, Fréttabréfl um styrki, sem geflð er út af Alþjóðasamskiptanefnd Háskóla íslands, sem stofnuð var haustið 1986. Fréttabréfið mun koma út tvisvar á ári. í því er greint ffá íslenskum og erlendum styrkjum sem stúdentar og fræðimenn geta sótt um. Upplýsingamar eru flokkaðar eftir löndum. Efnisyfirlit fréttabréfsins gefur ágætt yflrlit jdlr þá styrki sem í boði eru. Ástæða er til að fagna útkomu þessa rits. Á því hefur lengi verið þörf að slíkar upplýsingar væru tiltækar. í Alþjóðasamskiptanefnd eiga sæti Þórólfur Þórlundsson formaður, Ingvar Ámason, Guðmundur Þorgeirsson og Guðný Björk Eydal. Starfsmaður nefndarinnar og umsjónarmaður fréttabréfsins er Þóra Magnúsdóttir. HVAÐ VEISTU UM NORRÆNAN ALÞÝÐUSKÁLDSKAP? FRÉTTABRÉF UM STYRKI Norrænu sendikennaramir munu á vormisseri 1988 halda sameiginlegt námskeiö um norrænan alþýðuskáld- skap. Námskeiðið fer fram I Norræna húsinu á mánudögum (17.15 - 19.00) og þriðjudögum (15.15 - 17.00) frá og með 25. janúar n. k. Norrænn alþýðuskáldskapur verður skýrður í ljósi mál- og menningarsögu- legra stefna á 19. og 20. öld; mannlegra hvata sem vitnis um þrár og drauma; hugmyndasögu og gildls fyrir nýjan skáldskap og hugmyndaheims alþýðu- skáldskapar og hlutverks hans í sam- tíðinni. Námskeiðið gefur 5 einingar og er sérstaklega hentugt þeim sem ber að taka valnámskeið i öðm Norður- landamáli en aðalnámi. Þar sem nám- skeiðið gefur einnig innsýn i söguleg, samfélagsleg, heimsspekileg, þjóð- fræðileg og sálfræðileg viðhorf, geta nemendur í þessu greinum ennfremur hagnýtt sér námskeiðið, sem annars er öllum opið. Kennslan fer fram á Norðurlanda- málum og íslensku. Auk fyrirlestra og æflnga verður norrænn alþýðuskáld- skapur kynntur í kvikmyndum. Hákan Jansson, Lisa von Schmalensee, Oskar Vistdal, Timo Karlsson Samband íslenskra námsmanna erlendis sendir námsmönnum á íslandi sínar bestu jóla- og nýársóskir. Samherjar! Með lögum skal land byggja ... eða hvað? Ensk- íslensk ORÐABÓK Verð bókarinnar í dag er kr. 12.975, en hún hækkar verulega í verði strax eftir áramót. Með námsmanna- afslætti kostar hún kr. 11.975. Sé hún staðgreidd fæst hún fyrir kr. 11.000. Auk þessa afsláttar er boðin sérstök afborgunarkjör. Útborgun er kr. 1.000, en eftirstöðvar greiðast á allt að 13 mánuðum, eða kr. 844 á mánuði, auk vaxta. Einnig er hægt að kaupa bókina á raögreiðslum VISA, en þá er hámarks lánstími 12 mánuðir. Tilboð þetta er tímabundið og gildir aöeins til áramóta. Fæst gegn aðeins eitt þúsund króna útborgun á þrettán mánaða afborgunartíma. tiynntu þér þessi einstæðu kjör. Öm og Örlygur Pantanasími 84866 Stúdentablaðið 19

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.