Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 21

Stúdentablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 21
Fréttir Islensk þjóðmenning - níu binda ritverk Á undanförnum árum hefur á vegum bókaútgáfunnar Þjóðsögu verið í undirbúningi útgáfa á 9 blnda bókallokki um íslenska þjóðmenn- ingu. Bókailokkurinn spannar yflr tímabilið frá landnámi fram á upphaf þessarar aldar eða rúm þúsund ár í menningarsögu íslensku þjóðarinnar. Nú er svo komið að ritröðin hefur i öllum atriðum verið skipulögð, efnisilokkum verið skipað niður í einstök bindi og að sögn Frosta F. Jóhannssonar, ritstjóra bókaflokks- ins, er búið að fá höfunda að vel- ílestum köflum bókaflokksins, um 40 kunna fræðimenn með sérþekkingu hver á sínu sviði. 1. bindi ritverksins, sem ber yllrskriftina Uppruni og umhverfl er komið út. Það er inngangur að verkinu og Qallar um uppruna fólksins og menningarinnar og umhverflð. Unnið er að því að búa næsta bindi til prentunar. Stefnt er að því að gefa 1-2 bindi út á ári hveiju. í þessu bindi er m. a. leitast við að svara þvi hvers vegna íslendingar virðast samkvæmt rannsóknum á ABO-blóðflokkunum skyldari írum en Norðmönnum og hvemig og hvers vegna torfbærinn þróaðist í aldanna rás úr tiltölulega rúmgóðum og vist- legum hýbýlum í þröngar dimmar vistarverur. Á þriðja hundrað myndir Frosti Jóhannsson, ritstjóri eru í 1. bindinu, þar af 60 litmyndir. Itarleg atriðisorða- og nafnaskrá fylgir. Frosti kveður bókaflokkinn íslenska þjóðmenningu hugsaðan sem yflrlitsverk þar sem dregnir verði saman á einn stað helstu þættir þjóðmenningar okkar. Megináhersla verði lögð á hversdagslega lifnaðar- hætti og það sem almennt tíðkaðist meðal fólksins í landinu. Utvarp ROT hefur úsendingar 10. janúar Menntamálaráöherra vill nýjar framfœrslutölur! Menntamálaráðherra hefur sent stjórn Lánasjóðs ísl. námsmanna bréf, þar sem hann fer þess á leit við hana - þvert ofan í samþykkt hennar um að framfærslutölur hennar séu í samræmi við þarflr námsmanna - að hún leiti leiða til að endurskoða framfærslutölur sjóðsins í samráði við Hagstofu Islands (einni treystir hann stjórninni auðvitað ekki). I umræðum á ALþingi kom fram að ráðherra telur ekki ólíklegt að framfærslutölumar séu úr takti við nútímann, enda byggist þær á gamalli könnun. Það hefur nú verið ákveðið að Útvarp RÓT hefji útsendingar þann 10. janúar n.k. Að sögn Kristjáns Ara Arasonar, formanns stjórnar RÓTAR, hefur undirbúningur gengið þokkalega og undirtektir verið góðar. Kristján Ari kvaðst þó vilja beina þeirri málaleitan til stúdenta - t.d. deildarfélaga og pólitískra félaga í Háskólanum - að þau færu að huga að væntanlegri þátttöku sinni í útsendingum. Stúdentablaðið tekur undir þessa hvatningu. Stúdentaráð á hlutabréf í útvarpsstöðinni. Þótt menn kunni að hafa greint á um kaup þeirra á sínum tíma verða allir að leggjast á eitt við að nýta sér þau sem best nú. FRAMFÆRSLAN HÆKKAR! Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur ákveðið nýjar framfærslutölur, en þeim er breytt ársíjórðungslega með hliðsjón af verölagsbreytingum og gengi, fyrir námsmenn á íslandi og erlendis. Þessi útreikningur gildir frá desember 1987 til febrúar 1988. Sem dæmi má nefna að námsmaður á Islandi fær nú 27.530 kr., í Englandi 28.358 kr., í V-Þýskalandi 24.153 kr., í Bandaríkjunum frá 23.489 kr. upp í 30.497 kr. Hæstu lánin fá nemendur í Sviss eða 38.026 kr. Þessi hækkun framfærslutalna kemur þó ekki fram á reiknimiðum frá sjóðnum fyrr en í apríl. Stúdentablaðið 21

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.