Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1987, Page 22

Stúdentablaðið - 01.12.1987, Page 22
Fréttir Bóksalan mun heilsa nýju ári í nýju húsnœöi Bóksala stúdenta er þessa dagana aö undirbúa sig undir að flytja í nýtt og betra húsnæði, nefnilega í sallnn á 1. hæð Stúdentaheimilisins, þar sem eitt sinn var matsala. Stúdentar sem átt hafa leið um Stúdentaheimilið hafa veitt athygli þeim framkvæmdum sem standa yfir í salnum. Raunar átti bók- salan að vera búin að flytja miklu fyrr, en að sögn Ólafar Eldjárn, verslunarstjóra bóksölunnar, hefur ýmislegt taflð framkvæmdir. Fyrst gekk illa að fá iðnaðarmenn til að byija á að innrétta nýja húsnæðið, þar sem þeir oru uppteknir í Kringlunni. Þeir byrjuðu því ekki íyrr en í september. Þá var gert ráð fyrir að ljúka öllu í nóvember og flytja um mánaðarmót nóvember-desember, en það stóðst ekki vegna tafa á afgreiðslu á hillum í búðina, En nú er að rætast úr. Tíminn milli jóla og nýárs verður notaður til að flytja bækumar og með nýju ári verður opnað á nýjum stað. Að sögn Ólafar munu flutningamir bæta mjög afla aðstöðu bóksölunnar til að veita stúdentum og kennurum Háskólans betri þjónustu. Það verður greiðari aðgangur að öllum þeim bókakosti sem bóksalan á, auk þess sem úrvalið mun aukast. Verður t.d. lögð áhersla á að auka úrval íslenskra bóka, ritfanga, tölvuvamings og síðar tímarita. Stúdentablaðið mun fylgjast með opnun bóksölunnar í nýju húsnæði og flytja fréttir af þvi í næsta blaði. Við flutning bóksölunnar flytur Ferðaskrifstofa stúdenta í það húsnæði sem bóksalan er í nú. Háskólafjölritun mun flytja sig niður af 2. hæðinni og yfirtaka Ferða- skrifstofuplássið og "eldhúsið" inn af. 22 Stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.