Stúdentablaðið - 01.09.1995, Síða 3
F R ETT I R
3
Til greina kemur að
Nýsköpunarsjóður náms-
manna verði starfrxktur allt
árið að sögn Dags B. Eggertssonar,
umsjónarmanns sjóðsins. Sjóður-
inn hefur þegar starfað fjögur
sumur og á þeim tíma hefur
honum tekist að ávinna sér gott
orðspor. „Nýsköpunarsjóðurinn
hefur hlotið viöurkenningu stjórn-
valda og vísindasamfélagsins fyrir
vinnu margra hundraða náms-
manna sem starfað hafa á hans
vegum,“ segir Dagur. „I’að er
auðvelt að benda á verkefni sem
hafa beina hagnýta þýðingu hjá
fýrirtækjum og stofnunum og þess
utan hafa rannsóknarniöurstöður
lagt til þekkingu á nær öllum
fræðasviðum.“
VETRARSTYRKIR LÆGRI
Dagur segir að verið sé að huga að
þeirri hugmynd í ráðuneytum að
styrkja námsmenn til rannsókna
veturlangt. Hann telur að sama
fyrirkomulag verði á úthlutun
vctrarstyrkja og á vali verkefna fyrir
sumarið. „Alterslu verður þó að
leggja á að sumar- og vetrarstarf-
serni sjóðsins verði haldið aðskyldri.
Styrktímabilin yrðu tvö en hvort
tveggja yrði undir nafni Nýsköp-
unarsjóðs.
I framkomnum hugmyndum er
gert ráð fyrir að vetrarstyrkir yrðu
lægri, um þriðjungur eða
fjórðungur mánaðarlauna sem
greidd eru á sumrin. Vinnuframlag
verður að sama skapi minna enda sé
gert ráð fyrir að styrkþegi vinni að
rannsóknum samhliða námi.“
Dagur telur að mjög margir muni
njóta góðs af því að starfrækja
sjóðinn árið um kring. Fræðimenn
fái aðstoð við vinnu að rannsókna-
verkefnum og fræðastörfum,
stúdentar öðlist dýrmæta reynslu
og ffamfærslueyri sem aftur rninnki
lánsþörf þeirra hjá Lánasjóðnum.
Loks þarf fjárveitingavaldið ekki að
160 stúdentar hlutu styrki úr
Nýsköpunarsjóði námsmanna í sumar
Nýsköpunarsj óður
allt árið?
Utvarpsþáttaröð um unyytfólk ojy
rannsóknir hefst 15. október
hafa áhyggjur enda hafi komið í ljós
að sjóðurinn sé gríðarlega góð
fjárfesting og ódýr kostur fyrir ríki
og sveitarfélög í samanburði við
atvinnubótavinnu skólafólks. Þessu
til staðfestingar bendir Dagur á að
meðalkostnaður
sjóðsins fyrir greidd
mánaðarlaun hafi í
fyrra verið um 78
þúsund krónur.
160 FENGU
LAUNASEÐIL
I sumar störfuðu
160 stúdentar að
149 verkefnum sem
Nýsköpunarsjóð-
urinn styrkti, en
260 umsóknir bár-
ust sjóðnum. Alls
var 25 milljónum
króna veitt í sjóðinn; 10 milljónir
fengust á fjárlögum, borgin setti
aðrar 10 milljónir í hann en í júní
fékkst loks 5 milljóna króna
aukafjárveiting úr ríkissjóði. I’ess
utan hefur tekist að afla
mótframlaga til að styrkja verkefni
enn frekar fjárhagslega.
Fjögur verkefni voru valin sem
verðlaunaverkefni í Nýsköpunar-
smiðjunni, samstarfsverkefni
Tækniþróunar hf. og Nýsköpunar-
sjóðs. Verkefni
þessi voru styrkt
með þrennum
hætti; fjárframlagi,
aðstoð við
könnun á hag-
kvæmni og mark-
aðsmöguleikum
og loks bauðst
þeirn nemendum
sem unnu að verk-
efnunum ráðgjöf
Utflutningsráðs. I
haust mun dóm-
nefnd endurmeta
verkefnin fjögur
og gera tillögu um
hvaða verkefni skuli styrkt áfram.
Verkefnin fjögur snerust um að
hanna forrit til að bæta nýtingu
hráefnis við fiskvinnslu, forrit til að
hanna einingarhús í þrívídd,
undirbúa að setja sögu Islands á
geisladisk og finna aðferð til að búa
til þrívíddarmyndir af landslagi í
tölvum.
SPURNING BLAÐSINS
Nýnemar, hvernig var fyrsti
kennslutíminn í háskólanum?
ENGIN LOGNMOLLA
15. október n.k. hefst útvarps-
þáttaröð um ungt fólk og vísindi í
umsjón Dags B. Eggertssonar.
I’ættirnir verða alls 12 og verða
sendir út á sunnudögum og endur-
teknir á miðvikudögum á gömlu
gufúnni, Rás 1. Sjónum verður
einkum beint að verkefnum sem
Nýsköpunarsjóðurinn styrkti í
sumar.
En hvernig verða þættirnir
uppbyggðir? „I’etta verða fyrst og
fremst spennandi, skemmtilegir og
alþýðlegir þættir og byggjast þeir
að stofni til á viðtölum við stúdenta
sem hafa verið að vinna að rann-
sóknurn á grundvelli eigin hug-
invnda. Viðtölum við háskólamenn
sem eitthvað hafa til málanna að
leggja um ungt fólk og vísindi
verður fléttað saman við umfjöllun
um nýsköpunarverkefni. Fannig
verður fjallað um sjóðinn,
Nýsköpunarsmiðjuna, framhalds-
nám á Islandi og þá möguleika sem
ungt fólk hefur til að tengjast
rannsóknum og þróunarverk-
efnum.“
Fættirnir eiga að sögn Dags að
höfba til allra þeirra sem hafa áhuga
á rannsóknum en líka þeirra sem
hafa almennan áhuga á fræðandi
útvarpsefni. „Fetta verður tekið
hressilegum tökum, þetta verður
engin lognmolla í þáttunum,“
bætir Dagur við. „Fað hefúr ákaf-
lega margt spennandi verið að
gerast í ólíkum verkefnum í sumar.
Vonandi verða þættirnir til þess að
áhugi manna aukist á Nýsköpunar-
sjóðnum enn frekar.“
NÝSKÖPUN OG RANNSÓKNIR/22
Írís Elfa
Þorkelsdóttir
laganemi
Athyffltsverður. Það eru nokkur
viðbrijjði að koma í háskóla ojjfyrst
er maður svolítið utanjjátta. Mér
þótti aftur á móti Sijjurður
[Líndal prófessor] skemmtilejjur.
Sigurbjörn
Gunnarsson
Laganemi
Hann reyndist ájj&tur ojj nokkuð
fr&ðandi. Fyrir mijj eru það mikil
umskipti að fara l&ra að nýju því
að éjj ekki verið i námi í tvö ár. En
það virkar velheima [á Ólafsftrði]
að vera nú meðal menntamanna í
háskólanum.
Anna María
Ólafsdóttir
hjúkrunar-
fræðinemi
Hann var mjöjjfinn. Mér líst mjójj
vel áfajjið. Þetta er ekkert erfiðara
en éjj átti von á, éjj veit vel að þetta
verður strembið. Éjj &tla að lejjjjja
mijj allafram ojj komast áfram.
1. SEPTEMBER: Gæsaskyttur skutu
folald rétt fyrir ofan Akranes. Lítið
spurðist af gæsum. Afengi hækk-
aði um 1%.
2. SEPTEMBER: Majórarnir Knut
Gamst og Turid Gamst voru
skipaðir yfirforingjar Hjálpræðis-
hersins á Islandi. Fau eru norsk en
ágæt engu að síður. Fagnaðar-
samkoma á Akureyri og í Her-
kastalanum.
3. SEPTEMBER: Bandarískur biskup
fór til Akureyrar að boða kærleik
og frið. Hann sagði í Morjjun-
blaðinu að þorpsbúar væru
dómharðir, lokaðir og leiðin-
legir.
5. SEPTEMBER: Heimir
Steinsson skrifaði grein í
Morjjunblaðið um „Ut-
varp og sjónvarp í
almenningsþjónustu."
Frágangur var til
fyrirmyndar og lítið um
stafsetningarvillur. Greinin var
2730 orð.
6. SEPTEMBER: Frakkar hófú kjarn-
orkutilraunir sem eru algerlega
skaðlausar umhverfinu - svo
skaðlausar að þeir ákváðu að hafa
þær á miðju Kyrrahafi, eins langt
frá Frakklandi og hugsanlegt er.
Akureyringar segja í Mojjjjanum
að þeir séu alls ekki lokaðir,
leiðinlegir og dómharðir.
FRETTAYFIRLITIÐ
Fyrir þá vandlátu sem aðeins lesa Stúdentablaðið
7. SEPTEMBER: Háskólakennarar stór-
hækkuðu í launum og nálgast nú
óðum meðallaun skúringakvenna.
8. SEPTEMBER: Björn Bjarnason lagði
til að stofnaður yrði 1.000 ntanna
her á Islandi og 27.000 manna
varalið. Talið var að hann hefbi
ákveðnar hugmyndir um hver
verði skipaður varnarmálaráð-
herra. Mussukommar endurskipu-
lögðu áróðursherferð fyrir næstu
Keflavíkurgöngu: Björn í herinn
og herinn burt.
9. SEPTEMBER: Víkingasaga
frumsýnd í Laugarásbíó.
Ralph Muller, þýskt
kyntröll sem kjörinn var
herra Alheimur um árið,
fór með aðalhlutverk. Svar
Islendinga voru Ingibjörg
Stefónsdóttir og Hinrik Olafsson.
Fau báru einnig stóra ábyrgð á
myndinni.
10. SEPTEMBER: Borgarráö ákvað að
hækka strætisvagnafargjöld.
Venjuleg fargjöld hækkuðu urn
20% en börn og gamalmenni
þurfa í framtíöinni að borga
helmingi hærri fargjöld. 1
ævinfyralegu m rökstuðningi fyrir
hækkuninni sagöi Arthur Mortens
að það væri fullt af ríku görnlu
fólki. Sem er þá líklega fyrst og
fremst fólkið sem ferðast með
strætó. Hann sagði einnig að
hækkunin væri nauðsynleg til að
„bæta þjónustuna“. Fað var ekki
tekið fram í hverju sú „bætta
þjónusta“ átti að felast en svarið er
FRETT MANAÐARINS
Björn Bjarnason
menntamálaráöherra kynnti
hugmyndir um stofnun
varnarliös. Heimir Steinsson
og Hannes Hólmstein lýstu
yfir stuðningi. Málið úr
sögunni.
líklega að farþegar fá aukið rými í
strætó enda hafa unglingar og
aldraðir ekki lengur efni á öðru en
fara fótgangandi leiða sinna.
11. SEPTEMBER: Hannes Hólmsteinn
segir í DV að hugmyndir Björns
Bjarnasonar, tilvonandi varnar-
málaráðherra Islands, um herliö
séu ágætar. Um svipað leyti skrifar
séra Heimir Steinsson í grein í
Morjjunblaðinu þar sem hann
segir að þetta sé „þörf hugverkja".
Málið endanlega úr sögunni.
12. SEPTEMBER: Katrin Fjeldsted
varpaði hinni knýjandi spurningu
„Ihald eða vinstri?“ fram í
fyrirsögn greinar í
Morjjunblaðinu. Greinin fjallaði
um húsfriðun.
13. SEPTEMBER: Ekið á kind á Reykja-
nesbraut. Ásgeir Eliasson, fúlltrúi,
vildi lítið tjá sig í fjölmiðlum enda
rnálið á viðkvæmu stigi.
14. SEPTEMBER: Guömund-
ur Jaki flutti þrumu-
ræðu á baráttufúndi
verkalýðsins fyrir
1 a u n a 1 æ k k u n u m
annarra. Alltaf ferskur.
15. SEPTEMBER: Eggjum
kastað í Stjórnarráðið.
Lögreglan kom á staðinn og tók
skýrslu af næturverðinum sem var
heldur spældur.
ló. SEPTEMBER: Kvennaráðstefnunni
í Peking lokið. Kínverjar varpa
öndinni léttar enda loksins lausir
við Kristinu Ástgeirsdóttur sem
ætlaði að koma mótmælum á
framfæri „svo eftir væri tekið“.
17. SEPTEMBER: Viðtal við Ingibjörgu
Pólmadóttur, heilbriðisráðherra, í
Morjjunblaðinu. Ingbjörg er eini
kvenmaðurinn í ríkisstjórn og
stýrir stærsta ráöneytinu. Fað sem
blaðamanni Morgunblaðsins lék
helst forvitni á að vita var: „Eru
ekki svona fjarvistir slæmar fyrir
hjónabandið?“ og „hefúr þetta
ekki breytt lífi fjölskyldunnar?“
19. SEPTEMBER: Margrét Frímanns-
dóttir og Steingrimur J. Sigfússon í
viðtali aftan á Alþýðublaðinu. Fau
eru að bjóða sig ffarn til formanns
í Alþýðubandalaginu, af fúsum og
frjálsum vilja. Kosningaslagurinn
er svo æsispennandi að Alþýðu-
blaðið er eini fjölmiðilinn sem
nennir að skrifa urn hann.
21. SEPTEMBER: Tveir dauðir
fiskar fúndust í Víðidalsá í
Steingrímsfirði. Baksíðu-
frétt í Morjjunblaðinu.
22. SEPTEMBER: Loksins,
loksins! Frétt! Fað gerðist
eitthvað í þessu landi: Gamall
spjótsoddur og nokkrir
kindakjálkar fundust í
Fijótsdalshéraði. Stórfenglegur
fornleifafúndur og allir fjölmiðlar
á staðinn. Jafnvel er talið að eitt
bein geti verið höfuðkúpa úr
hundi. Sem auðvitað er
tímamótafúndur.
23. SEPTEMBER: Víkverji skrifar um
sultugerð í Morjjunblaðinu. Að
öðru leyti lítið að ffétta.
GBE